Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1937, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1937, Side 5
LESB0K MGRGUNBLAÐSINS 269 hann tekinn og rambundinn á hönduni og fótuin og honum kast- að niður í þvottakjallara á járn- brautarstöðinni í Abisko. Þar fjekk hann að diisa þar til rann af lionuni. Síðan hefir Páve ekki bragðað vín. Síðasta skiftið sein Páve kom með mat til okkar, tókum við eftir því, að hann var eitt- hvað svo undarlegur. Það var eins o<r hann vildi segja eitthvað, en kæmi sjer ekki að því. Loksins setti liann rö»fr á si«r, fór ofan í barm sinn og snaraði að okkur biiggli, vöfðum í birkinæfra. í bögglinum reyudist vera stór sil- ungur. Við spurðum Páve, hvað hann kostaði, en hann bandaði bara frá sjer og sagði „bresent, bresent“, sem þvða átti [iresent, gjöf. Veslings Páve, þarna hafði hann setið og dorgað alla nótt- ina áður, til þess að geta glatt okkur með ]>essu. Bn sjaldan hefi jeg sjeð eins sanna gleði skína út úr augum nokkurs manns og' Páves. þegar við þökkuðum hon- um gjöfina. Hann var talandi tákn málsháttarins: sæila er að gefa en þiggja. I þetta skifti var og sælt að þiggja, því engin mál- tíð hefir bragðast mjer betur en silungurinn hans Páve, glænýr og glóðsteiktur, eftir tveggja inánaða skrínukost. Mjer er minnisstæð kvöld- stund ein í Lapplandi. Jeg var þá kominu frá Kársavagge og naut hvíldar nokkra daga í fjalla þorpinu Abisko. Abisko liggur á undurf.ögrum stað, í birkivöxn- um hlíðum sunnan við stórvatnið Tornetresk, og þar er stærsta sumarhótel sænska ferðamanna- fjelagsins. Þetta var yndislegt kvöld, þótt nær væri iniðnætti var sól enn á lofti; yfir fjöllunum norðvestan vatnsins sló gullroða á /skýin og stafaði í öllum regnbog- ans litum á spegilskygðan vatns- flötinn; alpaglóðin logaði á fann- krýndum fjöllunum í suðri, ilm- björkin angaði og Abiskolækur- itm niðaði rjett hjá. Jeg sat niður við vatnið og var að skrafa við kunningja minn, Lapp-Olle. Lapp-Olle er gamall Lappi og margfróður og kunni frá mörgu að segja, bæði vargaveiðum og ferðamannafylgdum, því oít liafði hann fylgt ferðamönnum, sem komu til Abisko. En liann hafði auk þess komið til Stokkhólms og dvalið á Skansinum, því þang- að eru Lappar fengnir á sumri hverju. Hann hafði meira að segja heilsað upp á Gústaf konung og þóttist því meiri en aðrir Lappar og talaði með merkissvip um „dom dár lapparna ja“. En í raun og veru var hann ákaflega sannur Lappi og bar enga virðingu fyr- ir hinu hvítbrjósta kvni heldur. Við >kröfuðum margt Jietta kvöld; meðal annars spurði. jeg hann að því, hvort hann gæti ekki hugsað sjer að búa í Stokk- hólmi, sem hann dáði svo mjög. Lapp-Olle starði hugsi út á vatn- ið dálitla stund, og sagði svo á- kveðimi: „Nei, ]iað gæti jeg ekki; Iiugsaðu þjer, þar er vornóttin dimm“. Þessi orð festust í minni mjer. Þau voru eitthvað svo dæma laust einkennandi fyrir Lappana. Jeg skikli þá betur en áður gildi gömlu Edduorðanna: „Eldr es bestr með ýtasonum — ok sólar sýn“. Jeg tel mig ekki rómantískari en gengur og gerist, en það er ekki laust við, að mig langi stund um úr stórbæjalífinu með öllum þess vs og þys, tíma- og eirðar- leysi, styrjaldarótta og heims- kreppuhjali, og til Lappanna. þessara ljettlyndu náttúrubarna, sem una sínu frumstæða en frjálsa lífi á víðjendunum í norðrinu, þar sem vornóttin er aldrei dimm. Sigurður Þórarinsson. — Hafið þjer verið kvæntur lengi ? — Já, að minsta kosti nógu lengi til þess, að jeg liefi kom- ist að raun um, að það er ekki liægt að „segja alt með blómum“. Glst hefi jeg Þing- velli. góðu heilli. Dvölin varð ljúf eins og draumur. Er mjer sem hafi hjartkær móðir barn sitt að brjóstum vafið. Lagði jeg eyru við ljúfum röddum hulinna heillavætta. Var þar sem ómaði — í undra kyngi — klið þungur kveðskapur alda. Svít'a fyrir sjónir svipir margir. Kisin eru Þingvalla-regin. Blikar á skildi og skygnda hjálmá, glitra sje jeg gullofin klæði. Atburðir ýmsir að augum berast. — Frægðarljómi fegrar. — Ileyri jeg lögsögn. háðir eru dómar. Þögull hjer þingheimur hlustar. Ganga fylkingar fram 11111 velli. Skartkouur fara þar fremstar. Blika þeim um brár bjartir logar. Heilla þær ástlirifna liali. * Ilverfa fornaldar furðu-sýnir. Bjallan mig kliðfögur kallar. Safnast nemendur Sumarskólans hljóðir til heilagrar þagnar. Legg jeg eyru enn við ljúfum röddum, hulinna heillavætta. Fagna þeir blíðlega fræða-gestum, — gestum víðsýnna vega. Ljómar mjer í huga — í Ijósi björtu — háspeki austrænna anda. Fagna jeg og fagna, fylli hug ininn ótal undra draumum. Fagna vil jeg því, að í framtíð munu helgar tengja trygðir austræn speki og andi norrænn. Rís jafnar röðull í austri. Kristján Sig. Kristjánsson,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.