Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1937, Blaðsíða 2
LE9BÓK MORGUNBLAÐSINS stóðu suotrir timburskúrar, gal- opnir út að götunni. Það voru sölubúðirnar. Gata þessi náði sem svaraði frá Vöruhúsinu og út að Haraldarbúð, og peningar þeir, sem inn komu á þessu litla svæði í 12 daga, skifti tugum þúsunda. Heljarstór hressingarskáli stóð hjá verslunarsvæðinu, en sjaldan kom um við þar, enda ekki hægt að fá þar kaffi upp á íslenskan máta, svo við höfðum þangað ekkert að gera. Þar var einnig rakarastofa, sem ábyggilega hefir rakað saman peningum, því rakst urinn kostaði 60 aura. Eftir að við, þessir fuHorðmi, frjettum það, fórum við að eins og Skotarnir, og brúkuðum notuð rakvjelablöð til þeirrar iðju. Lögregluþjónar, þ. e. skátar i venjulegum einkeunisbúningi með rauðan borða á öðrum handleggn- iirn, voru alls um 60 í borginni. Þeirra aðalstarf var að veita skát- unum og almenningi (gestum) allskonar leiðbeiningar. Þetta var )iað ,,borgaralega“ á •Tamboree. En hvað þá um líf skátanna sjálfra? Að búa í tjaldþvrpingu, með góða fjelaga frá ýmsum þjóð um á alla vegu, er skemtilegra en svo, að því verði lýst í fáum orð- um. Allir í samskonar búningum — skátabúningum — allir með sama bræðraþeli, bæði aríar og blökkumenn, allir einhuga uin að kynnast hver öðrum og skilja hvern annan, þrátt fyrir ólík tungumál, og að va'rðveita þann skilning, er eflt getur friðinn í heiminum. Gestrisnin var mikil, því sjald- an gátum við sint öllum þeim boð um, sem okkur bárust, einkum seinni hluta mótsins, um að koma í heimsóknir til hinna ýmsu þjóða. Einn morguninn lágu t. d. þessi boð fvrir: Astralíumenn vilja fá nokkra íslenska skáta í kaffiboð. Islenskir skátar eru beðnir að konia til Ameríku kl. 2 í dag. Danmörk býður íslenskum skátum að varðeldi í kvöld. Kín- verjar bjóða íslenskum skátum að koma til tedrykkju um nónleyt- ið, o. s. frv. Svipað þessu var það marga daga. Við gerðum ávalt okkar besta, til þess að ísl. skát- ar kæmust í heimsóknir til sem flestra þjóða. Ekki var það óalgengt, að drengir okkar væru leystir út með gjöfum að lokinni lieimsókn. Mjer er það mjög minnisstætt, hvað einn af vorum yngstu snáðum var hreykinn, er hann kom frá ame- rísku heiniboði, veifandi amerísk- um fánum sínum í hvorri hendi, og sagði, að sjer hefðu verið gefn- ir tveir fánar. Að öllum líkindum hefir liann sagt þeim amerísku, að landi sinn, Leifur hepni, hefði fundið Ameríku, og því fengið annan fánann handa sjer, en hinn lianda Leifi. Hver veit nema við sjáum amerískan fána blakta í höndunum á Leifi hepna, næst þegar við koiiium að styttunni hans í Skölavörðiiholtinu. Pegar leið að lokum mótsins buðum við heim skátum frá ýmsuin þjóðum í tjaldbúðir okk- ar. Fj'rst var öllum gefið kaffi upp á íslenskan liátt, með brauði og kexi. Á meðan á kaffidrykkj- unni stóð, var talað saman á alls- konar tungumálum og handbend- ingum um liitt og þetta. Fjörugar umræður urðu meðal annars um Norðurlöndin. Var þar ungur og fjörugur Svíi, sem einkum liafði orðið, en allir hinir lögðu þó eitt- hvað til málanna. Tveir skátar voru þarna frá Bandaríkjunum. Annar þeirra var íslenskur í móð- urætt og þótti heldur en ekki á- nægjulegt að sitja meðal „land- anna“. Hann hafði fyrir nokkrum dögum sjerstaklega leitað uppi tjaldbúðir okkar. Við notuðum tækifærið til þess að segja hinum erlendu skátabræðrum okkar frá móti, sem við ætlum að halda að Þingvöllum næsta sumar, í tilefni af 25 ára afmæli skátahreyfingar- innar á Islandi. Var auðheyrt á mörgum þeirra, að þeir höfðu mik imi hug á að sækja það mót. Síð- ar birtist frásögn um þetta vænt- anlega mót okkar í Jamboreeblað- inu, sem út kom á hverjum degi. Að lokinni kaffidrykkju glímdum við fyrir hina erl. skáta og sung- um nokkur ísl. lög. Einnig var mikið sungið saman af skátalög- um. Áður en við skildum festum við lítinn ísl. fána í barm hvers skáta, til minningar um ísland. Pótt mikið væri um allskonar boð á Jamboree, var auðvit- að altaf fult af frjálsboðnum gest- um í öllum tjaldbúðunum. Is- lensku tjaldbúðirnar lágu mjög vel við. Komu erl. skátar til okk- ar á hverjum degi svo hundruð- um skifti, meðal annars til þess að hafa skifti á ýmsum varningi, svo sem frímerkjum, skátamerkj- um og myndum. Voru slík vöru- skifti mjög algeng á Jamboree og gengu undir enska orðinu „Change“ (skifti). Skifti þessi komu oft fram í kyndugu formi. Sagt var, að eitt sinn hefði skosk- ur skátadrengur skift á pilsi sínu og amerískum skátabuxum. En það voru ekki aðeins skát- ar, sem komu í tjaldbúðir okkar. Jamboree var opið á hverjum degi frá kl. 12 á hádegi til kl. 8 á kvöldin fyrir almenning. Streymdi þá fólk inn í þúsundatali. Mest bar þar á Hollendingum. En einn- ig kom margt fólk frá nágranna- löndunum. Þetta var okkur kunn- ugt frá fyrri mótum, og höfðum við því ýmsan viðbúnað til þess að vekja eftirtekt á ísl. tjaldbúð- unum, til þess að kynna almenn- ingi land okkar og þjóð. Okkar fyrsta verk, þegar við' komum á mótið, var því það, að reisa hlið við tjaldbúðirnar. Smíð- uðum við tvo stóra trjestróka, þöktum þá vír og slettum stein- steypu í vírinn (það er kallað að „forskalla“ á fagmáli). í hálf- storknaða steypuna röðuðum við rauðum hraunmolum. (Þegar við höfðum reist þessa stólpa, settum við nafn íslands á milli þeirra, eins og nánar sjest á myndinni. Stafirnir í nafni landsins voru þaktir silfurbergi og hrafntinnu. Var Jietta fagurt á að líta, eink- uni í sólskini. Hlið þetta var eitt með hinum sjerkennilegustu hlið- um á Jamboree og voru teknar myndir af því í tugatali. Rjett innan við hliðið reistum við stórt tjald, sem við tók- um á leigu í Hollandi. Þar sýnd- um við stórar og smáar myndir frá Islandi, bæði af landslagi,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.