Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1937, Blaðsíða 3
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS 283 byggingum og atvinnuvegum, teikningar af ísl. fólki eftir Egg- ert Guðmundsson og bækur um ísland eftir erl. höfunda. Þá höfð- um við þar og stórt Evrópukort til þess að sýna legu Islands, og einnig kort af sjálfu landinu, til þess að sýna vega- og símakerf- ið, jöklana og eldfjöllin, bygðir og borgir. Á einu borðinu höfðum við ýmsar bergtegundir frá ís- landi og vöktu þær mikla eftir- tekt. Ávalt voru 3—4 skátar látnir vera í tjaldinu og við Iiliðið, til þess að skýra fvrir fólki það, sem fyrir augun bar, og kynna sem best land og þjóð. Þótt ýmsar fávísar spurningar kæmu oft frá fólkinu, um ýmis- legt er snerti Island, má þó segja, að fólk í Hollandi viti vfirleitt furðanlega mikið um Island. Fjöldamargir spurðu okkur um ferðir til fslands, eftir að hafa skoðað ljósmyndirnar. Greiddum við eins vel og við gátum lír þeim spurningum og hvöttum fólk til þess að koma til landsins. Á Jamboree var reist afarstórt tjaldleikhús með góðu leiksviði. Einnig var, annarsstaðar á mót- inu, útbúið sýningarsvæði undir berum himni, með upphækkuðum sætum alt í kring, fvrir um 13000 manns. Á báðum þessum stöðum konium við ísl. skátarnir mikið fram með ísl. glímu, fornsýningu, söng og fánagöngu. Var ávalt múg Ur og margmenni á þessum stöð- um, auk skátanna. fslensku skát- unum og sýningaratriðum þeirra var hvarvetna vel tekið og oft getið um okkur í hollenskum blöð- um. því blaðamenn voru þarna á hverju strái. Einn morguninn var glímu- og fornsýning okkar kvikmynduð heima í tjaldbúðunum, eftir beiðni kvikmyndafjelagsins, sem einka- rjett hafði til kvikmvndatöku á Jamboree. Svo skemtilega vildi til, að um þaÓ bil sem kvikmynda- takan átti að hefjast, kom sjálfur skátahöfðingipn Robert Baden Powell í heimsókn til okkar. Stóð hann lengi við í tjaldbúðunum, til þess að tala við okkur um fs- land. Var auðheyrt, að hann hafði mikinn hug á að kynnast landi okkar. Heimsókn skátahöfðingjans var kvikmynduð. Fjöldamargir fslandsvinir eru í Hollandi, og má eflaust mest þakka það prófessor v. Ham- el. Við komu okkar til Hollands ljetum við það boð út ganga í hollenskum blöðum, að allir þeir, sem verið liöfðu á íslandi, eða hefðu sjerstaklega mikinn áhuga fyrir íslenskum málefnum, væru velkomnir í tjaldbúðir okkar sunnudaginn þ. 8. ágúst. Höfðum við því allmikinn viðbúnað til þess að geta tekið á móti þessum vænt- anlegu gestum okkar,- í hinu stóra sýningartjaldi. Á tilsettum tíma kom hópur af fólki til tjaldbúðanna, sem kvnti sig ýmist á íslensku eða hollensku og sagðist æskja þess, að taka þátt í hinu umrædda íslandsvina- móti. Þegar allir voru sestir að borðum, um 30 manns, voru gest- irnir boðnir velkomnir með stuttri ræðu og ísl. söng. Þarna var mætt ungt mentafólk, sem talaði ís- lensku, fólk sem mikið hafði les- ið um ísland og langaði til þess að sjá íslendinga, og ýmsir sem nánar skal minst á. Allir Revkvíkingar muna eftir hollensku flugmönnunum, sem hjer dvöldu í heilt ár, við veður- athuganir, fvrir nokkrum áruin. Fiun þeirra, hr. II. Boseh, kom til okkar ásamt dóttur sinni Annie og svni sínum Jóni. Skildu þau öll íslensku og var ánægjulegt að rifja npp ýmislegt frá veru hinna vinsælu flugmanna hjer. íslensk kona. sem búsett hefir verið í Hollandi í fjöldamörg ár, kom þarna ásamt fullorðnum syni sín- um. Hún heitir frú Laufev Ober- mann. Ljet hún mjög í Ijósi á- nægju sína yfir því, að sjá þenna góða og glaðværa vinahóp ís- lands. Ungur hollenskur maður kom til mín á mótinu með heljarstóra og fagra bók um ísland. Sagðist hann eiga að skila kveðju til okk- ar frá höfundi bókarinnar. hr. Jan P. Strijbos, sem væri mikill aðdá- andi Tslandsi og hafði ferðast um landið fyrir nokkru og nýlega gefið út nefnda bók um ferðir sín- ar. Bókin er skreytt um 70 sjer- staklega fögrum myndum og heit- ir „In het zog van Raven-Flóki“ (í fótspor Ilrafna-Flóka), útgefin af L. J. Veens Uitgevers-Maats- chappij N. V. Amsterdam. Skriflegar kveðjur bárust okk- ur frá nokkrum íslandsvinum, sem ekki höfðu getað komið á mótið, og símskeyti barst okkur frá pró- fessor Cannegieter, á þessa leið: „Mjer er ekki mögulegt að vera meðal yðar, en sendi yður öllum mínar hjartanlegustu kveðjur“. Við sýndum ísl. glímu og sung- um ýms lög, sem geslirnir báðu sjerstaklega um. Voru það venju- legast ýms uppáhaldslög þeirra, sein dvalið höfðu á Islandi. Rjett áður en móti þessu lauk vatt ung og djarfleg stúlka sjer inn úr tjalddyrunum og spurði, hvort hún inætti vera með, því sig langaði til að kynnast Islandi. Stúlka þessi var dóttir skátahöfð- ingjans R. Baden Powells. Buðum við hana velkomna í vorn hóp. Kynning og samræður þessa fólks í milli var sjerstaklega frjáls leg og skemtileg, og er ísl. þjóð- inni mikill ávinningur að eiga er- lendþi slíka vini sem þessa. Kl. 7 um kvöldið skildu allir }»essir ágætu gestir við okkur, eftir mjög ánægjuríkar stundir. Averslunarsvæði því, sem jeg mintist á áðan, höfðu um 7 þjóðir sölubúðir, þar sem seldur var ýms sjerkennilegur varniug- ur, en auk þess höfðu hollenskir kaupmenn þarna nokkrar búðir, þar sem seldar voru ýmsar nauð- synjar. Snenima í vor tókum við þá ákvörðun, að fá leigða sölubúð á Jamboree, til þess að reyna á þann máta að afla okkur þess er- lenda gjaldeyris, sem við þurftum til fararinnar, sem var um 5000 krónur. Aldrei höfðum við haft slíka sölubúð áður á undanförnum alheimsmótum og skorti því reynslu fyrir því, hvaða varning- ur frá fslandi væri seljanlegasiur á slíkum stöðum. Það sem við fór- um með voru einkum: hvít görfuð gæruskinn, ýmsir munir, sem nokkrir skátanna skáru út, svo Framh. á bls. 285.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.