Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1937, Blaðsíða 4
284 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Dansgleði á Sigiufirði. S. B. LÝSIK HINN gullni meðalveaur í skemtanalífi síldar- fólksins á Siglufirði kvað lÍKfirja um alþýðuhúsið, en það er í senn danssalur og: kaffisöluhús. Salur hessi er mikið gímald og snoturleg'a fiferður. Yfir fremri enda hans eru veitine:asvalii\ ofi- undir svölunum er eitthvað, sem jefi ekki veit hvað heit- ir — en haðan flæðir kaffi Ofi fiosdrykkir út vfir sal- inn ofi upp á svalirnar, með alúðlefium, brosandi hern- um — dönskum ofi íslensk- um hernum. * A kvöldin sitnr velbíiið o" virðnlegt fólk á þessuni svölum. Það dansar ekki. Það vill ekki blanda geði við fólkið í salnum — ekki eins og sakir standa. En hjer vill }>að vera engu að síð- ur. og hjer verður það að vera. ef því á að geta liðið þokkalega á klúbbballinu, sem befst eftir loknnartíma í kvöld. Og örugg- asta tryggingin fvrir því, að ein- hver og einhver lirifsi ekki bestu sætin á svölunum — sætin, sem gefa fjölskrúðugasta yfirsýn yfir salinn — er auðvitað að sitja og sit.ja sem fastast í sætum, þang að til sjálft klúbbballið er skoll- ið vfir í öllum sínum töfrandi yndisleik . . . Þessi er ástæðan fyrir því, að yfir dansandi fólkinu í salnum vofir ógnandi vandlætingarsvipur fólks á „æðri sviðum“ — svipur fólks, seni úr þægilegri ■ bæð og liæfilegri fjarlægð skynjar og skilur )iað sem gerist niðri á jafn- sljettunni. Því klúbbballið bvrj- ar ekki fyr en á eftir . . . * Við göngum inn í salinn. Hinu- megin við vínþefinn og hnaus- þykk reykjarskýin, sem vagga s.jejj*' yfir dansandi hringiðu ást- aratlotanna, er hljómleikasvið í innri enda salarins. Þar leikur fjögra manna hljómsveit slindru- lausa æsingaslagara, með frunta- legum skarkala og viðeigandi til- burðum. 8pilararnir eru ungir og myndarlegir menn, og þrevtast hvorki á að spila nje hlæja. Þeir æða milli hljóðfæranna, lirína, góla og syngja — skiftast á verk- um, berja bumbur, liringja bjöll- um, skella skjöldum, dangla prik- um. leika á flautu, bregða kall- lúðri fyrir munninn og syng.ja: búmm. búmm og trúmin, trúmm með ógurlegri áreynslu út og upp í Ioftið. Og því nppvöðslusamari sem hljómleikamennirnir verða, og því meira sem þeir „yfirdrífa“ túlk- un hinnar yfirdrifnu listar, því betur skemtir fólkið sjer í saln- um, og í jöfnu hlutfalli vex fyr- irlitningarsvipurinn á fólkinu á svölunum! * „Yfirdrífa". Þetta litla snubb- aralega orð er eina orðið í allri veröldinni, sem gefur allsherjar- hugmvnd um innihald þessa sal- ar.' Alt er yfirdrifið: músikin, dansinn, drykkjuskapurinn, reyk- ingarnar, hávaðinn, ruddaskapur- inn og kurteisin. Eða eigum við að sleppa kurteisinni? Nei, alls ekki — því mitt inni í öngþveiti hinna þyrstu dansenda svífur dökkhærður unglingspiltur. með litla, ljósbærða mey í faiuriuu. Það leynir sjer ekki. að þau unn- ast og unnast mikið. Aldrei liefi .jeg sjeð ungan pilt umgangast jafnöldru sína með jafn fágaðri kurteisi. ITm hádegið í dag, þegar sólinni loks tókst að skína niður í gegnum grútarmökkinn yfir Siglufirði, sátu þau tvö ein á húströppum og gáðu hvorki að stund nje stað. Hjer dansa þau í kvöld — og eftir tuttugu ár hitt ast þau ef til vill aftur á Siglu- firði og rifja upp gömul og fög- ur æfintýri. Eða kannske verða það börnin þeirra, sem dansa hjer þá. Frá litlu kaffiborðunum spinna sig bláir reykjarstrókar frá mörg hundruð sígarettum. Við eitt þess ara borða, inni í horninu og skugganum sitja þrjár síldarstúlk ur yfir freyðandi eabeso og sjúga rautnalega Commander-cigarett- ur. Þær ræða um afskiftasamar, ósanngjarnar og síjagandi hús- mæður frá fyrri tímum og vænt- anlegar vistráðningar á vetri komanda. Á sk.jótri svipan eru þær búnar að tala sig upp í hita og fræða hverjar aðra á hinum ótrúlegustu sögum af heimilislíf- inu hjer og þar. Hryllilegar sög- ur — vonandi skáldsögur. * Strákpatti á fermiugaraldri sit- ur við annað borð í jaðri dans- þvögunnar. Hann lætur ófriðsam- lega við sessunaut sinn, sem er yngri — en ófriðlegast lætur hann þó við stúlku eina, sem ein- hver þrekvaxinn náungi þvælir um gólfið, með óstjórnlegum hraða og lendagelti. En í livert skifti sem þau þevsast fram hjá litla ófriðarseggnum, klípur hann til stúlkunnar — klípur hana í lendarnar og hrópar á eftir henni. Maður skyldi ætla, að stúlkan mundi reiðast stráknum fyrir þessa tilslettni, og }iví fremur sem hann var mikið vngri. En er dans- inn er á enda bregður svo kyn- lega við. að hún hlassar s.jer más- andi beint á hnjákollana á strákn um, vefur hann örmum, kyssir hann fvrst á munninn. síðan um Jivert og endilangt andlitið og loks imi alt höfuðið, hvar sem hún gat því við komið. Og meðan }ietta kossaflens stóru stúlkunnar og litla drengs- ins stóð sem hæst, deyja dauf og skinvana rafljósin í salnum til hálfs. Vildi sá serii Ijósin gaf ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.