Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1937, Blaðsíða 7
LÉSBÓK MORGUNBLAÐSINS 287 Ekki ennþá. í»að kom síðar, segir hann. Við höfðum meðferðis járnbolt- ana, bönd, allþungan slaghamar — auk þess nesti. Það var ein vatnsflaska. Okkur gekk greiðlega að kom- ast upp í hinn umrædda skáp í bergið. Þar fundum við boltann, sem Þorsteinn hafði rekið í berg- ið. Reyndist hann vera mjög traustur. Er jeg hafði hvílt mig þar of- urlitla stund bvrjaði erfiðasti kaflinn. Ofan við þenna stað er 18 faðma standberg, svo sljett, að þar var ekki eitt einasta fugls- hreiður. Bergið slútir heldur fram yfir sig á þessum kafla. Þegar við Ijetum vað liggja fram af brúninni, kom hanu alin frá berg- inu niður við skútann. Nú fetaði jeg mig áfram upp }>etta berg, á þann hátt, að jeg sló b.olta inu í bergið bæði til hægri og vinstri við mig, fyrir liægri og vinstri hönd og fót. En auk þess þurfti jeg að reka bolta í bergið fyrir brjósti mjer, og var hann með haus. Því meðan jeg var að reka boltana í berg- ið, varð jeg að festa mig á þá bolta, sem voru í miðröðinni. - Oðruvísi gat jeg ekki haldið jafn- vægi meðan jeg lamdi boltana fasta með slaghamrinum. Boltana gat jeg ekki haft með mjer, en rendi snæri niður til Skúla, þar sem hann beið í skútanum, og ljet hann binda í það einn og einn bolta, er jeg síðan dró upp til mín. * Hvernig er bergið í drangnum 1 Það er móberg, eða þursaberg, með allstórum blágrýtishnullung- um í. Er jeg nú hafði rekið boltana á víxl til hægri og vinstri, og fikað mig þannig einar 4 mann- liæðir frá skútanum, þar sem Skúli beið, varð fyrir mjer all- stór hnullungur, er stóð til hálfs út úr berginu. Bjóst jeg við því, að ef steinn þessi reyndist nægi- lega fastur, þá myndi jeg geta sparað mjer að reka einn bolta, með því að hefja mig upp á stein þenna. Tók jeg nú nokkuð þungt í Háidrangur. steininn, og fanst hann vera fast- ur. Lagði jeg síðan hægri hand- legginn upp á steininn, og ætlaði að hefja mig upp á hann, en hjelt mjer með vinstri hendinni í vinstri handar bolta, og stóð á öðrum með vinstra fæti. En um leið og jeg ætlaði að hefja mig upp á steininn losn- aði hann. Og það sem verst var. Skúli var beint neðan undir. •Teg tók nvt á öllum kröftum til þess að halda steininum í far- inu, og kallaði niður til Skúla, að hann skyldi reyna að forða sjer. Hann forðaði sjer með því að skríða sem fastast inn í ,.kór- inn“. Síðan gat jeg bægt steinin- um frá mjer til liægri, svo liann snerti hvorki mig nje manninn, er neðan undir stóð, er hann fjell íír berginu. En ef satt skal segja, þá flaug mjer í hug, þegar jeg fann að steinninn losnaði úr berginu: „Svona fór hinn“, því jeg bjóst jafnvel við því, að þetta yrði mitt síðasta, og máske okkar beggja. * Þegar þetta var um garð geng- ið fór jeg niður í „kórinn“, hvíldi mig augnablik, og fjekk mjer góðan sopa iir vatnsflösk- unni, því veður var heitt og jeg orðinn þyrstur. Því næst lagði jeg af stað aft- ur og hvíldi mig ekki fyrri en jeg var kominn upp á brún, og gat veifað húfunni minni til bát- verja, er biðu skamt frá. Var jeg nú heldur en ekki kampakátur. Jeg fór með band upp með mjer og festi það uppi á brún- inni. Skúli kom svo upp, með til- styrk boltanna og bandsins. Og þá var þrautin unnin. Skoðuðum við okkur nú um uppi á drangnum. Var þar svo þjett sett af fýlunga, að varla var hægt að stíga fæti á milli þeirra. Næsta dag útveguðum við okk- ur járnfesti og fórum með hana út í dranignn. Settum við járn- keðjuna í dranginn í staðinn fvr- ir kaðalinn frá deginum áður. Þess skal getið, að þegar þeir bátverjar sáu að jeg sneri við, er steinninn hrapaði, hjeldu þeir að jeg væri hættur við alt sam- an — og óskuðu helst að svo væri. En er þetta tókst svona vel, bættu þeir 5 ltrónum við kaup mitt. svo jeg fjekk 20 krónur í minn hlut — og varð því fjandi efnaður á þessu, að því er mjer sjálfum fanst. -------------- — Pabbi gefur mjer altaf bók á afmælisdaginn minn. — En hvað þú hlýtur að eiga orðtð stórt bókasafn. — Og svo er best að þjer send- ið mjer hengirúm strax.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.