Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 355 þessi tegund postulíns sjerstaklega verðmikil. Sægræni liturinn komst í tísku er sjónleikur einn, sem gerður var samkvæmt hinni' frægu skáldsögu eftir Honoré D’Urfé, var sýndur. í honum kom Céladon fram á leiksviðið, klæddur „sjógrænum“ fötum frá livirfli til ylja. Á þessu tímabili var fyrst farið að setja stimpil á postulín, af því að keisarinn hafði skipað svo fyr- ir, að stimpla skyldi neðan á alla postulínsmuni, sem búnir væru til lianda hirðinni. Um þessar mundir voru uppi í Kin-gan-Fou tvö sjerstaklega fræg feðgin, sem hjetu Chou. Faðirinn var kallaður „Virðulegur" og dóttirin „Hin fagra“. Þan skör- uðu langt fram úr öðrum við til-l búning á vösum, og sagt er, að dóttirin hafi skreytt þá með blóm- um. lok Sung-tímabilsins var „mána hvítt“, ljósblátt og dökkgrænt postulín í mestum metum, og það Arar þá, að King-Fé-ehén-verk- smiðjan bjó til afar mikið af postulíni handa hirðinni. Saga þessarar verksmiðju var skrifuð árið 1815, af kínverskum embættismanni, og bygði hann liana að öllu le^di á gömlum skjöl- um. Til er frönsk þýðing af henni eftir M. Stanislas Julien („Histo- ire de la Fabrication de la Porce- laine Chinoise“)- Sii bók og „Ori- ental Ceramic Art“, eftir dr. Bushell, eru fullkomnustu og bestu verkin um sögu kínversks postu- líns, sem til eru. Yuan-tímabilið (1280—-1367) hófst með stjórn Kublai Khan, sem var prins frá Mongólíu. Tartarakynflokkar höfðu öldum saman verið að ráðast á Kínverja, og eins og fyrr er sagt, bygðu Kínverjar kínverska múrinn til varnar gegn þeim. Öldum saman kom hann að tilætluðum notum. Því meiri framfarir, semi urðu í Kína, því ákafari varð viðleitni Tartaranna að leggja landið undir sig. Seinni hluta Sung-tímabilsins báðu Kínverjar Mongólíumenn um hjálp til að reka þenna sameigin- lega óvin af höndum sjer. Þegar því var lokið, tóku Mongólíumenn stjórnina í sínar hendur. Fyrsta verk Kublai Klian var að flytja höfuðborgina til Peiping. Þessi prins virðist hafa verið mjög gáfaður og mentaður maður, og sagt er, að hann hafi sent sendi- herra til páfans og beðið hann að senda 100 trúboða, til Kína, til að breiða út kristna trú. Það var fyrst á hans stjórnar- árum, að kínverskt postulín varð vel þekt í Evrópu. Ef til vill er það og fyrir tilstilli krossfaranna, sem höfðu haft tækifæri til að komast yfir austurlenskar gersem- ir. En enginn efi er þó á því, að Kublai Khau gerði alt, sem í hans valdi stóð, til þess að koma á verslunarviðskiftum við Veítur- löud, og þar eð hann var skyldur stjórnendum í öðrum ríkjum í t Vestur-Asíu, liafði hann gott tæki- ‘ færi til ])ess. inn frægi Feneyjamaður Marco Polo dvaldist í Kína í 27 ár á stjórnarárum Kublai Khan, og samkvæmt frásögnum hans hefir hirð keisarans verið mjög íburðarmikil, skrautleg og listræn. Þegar Marco Polo kom frá Kína, liafði liann m. a. með- ferðis hvítan postulínsmun, sem enn er til, og margar eftirlíking- ar hafa verið gei-ðar af. T. d. er ein á British Museum í London. Þessi postulínstegund var í mikl- um metum í Frakklandi á 17. öld, og var þar nefnd „Blanc-de- Chine“, en annars er hún nefnd eftir staðnum Te-Hoa í Fukien- fylki, þar sem liún var búin til. Annars eru algengustu munirnir úr þessari postulínstegund alls- konar smá-líkneski, og er Kwan- Yin, gyðja miskunnseminnar, þektust þeirra. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að stæla þetta postulín, en þær hafa tekist misjafnlega. Hið langa og fræga Ming-tíma- bil (1368—1644) var stórt skref á framþróunarbraut kínverskra postu línsgerðar. Það hefir verið kallað tímabil hins „bláa og hvíta“ postu- líns, ekki eingöngu vegna þess, að á fyrri hluta tímabilsins er fyrst getið um „blátt og hvítt“ postulín, heldur jafnframt vegna þess, að mestur hluti allrar postulínsfram- leiðslu var „blár og hvítur“, enda þó aðrir litir væru einnig notaðir. Sá hlutur, sem að sögn er fræg- astur allra hluta úr þessari postu- línstegund, er egglöguð kruklía, stundum líka nefnd „engifer- krukka“. í maí 1905 var hún seld úr Huth-safninu fyrir um 135 þús. krónur. Nokkrum árum áður fann maður einn þessa krukku í skran- búð og keypti hana fyrir 13 l?rón- ur. Sá maður seldi Huth krukkuna fyrir 550 krónur. Að áliti sjer- fræðings var hún virt á 45 þús. krónur, áð'ur en hún var seld úr Huth-safninu. Að sögn er vart ó- mögulegt að lýsa fegurð þessarar krukku með orðum. Fagurblár grunnurinn eins og lapíslazuli, mjallahvít blómin með blæ- fögrum glerungnum eru ímynd vorboðans, blómsins liggjandi á frosnu yfirborði áa og lækja. Þetta er enn eift dæmi þess, hvern- ig Kínverjar leita fyrirmyndar í náttúrunni til skreytingar á postu- líninu. Næst er Manchu-tímabilið (1644 —1911). Aldrei hefir verið fram- leitt meira af postulíni en þá, og aldrei hefir það verið jafn marg- brotið að gerð og litum. Keisarinn Káng-Hsi (1662—1722) gerði alt, sem í hans valdi stóð, til að efla og styðja postulínsgerðina. Það var á síðustu stjórnarárum lians, að franski Jesúíta-munkurinn Pat- er D’Entrecolles tók að skrifa brjef, sem nú eru fræg orðin („Lettres Edifiantes et Curieu- ses“). Hið fyrst þeirra var skrifað 1712 frá Jao-chan til æðsta manns Jesúíta-reglunnar í París. Þessi brjef gáfuí þær fyrstu og bestu upplýsingar, sem fengist höfðu í Vestur-Evrópu um aðferðina við tilbúning á postulíni, og einnig var í þeim lýsing á þjóðarháttum Kínverja. ater D ’Entrecolles segir svo frá, að á fyrstu árum Ming- tímabilsins hafi hvað eftir annað mistekist að búa til hinar stóru drekaskálar handa keisaranum, og reiddist hann mjög af því. Postu- línsmótarinn Tung tók þá það til bragðs, að hlaupa inn í brenslu- ofninn. Þegar ofninn var opnaður aftur, kom í ljós, að skálarnar voru gallalausar í lögun og litur FRAMH. Á BLS. 358.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.