Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1937, Blaðsíða 4
356 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS A veitingakrám í Grimsby. Skutulmeyjarnar á hafnarbör- unum í Grimsby eru væg- ast sagt fjörlegar í viðmóti. Þær ráða sjer bókstaflega ekki fyrir fjöri og klípast á, æpa, syngja og góla og þeysast um innan við há- borðið, og dæla upp ölinu eins og óðar væru. Enginn skyldi þó halda, að all- ur þessi söngur og gáski bros- meyjanna sje tilgangslaus skrípa- læti og fíflæði, er sje sprottin af dómgreindarlausri lífsgleði og svellandi ástleitni. Skvldan býður þessum stúlkum að hampa sínum kvenlega vndisþokka framan í viðskiftavinina — þessa durgslegu bjórbelgi — og vekja til meðvit- undar eðli þeirra og langanir, ef einhverjar væru, ekki í eiginhags- mrrna skyni, heldur til gróða og gengis fyrir barana og eigendur þeirra. Þær eru lifandi auglýsingar og alt þeirra trvlta látbragð mið- ar að því einu takmarki, að koma gestunum í skilning um! það, sem hver sæmilega veraldarvanur mað- ur á að vita, að nær væri þeim að drekka ölið í litlu veitingasölun- um hjerna inn af — þó glasið sje þar einu pennýi dýrara. Þvi þar gefist þó kostur á skemtilegum fjelagsskap, og þar geta menn set- ið við aringlæðurnar og horft á eldinn brenna! Alt eru þetta vel meintar leiðbeiningar. í búningi slípaðrar kurteisi. En stúlkurnar við háborðið lofa ekki upp í ermina sína, eða gefa neinar tyllivonir. Það kennir margra grasa í litlu veitingasöl- unum inn af aðalbarnum — og þó ölið sje þar örlítið dýrara marg- borgar það sig, því í kaupbæti gef- ur að heyra og líta þá heimsfrægu manntegund, sem nefnd er Grims- by-skríll. Hjer eru konur í miklum meiri- hluta — konur með einbauga á böndum og önnur kennimerki þess að vera giftar og starfandi hús- mæður. Þær sitja, bver yfir sínu ölglasi og rabba saman í mesta bróðerni um daginn og veginn, um fiskmarkaðinn í dag, um það, hvaða skip muni koma inn á kvöldflóðinu og hver muni koma á morgun. Ein'upplýsingin leiðir af sjer aðra nýja, því, það sem þessi er í nokkrum vafa um veit hin upp á hár og hefir það eftir hin- um eða þessum, sem áreiðanlega vissi það sanna í málinu. Og það er vel skiljanlegt, að þes?ar kon- ur vilji vita hið eina sanna um skipakomurnar, því „ástríku‘‘ eig- inmennirnir þeirra vinna sem sje á skipunum, sem fljóta einhvers- staðar xiti á stóra, stóra hafinu. Og það væri ef til vill ekki beint vel til fallið að fá þá heim fvrir- varalaust. Þetta eru alt konur, sem hjer reyna þolgæði síns kvenlega seið- magns. Þess vegna taka þær hverjum komumanni eins og göml- um vini, keppast um að bjóða honum sæti og gefa sig á tal við hann. Og því eldri, feitari og svolalegri sem hann er, því betur og innilegar er honum fagnað. Þessar konur tala ekki í líking- um. Þær draga enga dul á það, hverjar þær eru. Þær segja óað- spurðar og ótilkvaddar skýrt og skorinort — eða skjóta því svona að sessunaut sínum, svo lítið ber á: Maðurinn minn er á sjónum — og jeg er ein heima! .... ...... Því fleiri karlmenn — það eru alt sjómenn í duggarabandspeys- um — sem koma inn, því meiri verður kátínan og vinarþelið 1 litlu veitingasölunum — og fvr en varir hefir einhver „hefðarkonan“, pantað öl handa öllum viðstöddum og biður fólk að drekka sem skjót- ast. Næsta hringboð er einhvers úr hópi karlmannanna — og hann getur tæplega staðið sig við að bjóða líka öl. Hann verðnr að veita höfðinglegar og panta það. sem hver vill — og nú ltafa kon- urnar ekkert á móti því að fá eitt glas af einhverju, sem yljar }>eim örlítið fyrir brjósti. Barinn veitir, barinn græðir, fólkið í litlu veitiugasölunum gleðst við vín og sígarettur og ^narkandi arinelda. En þegar algleymisástandið nálgast, dómgreindin er á þrotum og blíðlyndið tekur á sig form yfirskinslausrar villimensku, kem- ur ungur, snöggklæddur maður í dvrnar og kallar upp: The time, please — ladies and gentlemen! En það mundi þýða: Hypjið þið ykkur sem skjótast hjeðan — og verði ykkur að góðu! En komið þið aftur á morgun, ef þið eigið einhverja aura. Klukkan er tíu. Barnum er lok- að. Eftir stundarkorn er búið að reka alla á dyr, án þess til veru- legra ryskinga eða illinda kæmi. Þungum læsingarjárnum er snúið og slagbrandarnir skella fyrir dyrnar. Innan við háborðið telur barstjórinn tekjur kvöldsins, með ágirndarlegri áfergju, fram af pyngjum snöggklæddra skutul- sveina sinna. Bærilega borgaði það sig að láta kerlingarnar „gefa“ þenna eina „umgang“, hugsar hann og glottir. Margfaldur hagnaður — oli yes, thank you! En brosmeyjarnar, sem eiga sinn drjúga þátt í gróða kvölds- ins, hafa skyndilega skift um svip og látbragð og vinna nú staðfestu- lega. með einurð og alvöru, við að skola upp skítug ölglös og hvolfa þeim í hillurnar. Þaú þorna af sjálfu sjer yfir nóttina, eins og mennirnir, sem borguðu ölið! F^egar börunum er lokað eru tekrárnar eina opinbera at- hvarf hins gleðisjúka og vímu- reikandi fólks. I>ær eru opnar til miðnættis og þar er leikinn loka- þátturinn í tryllingsleik þverrandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.