Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1937, Blaðsíða 6
358 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ornefni í landi Hóla verða að varðveitast. Hit Gunnlaugs Björnssonar um llóla í Hjaltadal, gefifS út af Hóla- skóla, hefir verið nefnt í blöðun- um, 0{r skal hjer ekki efnt til rit- dóms um það, en aðeins drepa á sjerstakt atriði, sem ritið minnir á. Einn kafli ritsins er um „ör- nefni o" byggingar11 á Hólum. Eins o<r von er til er þar mjö*r fljótt yfir farið, en mjögr tel jejr mhsagt er svo er sa<rt í upphafi ]>e>ss kafla: „Ornefni eru fremur fá í Hólalandi“ o. s. frv. Þessi missögn mun sprottin af takmörk- uðum kunnugleikum höfundarins. Hið rjetta er, að örnefni í landi Hóla eru mjög mörg, hvað sem um það má segja hve merk þau eru allflest. Er eðlilegt að margt sje þarna um örnefni því víðáttu- juikið land er um að ræða. T. d. nær Hólaland þvert yfir fjallgarð- inn milli Skagafjarðar og Eyja- fjarðar, niður í botn Hörgárdals í Eyjafirði. Bók Gunnlaigs Björnssonar gefur tilefni til að minnast þess, hve æskilegt væri að bókfest væru öll örnefni í Hólalandi, og önnur örnefni utan nóverandi landar- eignar Hóla, er tengd eru við Hóla og „Hólamenn". Eins og kunnugt er hefir oltið á ýmsu um veg og gengi Hóla- staðar og Hólaskóla á undanförn- um árum. Hafa meðal annars orð- ið alltíð mannaskifti á Hólum. Er það eitt ærin ástæða til þess að örnefni glatist og gleymist. Jeg veit aðeins einn mann, sem fær er um að semja örnefnaskrá yfir Hólaland, en sá maður er líka svo vel fær um það sem mest má verða. Sá maður er Jósep Björns- son fyrverandi kennari og skóla- stjóri á Hólum, nú bóndi á Vatns- leysu í Viðvíkursveit. Jósep hefir dvalið um meira en hálfrar aldar skeið sem fullþroska maður á Hól- um og í nágrenni Hóla, og veit tvímælalaust best, allra manna nó- • lifandi, deili á örnefnum á Hólum og sögnum og atburðum sem við þau eru ltend. Nær það ekki ein- göngu til hinna eldri örnefna, en sömuleiðis til ýmsra nafna er mvndast hafa í tíð bændaskólans, í sambandi við framkvæmdir á Hólum og þá menn er þar liafa starfað. Þrátt fvrir háan aldur er Jósep enu ungur í anda og hinn kvik- asti. Með þessum línum vil jeg bera þá ó'k fram við Jósep, að hann taki sjer fvrir hendur að semja ýtarlega örnefnaskrá Hólastóls og Hólamanna, sem liann er einn manna fullfær um. Jeg vona að sn ósk mín verði svo vel studd, fyrst og fremst af Skagfirðingum og núverandi Hólamönnum, að hinn aldni skólastjóri „Jósep á Hólum“, fái ekki að sit.ja í friði að biii sínu á Vatnsleysu, nema að haun vinni þetta verk. En vinni hann það, veit jeg að hann mun hljóta þakkir fjölda núlifandi Hólamanna, og þó miklu fremur, þakkir allra þeirra er á ókomn- um árum nefnast Hólamenn og beina hlýjum hug „heim að Hól- um“. Af því það kemur við örnefn- um á Hólum, vil jeg minnast á tvö smáatriði í hinni umræddu bók, Ilólar í Iljaltadal. Á bls. 8 er stuttlega lýst túninu á Hólum og meðal annars komist svo að orði: „Lækur fellur um það þvert, ná- lægt miðju. Hann rennur um djúpa lág*) í austurhluta vallar- ins, en neðar fellur hann um jafn- lendara svæði. Lækur þessi hefir verið aðalvatnsból Hóla, þangað til vatn var leitt í hús, enda eru helstu byggingar staðarins ör- skamt sunnan við læk þennan, og svo hefir það verið frá upphafi“. *) Lág þessi er venjulega nefnd „gilið“. „Út í gil“ er sagt heima á Hólum. Gilið var áður mestalt, utantúns, en var tekið til ræktun- ar, garða og túns, er „Gróðrar- stöð“ var sett á Hólum í skóla- stjóratíð Sig. Sigurðssonar. í kaflanum um örnefni er minst á „Gvendarbrunu", sem var lind í túninu, örskamt norðan við læk þennan. Því miður verður að segja „var“, því fyrir fáum árum, er mikið var unnið að túnrækt á Hólum, var túnið sljettað um- hverfis lindina, og svo fast að gengið, og með svo litlum skiln- ingi á gildi fornra menja, að Gvendarbrunnur var fyltur af grjóti og lækurinn frá honum lagður í lokræsi, og alt gert að sljettum velli. En því minuist jeg á þetta, að það mun ekki með öllu rjett vera, að hinn umræddi lækur sje liið forna aðalvatn-ból Hóla. Gvend- arbrunnur var hið forna og helga vatnsból Hólastaðar. Svo hagaði til meðan „Gamli bærinn“ stóð, vestan við kirkjuna, að beint var að ganga og ekki langt, af enda bæjarstjettarinnar norður yfir lækinn og í Gvendarbrunn. Fyrir 25 árum síðan sá enn móta fyrir fornri stjettarhleðslu þessa leið, sjerstaklega þar sem stjettin hafði verið lögð yfir lækinn. Eðlilegar ástæður eru fyrir því, að Hólamenn hafa farið yfir læk- inn eftir vatni. I læknum var lje- legt neysluvatn því hann á upp- tilk sín að nokkru í mýrum og jafnvel mógröfum. Ennfremur lá aðalheimreiðin að bænum yfir lækinn noklcru ofar en gegnt bæn- um, og hefir það ekki bætt um. Lækurinn hefir því varla verið notaður nema sem þvotta- og brynningarvatnsból, en neyslu- vatn vafalaust sótt í Gvendar- brunn, því í honum var hið tær- asta og besta drykkjarvatn er á varð kosið. Til gamans má geta þess, að ekki er laust við að nokk- ur átrúnaður hafi haldist á Gvend- arbrunni og vatni úr honum, alt fram á vora daga. Man jeg að sótt hafi verið vatn þangað handa sjúkum mönnum, þegar mikils þótti við þurfa. Á uppdrætti þeim, sem er í bók- inni á bls. 74, eru því miður smá- villur, og að sumu leyti er hann hvergi nærri vel gerður, en á því á höfundur bókarinnar vafalaust enga sök. T. d. er örnefnið Trað- arkot ekki sett á rjettan stað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.