Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1937, Blaðsíða 3
Persasti-íðið skall yfir Grikkland þótti Pýþían t. d. fyrst framan af draga of mikið taum Persa, enda var ekki mikið ritlit fyrir að Grikkir myndu sigrast á voldug- asta stórveldinu, sem þekst liafði til l>ess tíma í allri veröld. Og þegar prestarnir voru í vafa, urðu svörin stundunl mjög tvíræð. Frægt er svarið, sein Krösusi Lýdíukonungi var gefið, er hann ætlaði í stríð gegn Persum: „Þeg- ar Krösus fer yfir Halýsfljót (landamæri Lýdíu) mun hann kollsteypa voldugu ríki“. — Krösus, sem hafði gefið stórgjaf- ir til hofsins í Delfí livað eftir annað, hjelt að svarið væri sjer í vil, en það var hann sjálfur og lians ríki, sem leið undir lok í því stríði. En oftar voru þó svör- in góð og greinileg. Fræ"t er líka svarið, sem einum vini Sókrates- ar var gefið, er liann spurðist fyrir í Delfí nm liver væri vitr- astur: „Vitur er Sofokles, vitrari Euripides, en vitrastur allra manna er Sókrates". Platon læt- ur Sókrates geta um þetta goð- svar í Varnarræðu sinni, og fær- •ir Sókrates rök fyrir því, hvers- vegna vjefrjettin hafi talið sig svo vitran. En þó það sje vafalaust- að prestarnir stundum hafi notað briigð í tafli er þeir skýrðu orð Pýþíunnar, þá tókst þeim samt yfirleitt að halda uppi heiðri og áliti vjefrjettarinnar langt fram á rómverska keisaratímann, og seint á 2. iild eftir Krist var Delfí enn mjög skrautiegur staður, og hafði þó stundum verið rændur í ófriði, og Neró keisari liafði á sínum tíma látið flvtja 50fl lík- neski þaðan, til að prýða Róma- horg. En úr því fer öllu að hnigna þar, og er. kristnin hafði unnið sigur var vjefrjettinni hætt og musterunnm lokað. Þá hættu líka íþrótta- og söngvahátíðir þær, sem höfðu staðið í sambandi við Apollonsdýrkunina, pýþisku leik- arnir, sem voru haldnir stundum fjórða, stundum 8. hvert ár; er enn til frægur kvæðabálkur eftir Pindar um sigurvegara í þeim leikum. Menn ætla að sjálf vjefrjettin í LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Delfí sje eldri en Appollónsdýrk- unin þar. Gufurnar úr jörðinni, sein gátu svæft og dáleitt þá, sem önduðu þeim að sjer, hafa verið fyrstu upptökin, og liafa menn þá dýrkað þar fyrst guðdóma jarðarinnar, ef til vill í slöngu líki. En síðan berst dýrkun App- ollóns þangað frá Krít, og goð- sögnin tnn hann, ,sem vinnur drekann eða slönguna Pýþón, bendir einmitt'á, að eldri dýrkun- in lýtur ]iar í lægra haldi. Apoll- ón var af Kríteyingum og öðrum evjarskeggjum stundum dýrkaður í höfrungsmynd (á grísku Delfís, eignarfall Delfinos), og nú fest- ist nafnið Delfí við staðinn. En var nú öll þessi vjefrjett bvgð altaf á tómum svikum? Jeg er sannfærður um, fyrir mitt leyti, að svo hefir ekki verið. Langlík- legast finst mjer, að hofgyðjurn- ar stundum hafi verið gæddar þeirri undarlegu gáfu, sem sum- um mönnum er áreiðanlega gefin, að geta sjeð inn í framtíðina, „vera forspáir", eins og forfeður okkar kölluðu það, einkum ef þeir komast í sjerstakt: ástand, sem eins og vekur gáfuna úr svefni. Hjer liafa jarðgufurnar orðið til að vekja gáfuna. Nú á dögurn er ýmislegt til þess notað, — sumir spá í spil, aðrir í kaffikorg, enn aðrir horfa í krystalla, mynda línur eða depla í sand, og ýmis- legt annað er notað til þess að dáleiða sjálfan sig, og líklegast eru aðeins fáir menn af hverjum þúsnnd, sem fást við slíkt, sem í raun og veru hafa þessa gáfu og tekst: að vekja hana og nota. Líklegast á sitt meðal við hvern. Og alveg eins og sumir miðlar nú á dögum liafa gripið til óleyfi- legra bragða, er þeir hafa fundið til þess, að miðilsgáfan hefir brugðist í það og það skifti, svo þeir ekki gátu sýnt þau dular- fullu fyrirbrigði, sem áhorfendur bjuggust við, eins hafa Pýþíurn- ar, og máske öllu fremur prest- arnir, stundum notað hrein svik til að fylla í skörðin, — bætt það með brögðum, sem brast hjá nátt úrunni. 379 Hún verður drotning Egypta . Þessi myncT er af Faridu Zulfikar (Farida þýðir : sem á engan sinn líka), lieitmey Farouks konungs í Egyptalandi. Brúðkaup þeirra stendur í Kairo þessa dagana. Frá Verona kemur sú frjett, að verið sje að byggja dýrðlega höll í „drauma-dalnum“ — Val del Sogno við Gardavatnið. Eig- andi hallarinnar er Greta Garbo. Sagt er að hún ætli að setjast að í höll þessari þegar hún hættir að leika. Höllin kostar 3 miljónir líra. * Danskt blað birtir eftirfarandi frjett: Fossar eru ekki algeng verslun- arvara í Danmörku. Öðru máli er að gegna í nábúaríkjunum, t. d. Svíþjóð, Noregi og á Islandi. Ný- lega var foss einn í Noregi seld- ur fyrir 2 miljónir króna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.