Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1937, Blaðsíða 4
380 fl’ LESBÖK MORGUNBLAÐSINS w íslendingar IHull u«r Griuisby eru búsettir uokkrir íslendingar, bœði starfamli fólk, á besta skeiði, og ellibrumir einstæðingar, sem ekki niejia hugsa til J)ess að bera bein- in í breskri mold. Flestu þessu fólki liefir skolað lijer á laml í hafróti fiskveið- anna fyr og síðar. Sumir eru sjó- menn. og sumir voru sjómenn -—- og fvrir dugnað og atorku hafa margir hafið sig í veglegan sess meðal liinna bestu í hópi fiski- skipstjóra og útgerðarmanna. * A1 ikið af verslun okkar við Englendiuga er um Hull. Mið- stöð þessa . viðskiftalífs er í gömlu. einstæðu, uppháu húsi við Oueensgarden, í hjarta borgar- innar. Þetta ólögulega. rauðbrúna tígulsteinahús lætur ekki mikið yfir sjer, eu innan við yfirlætis- leysi J>ess er ráðið mörgum mál- um varðandi þjóð vora, af velvild og forsjálni — auk þess, sem lijer er á margvíslegan hátt greidd gata flestra íslenskra far- manna og farþega, sem koma til IIull. Þetta hús er nefnt Ocean House — en í því eru skrifstofur verslunar- og skipamiðlunarfje- lagsins Mc Gregor Gow & Holl- and, sem er titibú frá Royal Mail Lines í London. Þetta fjelag hefir með höndum afgreiðslu Eimskipanna íslenskn. sjer um alla sölu og afgreiðslu Kveldúlfstogaranna og flestra annara íslenskra togara, sem leggja upp afla sinn í Hull. Um salarkynni, ritvjelar og síma- l)ræði þessa luiss leiðast því öll viðskifti okkar við þessa þriðju stærstu verslunarborg Stóra- Bretlands — og maðurinn, sem er snarasti þátturinn í þessu rit- vjelaskarki og símskeytaþvargi okkar fáinennu þjóðar. í iðuköst- um viðskiftanna við heimsríkið, er feitur og gæflvndislegur fs- lendingur, Guðmundur Jörgensen að nafni. Inn af aðalskrifstofu- salnum á neðstu hæð luissins lief- ir Iiann aðsetur sitt í litlu, af- þiljuðu lierbergi. Þangað koma allir landar, sem eru í vanda staddir. Á flæsta húsi er blátt skilti með skjaldarmerki Islands og á- letruninni: Konungsríkið ísland. Þangað kemur enginn. * Guðmundur Jörgensson er bor- inn og barnfæddur Reykvíking- ur. Foreldrar hans kváðu búa hjer á Spítalastígnum. Fyrir rúm- um tuttrgu árum rogaðist liann upp og niður stigá með kolaföt- ur og öskustampa og glókynti ofnana í skrifstofuni Eimskipa- fjelagsins, þegar það hafði aðset- ur sitt í Hafnarstræti. Nú hefir hann verið umboðsmaður Eim- skipafjelagsins í Hull í sextán ár, og um haun nægir að segja þetta : Ilann virðist gera alt fyrir alla og öllum til hæfis, liafa tíma til alls og vera æfinlega í sólskins- skapi. Og þegar eitt skipið lætur úr höfn er von á öðru, og nýjum erfiðleikum . . . En jafnframt því, að Guðmund- ur er íslands hægri hönd á þess- um stað, er hann bóndi góður og skipar virðulegan sess meðal enskra óðalsbænda. Skamt utan við borgina á hann, í fjelagi við tvo aðra menn, veglegt og fornt hefðarsetur með höll og skógi og plægðum ökrum. Hjer rekur hann kúabú og glettist í frístundum sínum við íslenska hesta, sem æða ólmir um grænar grundir undir haustbleikum krónum hárra trjáa — eins og þeim finnist þeir hafi alla Skagafjarðarafrjettina til að skokka á! Þessa hesta fóstrar (íuðmundur fyrir Samband ís- lenskra samvinnufjelaga. Þeir eru að bíða eftir plássi í rökkursöl- rm kolanámanna í Yorkshire. Um kolanámurnar er vegurinn inn á hlemmigötur og haglendi hinnar miklu eilífðar! Yorkshire-kolin eru hitamestu kolin........ * Guðmundur Jörgensson selur ísfisk. Gamall, snaggaralegur karl, hreifur og hávær og kumpánalegur er tíður gestur í ís- lensku togurunum og farþega- skipunum, sem koma til HuII. Hann er íslenskur og ber öll ein- kenni þess, að hann muni aldrei verða annað en ofurlítill íslend- ingur í framandi landi. Þessi mað- ur heitir Sigurður Ilansson og er velkunuur flestum íslenskum sjó- mönnum, sem komið hafa til Hull einhverntíma á síðasta manns- aldri. Eftir því, sem jeg best veit, var Sigurður Hansson verslunar- inaður hjer í Reykjavík fyrir rúm um þrjátíu árum — en hafði þá verið árum saman á skútum og hákarlaskipum og ratað í marg- ar mannraunir á sjónum. En þó hann A-æri þá kominn nokkuð á fimtugsaklur hafði hann enn ekki losað sig úr viðjum útþrár og framsækni hins djarfa æsku- manns, og ákvað hann því að fara langt út í lönd og leita sjer fjár og frama sem ungur væri. Gerð- ist hann síðan háseti á enskum fiskiskipum, kvæntist íslenskri konu og stofnaði heimili í Hull. En þetta átti að vera bráðabirgða viðdvalarstaður, því förinni var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.