Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1938, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1938, Síða 1
51. tölublað. Gamlársdag 1938. Xni. árgangur ÍMfoldnrpreDttmlðjft h.f. S. Dahlmann: I Louvre Jeg er staddur í Louvre til að kveðja þessa fornu höll gleði og sorgar, höllina, sem eun geymir sögu gleði og sorgar í málverk- um sínum. Og jeg ætla umfram alt að kveðja málverkin. Jeg ætla að kveðja Mona Lisa með dularbrosið. Jeg ætla að kveðja heilagan Sebastian, sem Perogino, Mantegna, Reni og margir fleiri hafa málað hver eft- ir sínu skapferli og hver á sinn sjerkennilega hátt. Reni hefir verið miskunsamastui' við dýrling- inn. Hann hefir aðeins eina ör í síðu hans, en Mantegna hefir stráð 8—10 örvum í líkama hans. Sagan segir, að Sebastian hafi verið hermaður í lífverði Dioklet- ians keisara. iTók hann kristna trú leynilega, en þegar það komst upp, áfti að þröngva honum frá trúnni, en haun vildi ekki af henni ganga. Var hann þá bundinn við súlu og skotið örvum að honum. Kristin kona, írena að nafni. fann hann sundurflakandi af sár- um og græddi hann. Seinna náð- ist hann þó og var laminn til bana 20. janúar árið 288. Er sá dagur síðan helgaður honum. — Vertu sæll, helgur Sebastian. ★ Þarna er þá málverkið hans Jordaens, „Le Roi boit“ — kon- ungurinn drekkur. Enn hvað þú ert líkur því sem jeg hugsaði mjer konunga, þegar jeg las æfin- týrin í bernsku. Með kórónuna á höfðinu, jafnvel þó þú sjert að skemta þjer og allir viðstaddir kátir og ánægðir. Það er hress- andi að sjá þig sitja að sumbli. Jeg þyrfti að kveðja margar yndislegar myndir úr lífi frels- arans. En jeg hefi einungis tíma til að kveðja eftirlætismyndina mína. Hún er af frelsaranum á leiðinni til Golgata. Hann hefir hnigið niður örmagna af þreytu, með krossinn á herðunum og heil- ög Veronika krýpur fyrir framan hann með útbreidan dúk til að þerra svita hans. Þarna er myndin hans Dela- croix af bátnum frá skipbroti Don Juans. Jeg horfi nú í síðasta sinni á þessi æðisgengnu andlit mann- anna í bátnum. Það er engin furða þótt æði og örvænting lýsi sjer í hverju andliti þeirra, sem ein- hverja rænu hafa ennþá, því nú er verið að varpa hlutkesti um það, hver þeirra á að forða öllum hinum frá hungurdauðanum í þetta sinn. Jeg geng í burtu með hálfgerðum viðbjóði, en hugga mig við það, að þetta sje nú ein- ungis atburður, sem fæðst hafi í heila Byrons og Delacroix smurt þarna á ljereftið. Skipbrotsmennirnir af „Medusa“á flekanum. Myndin er eftir mál- verki T. Géricault á Louvre-safninu í París.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.