Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1938, Qupperneq 4
428
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
- Heimagæsin
Sá hluti Fljótsdalshjeraðs, sem
liggur að sjó, heitir einu
nafni Eyjar og bæirnir sem þar
standa eru kallaðir Eyjabæir.
Evjarnar taka yfir þvert Hjer-
aðið á milli fjalla þeirra sem tak-
marka Hjeraðsflóann. Landið er
marflatt og ákaflega grösugt og
rnikil fjölbreytni í gróðrinum.
Skógur er þarna enginn, en mikið
af víði bæði grávíði og fjalldrapa.
Jeg hugsa að óvíða hjer á landi
sje fjölskrúðugra fuglalíf en á
þessu svæði. Strax og snjóa leysir
á vorum fyllist alt af fugli, svo
loftið dunar af fuglasöng allan
sólarhringinn.
Tjarnir, kílar, dældir og drög
mora af öndum, gæsum og öðrum
sundfuglum, en mófuglinn heldur
sig á hávöðunum. Allur þessi skari
byggir svo hreiður sín í móum og
víðirunnum, eða á sljettunni, hver
við sitt hæfi.
Að undantekinni kríunni eru
grágæsirnar sem mést ber á. Þeg-
ar þær unga út þá halda þær sig
á stórvötnunum ineð unga sína,
einkum Lagarfljótinu. Með haust-
inu færa þær sig nær sjónum við
ósa vatnanna Jökulsár og Lagar-
fljóts og sje tíðin góð þá eru þær
þarna fram á vetur.
Hóll heitir einn af þessum Evja-
bæjum og stendur í Hjaltastaða-
þinghá austan Lagarfljóts. Haust
eitt fundu þeir synir hjónanna á
Hóli, Geirmundar Eiríkssonar og
Guðnýjar Arinbjarnardóttur, gæs-
arunga úti undir sjó, frosinn nið-
ur og nær dauða en lífi af hungri
og kulda. Þeir vildu ekki stytta
honum aldur, en sáu honum enga
lífsvon með því að láta hann laus-
an þarna, svo þeir ákváðu að fara
með hann heim. Heima var alt
gert til að halda í honum lífinu og
von bráðar hrestist hann það, að
hann fór að vappa um og tína í
sig -eitthvað af því sem honum
var gefið.
Þarna var náttúrlega ekkert til
nema almennur mannamatur og
svo korn, en gæsin gerði þessu
lítil skil og það virtist heldur
draga af henni.
Guðný húsfrevja sagði mjer
svo frá. Einn dag var jeg frammi
í eldhvisi og hafði kalt vatn í bala
þar á gólfinu. Gæsin var að vappa
þarna í kringum mig og jeg var að
gefa henni korn, brauðmola og
fleira, en hún snerti ekki við því.
En alt í einu fer hún að balanum
og þá virtist nú heldur glaðna
yfir henni. Hún rak fyrst hausinn
á kaf og teygði úr sjer allri, svo
vippaði hún sjer upp á barminn
og setti sig ofan í balann og þarna
buslaði hún og hamaðist svo gus-
urnar gengu yfir alt eldhúsið.
Jeg skifti mjer ekkert af þessu
og ljet hana alveg eiga sig. Eftir
dálitla stund fer hún upp vir bal-
anum og fer nú að hrista sig og
snurfusa sig til og því næst fer
hún að stika um og nvv er eins og
hún hafi fengið alveg nýjar hreyf-
ingar. Alt í einu fer hún svo að
athuga mat sinn og tekur í nefið
bæði korn, brauð og fleira og ber
það yfir í balann og hendir því
ofan í vatnið.
Þegar hún hafði borið dálítið
af þessu í balann þá rekur hún
hausinn til botns og veltir matn-
um til og gleypir þetta svo á
svipstvvndu. Svo byrjar hún aðra
umferð uns alt er búið. Á meðan
á þessu stóð þá var hún altaf að
gefa mjer auga, alveg eins og hún
vildi láta mig vita hvernig ætti
að matreiða handa sjer.
Eftir þetta þurfti enginn að
kvarta um átleysi v henni og henni
var altaf gefinn maturinn ofan í
dall fullan af vatni og svo gekk
hún í kúahlöðunni, sem var inn-
angengt í úr bænum. Og það sagði
Geirmundur bóndi mjer að hann
hefði mikið heldur vil.jað fóðra
kálf í hlöðunni en gæsina. Hún
hefði grafið heilar geilar og því
mundi enginn trúa, sem ekki hefði
sjeð, hvað hvm hefði getað jetið.
En henni var alt fvrirgefið
vegna þess að fólkið hafði svo
gaman af henni og þetta þótti
heimilisprýði. Hún dafnaði vel um
haustið meðan hún gat farið út
og ekki leitaði hún á brott.
Um veturinn var hún höfð í
fjósinu með hænsnunum og undi
illa lífinu, senv von var, að sitja
þarna í loftleysi og dimmu og
hafa ekkert vatn. Hennar mestu
sælustundir voru ef hún komst í
fjóstunnuna og gat eitthvað skol-
að af sjer skítinn. Á hænsnin leit
hún með mestu fyrirlitningu og
ætlaði að ganga næst lífi þeirra
ef þau nálguðust hana.
Um vorið þegar ísa leysti og hún
komst út var hvvn ægilega ljót út-
lits, ótútleg og skitin.
Bærinn stendvir alveg á Fljóts-
bakkanum, svo ]>að var ekki langt
í baðið og það leið heldur ekki
langur tími þar til vitlit hennar
breyttist og hvin stikaði stolt og
tíguleg um tvin og bæ.
Hún gerðist ni mjög heinvarík.
stóð yfir höfuðsvörðum hunda og
katta og jafnvel bektist til við
kindur sem voru nærgöngular
bænum. Alt þet.a flýði í dauð-
ans ofboði ef hún lagði að því.
Eins flaug hún á gesti sem komu,
en við heimafólk var hún góð. Jeg
man að mjer stóð stuggur af
henni, enda var hún ekki árenni-
leg þegar hún rjeðist að manni
með kjapti og klóm og barði mann
með vængjvvnum.
Sýslumaðurinn kom einu sinni
að Hóli, hvort hann var í þing-
reið eða öðru ferðalagi man jeg
ekki, en hann Jór sem aðrir að
dást að gæsinni og ganga í kring
um hana. Heuni leist ekkert á
þessa áleitni og gerði sjer lítið
fyrir og flaug á hann og sló af
honum einkennis'í lúfuna.
Jeg man ekki neð vissu hvort
það var á öðru eða þriðja ári, að
hún fór að gefa sig að gæsum,
sem lUltaf voru í hópum á Fljót-
inu. Fyrsta sumarið hafði hún
aldrei gefið sig að þeim, heldur
synt ein sjer tíma á daginn, en
síðan haldið sig í bænum eða á
túninu. Þó hvvn væ ú með gæsun-
um, þá kom hún altaf heim ann-
að slagið. Eitt sinn hvarf hún þó
alveg og allir töldu hana tapaða.
Þá frjettist til gævar norður v
Jökulsárhlíð, sem kæmi þar heim
á bæi og gerði sig breiða. Nokkru