Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1938, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
431
Skák nr. 47.
I Vjelbátasmíði með \
I ríkisstvrk |
íiilllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllll. 'llllllllllllllllllllllllllilllllllllllillllllliii
Á því fjárhagsári dönsku fjárlaganna, sem nú stendur yfir, er
veittur allríflegur ríkisstyrkur til bygginga á 14 nýjum vjelbát-
um, sem eiga að koma í stað báta, sem farnir eru að ganga úr
sjer. Hjer er mynd af einum þessara nýju báta, sem bygður er á
skipasmíðastöð N. P. Jensen. Stærð bátanna er um 40 smálestir og
lertgd þeirra er 16 metrar. Vjelin er 100 ha. „Alpha“vjel. f bát-
unum eru öll nýtísku þægindi og öryggistæki, svo sem rafmagn,
talstöð, radiomiðunartæki o. s. frv.
Amsterdam 6. nóv. 1938.
Franski leikurinn.
• Hvítt: R. Fine.
Svart: M. M. Botvinnik.
1. e4, e6; (Venjulega leikur
Botvinnik c5 á móti e4 og virð-
ist að vera allra manna best að
sjer í þeirri byrjun. T. d. tefldi
hann þannig á móti Aljechin í
Nottingham 1936) 2. d4, d5; 3.
Rc3, Bb4; 4. e5, c5; 5. dxc, (Bo-
goljubows-leikurinn 5. Bd2, hefir
til þessa verið talinn besti le:k-
ur hvíts) 5.....Ke7; (Ef 5 . . .
d4; þá t. d. 6. a3. Ba5; 7. b4. pxR;
8. Dg4)-6. Rf3, Rc6; 7. Bd3, d4,
8. a3, Ba5; 9. b4, Rxb4; 10. pxR,
Bxp; 11. Bb5+, Rc6‘?; (Miklu
betra var Bd7) 12. BxR-H, pxB:
13. Ha4!, BxR+; 14. Bd2, (Mun-
urinn á 11......Rc6 og 11........
Bd7, kemur nú berlega í ljós.
Drotningarbiskup svarts er illa
settur) 14...... f 6; 15. 0—0,
0—0; 16. BxB, pxB; 17. Del,
(Svart getur ekki valdað peðið á
c3, auk þess verður mjög erfitt að
verja peðin á a7, c6 og e) 17....
a5; 18. Dxc3, Ba6; 19. Ilfal, Bb5;
20. Hd4!, De7; 21 Ild6!, (Svart
hefir margs að gæta. Það er aug-
ljóst að svart heldur ekki öllu
sínu lengi hjeðan af) 21.....a4;
22. I)e3, (Til þess að losa ridd-
arann) 22....... Ha7; 23. Rd2!.
(Rd4 var líka góður leikur) 23.
.... a3; 24. c4, Ba4 ■ 25. exf,
Dxf6; 26. Hxa3, (Hvítt á nú peði
meira og miklu betri stöðu. Skák-
in er Ijett unnin) 26......Hfe8;
27. h3, (Hið eina sem hvítt hefir
að óttast er kongsstaðan) 27.....
Haa8; 28. Rf3, Db2; 29. Re5,
Dbl+; 30. Kh2, Df5; 31. Dg3!,
— Svart gaf.
Smælki.
Elstu hjón í heimi eiga heima
í Tyrklandi. Þau hjeldu nýlega
hátíðlegt 110. brúðkaupsdag sinn.
Bóndinn er 135 ára og konan 140.
Bæði reykja þau pípu og hafa
gert lengi.
★
ítalska ríkið hefir keypt hina
frægu lystisnekkju Marconis,
,,Elektra“. Snekkjuna á að gera
að Marconi-safni.
★
Anna: — Hefir maðurinn þinn
sagt þjer frá því, að hann bað
mín áður en hann giftist þjer?
— Góða vinkona, jeg get ó-
mögulega verið að setja á mig öll
þau heimskupör, sem hann gerði
áður en við giftum okkur.
Húsfreyja í bænum Exeter í
Englandi Ijet setja vjel í barna-
vagninn sinn. Lögreglan leit svo
á, að barnavagninn væri vjelknú-
ið farartæki og því yrði að greiða
af honum skatt og setja á hann
númer. Þetta vildi móðirin ekki
gangast inn á og nú ekur hún
vagni sínum eins og aðrar mæður.
★
Ný tískuvara er að ryðja sjer
til rúms í London, en það eru
einskonar legghlífar til varnar
gegn regni. Legghlífarnar eru
gegnsæjar og buxnaskálmar eða
sokkar haldast alveg þurrir.
★
Handrit eftir Mussolini var
riýlega selt á uppboði í London
fyrir 2000 sterlingspund. Á sama
uppboði var selt handrit eftir
landkönnuðinn Livingstone. Það
fór á 720 sterlingspund.