Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1938, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1938, Qupperneq 6
430 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Guðmundnr Friðtónsson; Vetrarferðalag Pó að jeg hafi oft verið einn á ferð í hríð o<r náttmyrkri, •ret je<r ekki .sa<rt, að jeg liafi nokkru sinni borið kvíðbofra fyrir því, að jeg mundi ligrgrja úti. En eitt sinn var jeg á ferð heim til mín á aðfan<rada<rskvöld jóla í frlaða tun<rlsljósi, og í hvert sinn, er je<r hugsa um þá heimferð. rennur mjer kalt vatn milli skinns og hörunds, þó að nú sje liðin hartnær hálf öld síðan þetta gerð- ist. Jeg var þann vetur heimilis- kennari á Húsavík hjá Sveini Vík, ing, föður Benedikts forseta og þeirra bræðra. Jeg lagði af stað heimleiðis á aðfangadag jóla. Þá var brautin ógerð, sem nú liggur frá Húsavík til Laxamýrar og af því, að ófærð var í móunum, gekk jeg inn sjávarbakka og inn að Laxárfossum, sern eru neðan við Laxamýri, spölkorn frá ósi árinn- ar. Þegar jeg um dagsetur kom að fossunum, sá jeg. að áin hafði hlaupið sunnan við Laxamýri og út í fossa, svo að þar varð eigi komist vfir. En jeg hugði, að áin væri óhlaupin neðan við fossana, þar, sem leið mín átti að Jiggja. Sneri jeg nú þangað, en komst að raun um, að áin var einnig hlaupin úr fossunum og út í sjó. Jeg stóð þarna. staflaus, og var á tveim áttum um, hvað gera skyldi. Auðvitað gat jeg snirið við til Laxamýrar, en þá varð jeg að gista þar um nóttina og með því móti brjóta þá áætlun mína, að vera heima nóttina helgu. Þarna hagar svo til, að flóð og fjara leika sjer að ísnum á ánni, láta hann ýmist hækka eða lækka og brjóta hann og bráka við lönd- in. Frá fossunum kemur stundum áll í miðja ána. Nú var nokkurt frost og hlaupið farið að frjósa. eg vissi eigi, hvernig ísiiln A<ar undir niðri, en taldi mjer þó trú um, að hann mundi vera slark- fær. Jeg staulaðist út á og braut með öðrum fæti á víxl niður iir efri ísnum, sem var að styrk- leika það, sem kallað er á sveita- máli, hundheldur. Breiddin á ánni þarna mun vera um 100 faðmar. Nú er þess að geta, að svo sem 10 árum áður en þetta gerðist. druknaði maður þarna í ánni að sumarlagi. Reið fram í hana ölv- aður og týndist þar, ásamt hesti sínum. Nú óð tunglið í skýjum og druknaði maðurinn kom í hug mjer og jók á þann kvíðboga, sem jeg bar í brjósti við ísinn. Jeg staulaðist þó áfram og reyndi fyr- ir mjer með fætinum neðri ísinn, eftir því sem jeg gat — þreifaði fyrir mjer, hvort jeg fvndi nokkra sprungu eða vakarbarm og skim- aði í kring um mig, hvort jeg sæi druknaða manninum bregða fjmir. En þó að jeg bæri reyndar í brjósti hálmvisk þar, sem hjarta skyldi, sá jeg engar ofsjónir og komst heilu og höldnu yfir ána. Þessi elgur var kálfadjúpur og nú var komið frost — 6° á R. Það vissi jeg, þegar heim kom. Nú greip mig sá uggur, að mig mundi kala á fæturna. Jeg átti eftir heim klukkutíma gang, hraðan, og tók nú það til bragðs, að hlaupa við fót til þess að stytta tímann. Færið var sæmilegt, en þó ekki gól'fganga, og sunnankaldi. Snæljós fuku fyrir vindinum og renningsskrið var á fönninni. Jeg var í tvennuni ullarsokkum og stvrmdi mjög að þeim ytri, en jeg gat haldið fótunum heitum með því að bera þá ótt og títt. Bær var á leið minni, Sílalækur, og fór jeg fram hjá honum, því að jeg treysti því, ag jeg gæti varið mig kali, eins og líka reynd- ist. En þegar jec kom heim, var því líkast, sem jeg væri stígvjel- aður. Margir bera það fyrir sig, þeg- ar rætt er um, að einn eða annar liafi sjeð svipi á reimleikastöðv- um, að ofsjónir þær, stafi af hræðslu. Jeg var vissulega nógu óttasleginn, meðan jeg öslaði yfir ána, til þess, að sjá hinn drukn- aða mann. En jeg sá hann ekki að heldur. Mjer finst, að jeg væri andlega auðugri, ef honum l>efði brugðið fyrir mig þetta aðfanga- dagskvöld, en það átti nú ekki fyrir mjer að liggja. Jeg segi frá þessu atviki til dæmis um það, hve uugir menn geta farið óviturlega að ráði sínu, að leggja staflausir í aðra eins torfæru og þessa, í raun og veru að nauðsynjalausu. Þegar jeg rifja upp þessa at- burði, virðist mjer, sem Laxárfoss- inn kveði við raust til annarar handar, straumurinn niðar undir fótum mjer, sjórinn nöldrar í flæðarmálinu á hinn bóginn og tunglið veður í skýjum. Á slíkum stundum verður sjálfstraustið i raun og veru gjaldþrota og mað- urinn sjálfur, andspænis náttúru- öflunum, vanmátta vesalingur. G. Fr. —----♦-♦ ♦------ BRÓÐIR HANS DÓ . FYRIR 125 ÁRUM Herra Smith heitir aldraður maður í Ilamborg. Hann var á dögunum yfirlieyrður at lögreglunni fyrir einitverja smá yfirsjón. Dómarinn spurði Sinith gamla, hvort hann mtti marga ættingja á lífi. En ákærði svaraði, að allir ættingjar smir væru dauð- ir. — Eigið þjer hvorki systur eða bræður? spurði dómerinn. — Nei, jeg átti aðeius einn bróður, svaraði Smiih eti hann dó fyrir 125 árum. Dómarinn hjelt fyrst að maður- inn væri að gera gys að rjettin- um, sem von var, en skýringin er þessi. Faðir Smith gamla kvæntist er hann var 18 ára 16 ára stúlku. Þau eignuðust son árið eftir að þau giftust. Þessi sonur þeirra dó D/2 ári eftir að hanu fa?ddist. Þetta skeði árið 1813.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.