Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1938, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1938, Blaðsíða 5
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS 429 síðar var Guðný liúsfreyja að þvo þvott niður við Lagarfljót og þá eru nokkrar gæsir að svnda þar skamt frá, svo hún segir: „Ósköp er þetta líkt gæsinni minni“, þá tekur ein sig út úr hópnum og syndir til hennar. Þarna var hún þá komin aftur og ljet mjög vinalega að hús- freyju og stikaði við hlið hennar heim. Nú var hún viðflækt heima í nolíkra daga, en þá hvarf hún of sást ekki eftir það. Hvort hún hefir verið skotin eða tekið sjer stöðu í sínu samfjelagi gátu menn aldrei komist að. Halldór Pjetursson. Ameríska skáldkonan Pearl S. Buck, sem hlaut bókmentaverð- laun Nobels fyrir árið sem er að líða. PRINSESSA í ULLARSOKKUM. Kvikfjárrækt í Astralíu hef- ir gengið illa undanfarin ár, og sjerstaklega er bændur illa settir vegna þess, hve ull þeirra hefir fallið í verði. Þegar hertog- inn af Kent kemur til Ástralíu á næsta ári til að taka við landstjóra stöðunni þar, verður farið fram á það við hertogafrúna, að hún klæðist ullarsokkum. Bn talið er að það myndi hafa þær afleið- ingar, að ullarsokkar kæmust í tísku og ull hækka í verði með aukinni eftirspurn. ...................... ■ 11111 ■ 1111111111111 ■ 1111111111111111 ii 1111111111111111 ii ...................................... : | Jón Magnússon : | I Vestur um haf = = Vjer tengjum yfir hafið bræðraböndin og búum, sama þjóð, í álfum tveim. í austri og vestri æfintýralöndin að einum brunni draga þrána heim. Oss flestum þykir mildust móðurhöndin. Hver minning lokkar yfir höf og geim. Þeir ungu, burt sem arnarvænginn þreyta, á öðru dægri heim í fjarskann leita. = = Oss hafa þannig örlög örmum vafið, að aðeins fáir hlutu glaðan byr. En margan ljóma lagði yfir hafið [ og lýsti þeim, er varð að sitja kyr. Hið litla fræ í jörðu gleymt og grafið það grær og blómgast, síðar eða fyr. Nú hillir undir bylgjur blárra skóga. I báðum löndum sömu vonir gróa. — Vjer burtu farna vini hugðum hverfa og horfðum yfir skerðan lífs vors sjóð, að stríðið mundi af þeim svipinn sverfa, þeir sogast burt með allra landa þjóð. = Nei, barnið skyldi feðraauðinn erfa. = Og ísland vörð um hverja fylking stóð. Því gnæfir hæst í hugum vorra lýða sú helga von, að nú sje góðs að bíða. | — Nú stefnir floti vor til Vínlands hafnar, og vestrið dregur frá hin rauðu tjöld. Hver farmur auði í beggja sjóði safnar og saman tengir vora bræðrafjöld. í tignu starfi dáð og frelsi dafnar. Það dagar skjótt af nýrri frægðaröld. l Lát blysin hækka Islands ungi lýður. = Vor ættarjörð með þúsund hlutverk bíður. I •uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi«iiiii .............................................................................iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.iiiiiiiiiiii ..................................................................................................

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.