Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1938, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1938, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Í27 dauða. Sverð og hnífar voru dregrnir fram og margir menn fjellu særðir eða dauðir út af flekanum. Þar tóku svo hákarl- arnir við þeim. Einum liðsforingja var hrint út af flekanum og blóð- rákin í sjónum sýndi stefnu þá, er hákarlinn hafði tekið með hann. I vitfirringu byrjaði einn sjómannanna að skera á bönd þau, er hjeldu flekanum saman. Ilann var strax skotinn og honum varpað útbyrðis. Skipbrotsmenn skiftust nú í tvo flokka sitt á hvorum enda flekans. f öðrum flokknuin voru liðsforingjar og ýmsir farþegar, en í hinum voru skipshöfn og óbrevttir hermenn. Það er eftir var þessa dags stóðu svo flokkar þessir þannig og sendu hvor öðrum hatursfull augnaráð. En er nátta tók byrjaði orustan um víntunnurnar aftur. Á fjórða degi lágu á flekanum 12 illa út- Jeikin lík, sem ekkert var hirt um, þar til Ægir sótti þau upp á flekann. Skipsmenn voru nú orðnir sem næst klæðlausir vegna sífeldra áfloga og baráttu við sjóa. Sól, vindur og saltur mar hafði leikið húð þeirra injög grátt. Þjáði þetta þá mjög og reyndu þeir á ýmsan hátt að draga úr þessum þján- ingum sínum. ★ Á fimta degi voru skipbrots- menn orðnir 30, en 10 þeirra voru aðframkomnir og dóu næstu nótt. Nú voru einungis 20 eftir. Voru það alt sjómenn og hermenn, að undanteknum nýlenduprestinum og konu hans, sem lágu á miðjum flekanum og máttu sjer enga björg veita. Báðu þau hina, sem eftir lifðu, að stytta þjáninga- stundir sínar, en þeir daufheyrð- ust við því. Þessir 18 menn voru orðnir djöflar í mannsmynd og hugsuðu ekki um annað en sínar eigin kvalir og af ásettu ráði ljetu þeir prestshjónin liggja. Næsta morgun voru einungis nokkrar berar hnútur eftir af prestshjón- unum. Með þessari máltíð björg- uðu þessir 18 menn lífi sínu. Hinn 17. júlí, rjettum mánuði eftir burt för sína að heiman, bjargaði þrælaskip þeim og flutti þá til Senegalstrandarinnar, Höfðu þeir Viðgerð fór nýlega fram á Parlamentsbyggingunui í London. Á myndinni sjest Parlamentsbyggingin og hinir frægu Windsor-gæð- ingar, sem draga konungsvagninn við hátíðleg tækifæri. ]iá verið 12 daga á flekanum. Lífi sínu björguðu þeir, en sæmd sinni ekki. Þeir voru dæmdir til æfi- langrar þrælkunar fyrir uppreisn gegn yfirboðurum sínum og fyrir morð og mannát. í síðasta siun horfi jeg á ógæfu mennina á Medusaflekanum. 0- gæfu þeirra hefir verið reistur mikilfenglegur minnisvarði með málverki þessu. Um hina, sem yf- irgáfu þá svo svívirðilega, er sagnafátt og fer líklega best á því að svo sje. S. Dahlmann. þinn ? — Já, jeg sá að nábúi minn var búinn að kaupa sjer skamm- byssu. — Hefir þú selt saxofóninn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.