Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1938, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1938, Qupperneq 2
426 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS En þessi huggun er skammgóð- ur vermir. Ekki langt frá er mynd eftir Gericault, sem að vísu ekki ber þess eius greinilega merki hvað er að gerast, en sýnir einnig hörmungar sjóhraknings- manna. Mismunurinn er einnig sá, að bak við þessa mynd liggja sannsögulegir viðburðir. Mvndin heitir „Le radeau de la Méduse" — Medusaflekinn. Það er sorg- legt að sjá kvalir og örvæntingu þessara skipbrotsmanna. Jeg get sem sagt ekki huggað mig við að þetta sje eintómur skáldskapur, og jeg fer að rifja upp fyrir nijer sögu þessara ógæéumanna. Hinn 17. júní árið 1816 sendi franska stjórnin seglskipið ,,Me- dusa“ til vesturstrandar Afríku. A skipi þessu var 160 manna skipshöfn, og auk þeirra menn af ýmsum stjettum, svo sem her- menn, kaupmenn, bændur, prest- ur, læknir og laudstjóri nýlendu- manna, því ætlunin var að stofna nýlendu á Fílabeinsströndinni. Alls munu hafa verið um 400 menn á skipinu. Skipstjóri var ungur maður og var þetta fyrsta ferð hans sem skipstjóri. Af á- settu ráði hefir nafu hans verið látið falla í gleymsku og dá. Skip- stjóri hafði fengið ströng fyrir- mæli um það, að halda skipi sínu 60 sjómílur frá ströndinni. 29. júní þektu skipsmenn strendur Afríku, og í stað þess að gæta nú fyrirskipana þeirra, sem skip- stjóri hafði fengið um að forðast ströndina, þá sigldi hann skipinu upp undir hana. Þetta hafði þær afleiðingar, að skipið strandaði á Arguintanga, sem er ekki mjög langt fró Senegalströndinni. Veð- ur var hið besta og engin ástæða til að óttast. En þó fór svo. að farþegarnir, sein margir hverjir höfðu ekki fyr verið í sigiingum, urðu hræddir og smituðr, hina gömlu og revndu sjómenn ineð hræðslu sinni. Hróp og hótanir dundu á yfirmönnum skipsins og skipstjóra og aðstoðarmörnum hans fjellust gersamlega hendur og vissu ekki hvað til bragðs skyldi taka. Þegar þrautreym hafði nærið að koma skipinu á flot, ráðlagði landstjóri að byggja fleka, sem tæki 200 manns. Á fieka þessum skyldi koma fyrir matarbirgðum og drykkjarföng- um skipbrotsmanna. Bátverjar áttu svo að draga fiekann. ★ Var nú byrjað á byggingu flek- ans og samtímis voru gerðar ítrekaðar tilraunir að ná skipin : á flot. Um tíma leit út fyrir að þetta myndi takast. Skipið suer- ist upp í vindinn og ef varpað liefði verið út nokkrum fallbyss um og bátarnir látnir draga skip- ið, hefði mátt bjarga þvi. Ei hvorugt þetta var reynt. Nú byrj aði að hvessa og skipinu sló aftur flötu fyrir stormi og sjóum. Tók það þá að liðast sundur. Jafn- framt fór einnig skelfing fólksins vaxandi. Skipið tók að hallast og tók í sig sjó. Fólkið skreið um skáalt þilfar skipsins, eitthvað varð að gera sjer til afþreyingar. Engum datt til hugar að taka hendi til dælanna. 5. júlí var flekinn tilbúinn og hann ásamt bátunum var settur á fiot. Skip- stjórinn, sem samkvæmt öllum reglum og sjómannsheiðri sínum átti að vfirgefa skip sitt síðast- ur, varð ,nú fyrstur til að yfir- gefa það og koma sjer í stærsta bátinn. Um endilangt skipið heyrðust nú köllin „Sauve qui peut“ — bjargi sjer hver sem má Menn reyndu líka að framkvæma það dyggilega. Bát nr. , 2 tók landstjórinn fvrir sig, hyski sitt og farangur, ásamt 12 róðrar- körlum, alls var á þeim bát 18 menn, en í hann hefðu getað kom- • ist miklu fleiri. Bátsnæði var nóg, en hjartagæði ekki. Fyrsti stýrimaður fjekk þriðja bátinn, hann tók með sjer fleiri en áhættu laust var. Nú voru eftir þrír bát- ar, sem ýmsir vfirmenn tóku á- samt farþegum. Þegar bátarnir voru lagðir frá skipinu, voru eft- ir 158 menn, sem börðust nú um að ná í pláss á flekanum. I þeim stympmgum fjellu 8 ú byrðis og druknuðu, því ekki var gerð minsta tilraun til að bjarga þeim. ★ Flekinn var nú bundinn aftan í bátana og þeir byrjuðu að draga hann. En svo var hann hlaðinn. að fólkið stóð í sjó að ökla. Mat- ar- ,og drykkjárskifti Vnilli bát- anna og flekans voru mjög ó- lieppileg. Bátarnir höfðu nóg af brauði, en ekkert af vatni eða víni. Flekinn hafði 6 víntunnur og 2 vatnstunnur, eu einungis 50 pund af brauði. Um kl. 2 byrjaði að hvessa og 1. stýrimaður óttað- ist um bát sinn vegna ofhleðsl- unnar. Fór liann því til fjelaga sinna og bað þá taka nokkra af sínum mönnum yfir í þeirra báta, en þeir neituðu. Þá fór hann yfir að báti skipstjóra og bað liann hins sama, en svör hans voru þau, að fyrirskipa að höggva skyldi á dráttartaug flekans og róa lífróður frá öllu saman. Fóru þá allir hinir bátarnir að dæmi skipstjórabátsins, nema bátur 1. stýrimanns, sem beið nokkurn tíma í þeirri von, að fjelagar sín- ir myndu sjá sig um hönd og koma aftur, en er sú von brást, fór hann einnig að dæmi þeirra. Allir bátarnir náðu það sama kvöld heilu og höldnu til lands. ★ Nú byrjar eiginlega raunasaga Medusaflekans. Þegar bátarnir voru úr augsýn, byrjuðu þjáuing- ar þessara 150 vesalinga, sem voru þarna yfirgefnir. Brauð þeirra hafði sjórinn eyðilagt og vatnstunnurnar voru orðnar tóm- ar. Sumir lifðu í þeirri von, að bátarnir myndu, þá er þeir hefðu náð ströninni, koma aftur og taka sig eða draga flekann til lands. Næstu nótt hvesti aftur og hol- skeflUr skullu yfir flekann. Morg- uninn eftir voru farþegar flekans orðnir 90. Veður varð þá aftur gott þann dag allan, en alstaðar kringum flekann mátti sjá bak- ugga hákarlanna, sem hænst höfðu að honum vegna ætisins. Um daginn sátu skipbrotsmenn í einum hnapp á miðjum flekanum og liorfðu æðislega út í bláinn. Ekkert var talað og engir kvein- stafir heyrðust. Sultur og þorsti tóku nú að gera vart við sig og varð kveljandi er á daginn leið. Sjómenn og hermenn hlupu þá til víntunnanna til að slökkva hung- ur og þorsta, en slöktu þá um leið síðasta neista vitsins. Liðs- foringjar og yfirmenn reyndu að hindra þessa víndrykkju, en úr því varð barátta upp á líf og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.