Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1939, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1939, Blaðsíða 1
J9ttorgttnHajfoiin0 36. tölublað. Sunnudaginn 10. september 1939. XIV. árgangur. ________________•______________________ ÍMfoldwprtDUmKjA h.f. Úr óprentuðum ljóðmælum Páls J. Árdals: '7 Um Ófærugilið er illfær leið og óhreint þar margt á seiði. í fyrndinni manngarmur fór sjer þar, var fullur af heift og reiði. I gilinu aftur hann gekk. — Og enn þar glettist í myrkri við ferðamenn draugur. Jeg átti að fara’ um það illa gil á aldimmri vetrarnóttu. En hrollkaldur geigkvíði mjög að mjer og myrkfælni þegar sóttu. Jeg heyrði í gilinu hlegið var. Jeg hrökk við og spurði: „Hver er þar?“ „Draugur“. Jeg fáknum á gilbarminn fremsta sný, hann frýsaði’ og hálsinn reisti. Þá sagði jeg hræddur við sjálfan mig og svipuna’ í hendi kreisti: „Hvað verður úr mjer, ef jeg geng í gil?“ Þá grenjað var niðri í myrkrahyl: „t)raugur“, jeg harkaði af mjer og hrópa grimti „Jeg hræðist éi vofu slíka. Og bölvaður farðu nú beina leið í bálið til þinna líka“: Þá niðri í gilinu argað er: „Jeg er, og skal framvegis vera hjer draugur“. Þá gaus þar upp eldur í gljúfur-þröng, alt gráleitri þoku fyltist. Og hesturinn frýsandi hörfa tók, af hræðslu og skelfing tryltist. Og hrópað er ennþá og hlegið kalt: „Ef hendir þjer niður, þá verða skalt draugur!“ • Jeg þorði’ ekki að hætta’ á þess fjanda fund, því fjörinu bjarga vildi- Jeg fús var að halda heim á leið og hesturinn óttatryldi. En hvert sinn er skeifa við hnullung skall í hlustum mjer skelfingar öskrið gall: „Draugur“. Um síðir við komumst þá heilir heim, Jeg henti mjer þar af baki, og hurðinni stofum jeg fleygði frá með fálmandi hræðslutakí. Er skjálfandi henni jeg skelti í lás, hún skrækti, um leið ög jeg tók á rásf „Draugur!“ (Í926).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.