Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1939, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1939, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 283 inn af Bjarnavfirði syðra, og mergð af sóldögg sprettur með heitnin lækjum að Klúkum og Svanshóli, — eu sóldögg er að vísu ekkert framandi fyrir Sunn- lending. Bláklukku fann jeg í Helguflóa við Ófeigsfjörð. Ann- ars er lággróðurinn, mosar, elft- ingar og burknar mest auðkeun- andi fyrir Strandir. I túninu í Goðdal er svo mikið af hverum og volgrmn, að slátt- ur byrjar þar jafnan nærri því hálfum mánuði fyr en annars staðar í hreppnum. Að Svanshóli sendi Hallgerður laugbrók Þjóst- ólf eftir víg Þorvalds bónda síns. Svanur, móðurbróðir hennar, þótti vera mjög fjölkunnugur. Þó mun hann ekki hafa kunnað að hita bæ sinni með laugavatninu eins og ekkjan, sem býr nú að Svanshóli. i Ur Bjarnarfirði valdi jeg leið- ina norður Bala. Fyrir mann, sem ætlar norður Strandir, er þó miklu styttra að fara þá Trjekyllisheiði, en það er ekkert erfitt að neita sjer um að fara heiðiua eftir að hafa lesið kvæði Jakobs skálds Thorarensens um hana. Falleg er ieiðin með Kald- baknum, þótt hún liggi mest í skriðiun. Trjefótsþaugur er ör- nefni alllangt uppi í Kaldbaksdal, og er haugurinn líkastur jökul- urð frá ísöld. Þaðan er mikið út- sýni um fríða vikina. Á túninu í Kolbeinsvík sá jeg fyrst að ráði sneggjuna á Ströndum, geldinga- iinappar uxu þar alveg heim und- ir hlaðvarpa. Engin furða er, þótt Onundur trjefótur saknaði akr- anna í Noregi einmitt á þessum slóðum. Milli bæjanna Byrgis- víkur og Veiðileysu er einhver mesta ófæra Strandanna að^vetri til, ef flóð er og vont er í sjó. Ófæran er forvaðar; fjallið ofan þeirra er kringum 500 metrar að hæð og með afar bröttum og hættulegum skriðum, svo að for- vaðarnir eru eina færa leiðin þarna. Menn, sem þekkja vel á ólög, geta þó hlaupið forvaðana í tveim áföngum, þótt illa standi á sjó um vetur, — liangið í kletta- skoru, meðan viss tala af ólögum ríður á undan fáeiniuu dauðum öldum. Slíkt kvað vera allmikil íþrótt og reyna mjög á eftirtekt og hugrekki. Kringum aldamótin týndist seinast maður þarna, sem var ekki nógu vel að sjer í þess- ari vestfirsku íþrótt, og þau mannslíf eru ótalin, sem ófæran hefir kostað, því að auk hættunn- ar af sjónum er þar líka að vetri til liætta af snjóflóðum og grjót- hrapi. Skamt þaðan úti í firðin- um fórst m. a. Svanur hinn fjöl- kuunugi. Með nútímatækni mætti sjálfsagt sprengja klappirnar of- an forvaðanna og gera þar síðan hættulitla götu. Að bænum Kjörvogi stendur mvndarhús, sem er nýlega reist, eingöngu að kalla úr rekaviði, gluggakisturnar, hvað þá annað. Þar á staðnum siendur líka forn verbúð með síeinveggjum og torfþaki. Loft er í verbúðiuni, þrjú stafgólf að stærð; þar standa sex rúm, og voru þau ætluð tólf mönnum, en beitt var undir palli. Verbúðin er staðarprýði. Nú er hún geymslu- og sögunarhús. Rjett hjá henni eru rústir af fornu snjóhúsi með dyrunix móti norðri. Að Finnbogastöðum við Trje- kyllisvík, sem er nokkru norðar eii Kjörvogur, bjó Finnbogi rammi að sögn. Kveikilegt þótti mjer vera þar með víkinni, — mikið af rekatimbri og dottandi selum og æðarfugli. Það var eins og selirnir nentn ekki að gera æðarfuglinum mein þenna heita sunnudag, sem ieið mín lá með víkinni. Má vera, að selurinn hafi verið að hlusta á sönginn frá Ár- neskirkju við Trjekyllisvík, þar sem inessað var um þetta leyti. Presturinn þar þjónar aðeins kirkjunni á staðnum. Hann hefði þess vegna góðan tíma til að stunda listir eða vísindi. Þar er mikil dúntekja í Árnesev. Nátt- úrufegurð er þar, litauðug fjöll, sums staðar græn upp á tinda. C* rá Norðurfirði leigði jeg hest einn dag, og jeg hafði sam- fylgdarmann, mesta karlmenni, sem kyrkti bjarndýr frostavetur- inn 1918 að sögn. Engir vegir eru úr því að kemur norður fyrir Ing- ólfsfjörð, heldu.r einungis ljeleg- ir traðkar eða grafgötur, og sums staðar er færðin eins oý verst ger- ist í afrjettum. Yfir nokkra hálsa, um 400 metra háa, verða menn að teyma hestana, og bæjarleiðir lengjast mjög. Að bænum Ófeigs- firði áðum við. Þar er „Ófeigur“, síðasta opna hákarlaskipið, að tal- ið er, sett upp. „Óíeigur“ er 64 ára gamall tíæringur, gerður úr rekaviði, furu eiugöngu, byrðing- urinn líka. Lengd skipsins er um 11.95 metrar, en breidd um 3.05 inetrar, og hæð siglutrjes er um 7.70 metrar. Á skipinu var notað eitt segl í iniðju, þversegl. Draum- ur bóndans, sem skipið átti og nú er andaður, var, að skipið kæmist lijer í safn, en hann gaf ríkinu þó ekki skipið vegna þess, að hann helt, að það yrði því vandræða- gjöf sökum húsnæðisleysis yfir forngripi. Gamli bóndinn helt skipinu mjög vet við, Jjet tjarga það árlega, þótt hætt væri að nota það, og nú þyrfti draumur hans að fara að rætas1;. Milli Ófeigsfjarðar og Dranga víkur eru tvær ár, Hvalá og Eyvindarfjarðará. Hvalá er vatnsmesta á á Ströndum, og er hún brúuð. Eyvindarfjarðará er stórgrýtt og straumhörð, og nú var hún í vexti. Enda þótt fjelagi minn dræpi bjarndýrið skamt það an, þá rataði haun ekki með liesta yfir ána, — hafði aðeins farið hana ísi lagða. Neðsta vaðið af þremur er niðri undir sjó, og nú var flætt upp í ána. Fjelagi ininn treysti sjer betur til þess að ríða ána þarna en á næsta vaði, þar sem sagt var, að þræða yrði milli foss og hyls. Hann reið nú á und- an út í ána, og gaf honum mjög á. Jeg reið húuvetnskum hesti, nýkeyptum í sýsluna; hann var altaf af detta á glerhálu stórgrýt- iuu í ánni. Þegar upp úr kom, var jeg blautur upp í mitti, og klár- inn minn hafði ínist undan sjer skeifu. Fjelagi minn var líka skinnsokkafullur. Á næsta áfanga að Dröngum, sem var herfilega grýttur, var gott næði að heyra liann segja af bjarndýrsdrápinu. Það var löng saga, liveruig hann vann á soltnu og grimmu bjarn- dýrinu, og merkitegri varð sagau

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.