Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1939, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1939, Side 6
366 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Prentmyndagerð á Islandi 20 ára Tildrög og undirbúningur. Sjón er sögu ríkari«. Hvanndal í prentmyndagerðinni þar sem hún er nú, á Laugaveg 1 B. Vjel- arnar, sem sjást á myndinni eru rennivjel, til að hefla fals á myndamótin, en til liægri er sögunarvjel til að saga timbur og sink. Þessa dagana eru liðin 20 ár síðan prentmyndagerð hófst hjer á landi. Upphafsmaðnr henn- ar er Olafur Hvanndal sem kunn- ugt er. Hann hefir líka gert öll þau íslensku myndamót, sem birst hafa í Lesbókinni fram til þessa. Er því ekki nema rjett að Lesbók- in flytji leseudun sínum frásögn nokkra um upphaf þessarar iðnar hjer á landi. sem um leið er þátt- ur í æfisögu Olafs Ilvanndals. Hann segir svo frá: — Það er mjer fyrir barnsminni hve rnikla undrun mína þær mynd ir vöktu, er jeg af og til sá í blöð- um og bókum þegar jeg var barn. Jeg velti því fyrir mjer, án þess að fá nokkra skýringu á því, hvern if» hægt væri að láta sömu mynd- ina koma í óteljandi eintökum. Þá átti jeg heima uppi í sveit. Þar var enga skýringu að fá á þessu fyrirbrigði tækninnar. Er jeg stálpaðist fór jeg eins og Hvanndal á skrifstofu sinni, meðan prentmyndagerðin var í Gutenberg. A veggnum á bak við hann úrval af mynd- um er bann þá hafði gert myndamót af. margir aðrir að stunda sjómensku. Og bollaleggingarnar um myndirn ar hurfu úr huga mínum. Jeg stundaði sjó á vertíðinni hjeðan úr Reykjavík. A þeim ár- um vaknaði löngun hjá mjer til að teikna skip og menn og skera út nafspjöld og myndir. Þá runnu aftur upp fvrir mjer hugleiðingar mínar úr bernsku um prentmyndirnar. Þá fjekk jeg að vita, að slík myndagerð væri út- lend, enginn kynni þá list hjer, eða hefði lil þess tæki. Þá vakn- aði hjá mjer löngun til J>ess að læra að gera slíkar myndir. En engin tök voru á því, og hvergi neina uppörfun að fá. Og því sneri jeg mjer að trjesmíði. Haustið 1907 sigldi jeg til Hafn- ar og gekk á teikniskóla um vet- urinn. Þá notaði jeg líka tækifær- ið til þess að kynna mjer prent- myndagerð. Þá um veturinn lærði jeg glerskiltagerð, og kom svo heim um vorið, til þess að leggja stund á hana með trjesmíðinni. Næsta vetur var jeg aftur í Höfn og lærði þá teikningu, er gæti komið að notum við prent- myndagerð. Því nú höfðu kviknað hjá mjer vonir um, að bernsku- draumurinn um prentm.yndagerð- ina kynni að rætast. En í fyrstu voru liorfurnar slæmar á því, að jeg gæti fengið tækifæri til að nema þessa iðn í Danmörku. Þar er verkaskifting innan prentmyndagerðarinnar mik il, og vinnur enginn- einn maður að öllum þeim starfsgreinum, er þar koma við sögu. Sögðu fag- mennirnir mjer, að ef jeg ætti að verða fullnuma í öllum greinum prentmyndagerðar, myndi það taka 10 til 15 ár. En sumarið 1909 tókst mjer að komast að til náms í prentmynda gerð Hjalmar Carlsen. Vann jeg þar í tæpt ár. I janúar 1910 fór jeg til Berlínar og var þar við prentmyndagerð og á teikniskóla til vors. Þaðan til Leipzig. Þar komst jeg að við prentmyndagerð eftir mikla erfiðismuni og vann þar til vorsins 1911. En þá út-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.