Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1940, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1940, Blaðsíða 1
JFHorðttttMttðstirs 8. tölublað. Sunnudaginn 25. febrúar 1940. XV. árgangur. UaicldmrpreutsmlOj* tt.f. Guðmundur Friðjónsson: Þegar jeg varð sjötugur Með himneskri tilskipun, hógværri þó má haustin að jafningjum vortíðar gera. Á hinn bóginn, því miður, angan og ilm til útgarða snúðugir laufvindar bera. Á brjóstgæði þá verður náttúra nísk við norðurljóss eyju, sem kend er við frera. í dag les jeg aldin, sem greru í gæi, því guðsblessun veðurátt sparar nú öngum. Og viðauki sumars er vonunum kær, sem vegabót gerir að Svalbarði ogDröngum. Sú árbótin milda og andríkur blær við útskaga gæla í himneskum söngum. í súginn, á stundum, vor sumartíð fer. Við siðleysu þeirri mun torvelt að gera, þó sjáaldur aðstoða sjónauka gler, mun sála vor skima í bláinn og hlera. Og nýungagirni á fjörurnar fer, við firði, sem eyjar á höndunum bera. Ef sjónhverfing breyttist í sígilda reynd. er svipula forðum tíð Æsirnir gjörðu, þá yrði víst naumlega guðsblessun greind frá góðvirkri mannást á syndugri jörðu. Og myndi þá varla sú togstreita treind, sem taflbrögðum líkist, í árferði hörðu. Um svani og heiðlóu sumraði blítt; og sáðlöndum Freyr hefir spaklega ráðið. Innbyrðis gerist þá öldungi hlýtt, er aldingarðsvísindi framkvæmir sáðið, og vermaður getur úr vör sinni ýtt og veiðibát róið og stýrt fram í gráðið. Hve gott var að litast um gullteiga sveit, er geislarnir bökuðu múga og skára og berjahlíð kanna, sem börn gerði teit og breytti í perlumið grynningum tára. Þau ljeku við fingur í landvætta reit, þá lyftist og brúnin á öldungnum hára. Á sólina trúi’ eg og suðræna átt, ef samtaka verða að frýja mjer hugar: að horfast í augu við harðdræga nátt, sem hvarvetna í skammdegi gróðurlíf bugar. Þó bláloftið verði nú bráðlega grátt, á brekkuna legg jeg — hins áttunda tuga í forsælu náttmála’ á flugstigum þeim mun fóta- og höfuðstyrk ef til vill bresta. Mig sundlar ef horfi í sólhvarfa geim, og sjóndöpru augunum renni til gesta, er sendu mjer góðyrði, sóttu mig heim og sæmdu mig dýrindi fegursta og besta. Guðmundur Friðjónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.