Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1940, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1940, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS es BERTEL GRIPENBERG: Nú logar Nú brenna Finnlands borgir, þorp, um bygðir loginn æðir. Jafnt manna, kvenna og barna blóð í blindri styrjöld flæðir. Gegn austanmúgsins illri hjörð þar alein smáþjóð heldur vörð. í kverkar logans arðsvon öll af alda striti hnígur, er hrælit blika af báli og reyk um bleikan himin stígur. — En hvað veist þú um hyr og morð, sem hæli átt við nægta borð? Finnland Vort stríð er dauða döpur raun, ei draumur, ljóð nje saga. Vjer vöðum eld og ís og blóð án æðru, nótt og daga. Vjer ögrum helju, ísi, glóð, og engan skortir táp nje móð. Nú brenna Finnlands borgir, þorp, og bygðir loginn vefur. Hver veit, hvar enn mun eldur laus, er aftur dagað hefur? Hvert berast bálsins neistr.r frá blóðgum stála gný? Hvar gýs á morgun? Hygg að því! Þýðandi kvæðisins, Guðjón Guðjónsson í Hafnarfirði, sendi kvæði þetta ásamt eftirfarandi orð- sendingu: Hjálagt kvæði, sem jeg hefi snarað á íslensku, leyfi jeg mjer að senda yður til birtingar í Lesbók Morgunblaðsins. Nú hlusta allir eftir frjettum um hetjudáðir Finna, og því býst jeg við, að ýmsir lesendur vilji gjarnan sjá hið síðasta, sem komið mun hafa frá penna öndvegisskáldsins sansk- finska, Bertel Gripenbergs. bannað, en það jók á spenning- inn. í fjörunni undir Reynisfjalli voru stórir steinar. Var það einn- ig leikur okkar að hlaupa upp á þá og standa þar þegar bylgjurn- ar skullu á þeim. Kom þá yfir að við yrðum holdvotir og var það kallað „að fá kæfu“. Einu sinni kom það fyrir, að einn okkar tók af klettinum, en hann barst með vatninu upp eftir fjörunni og krapaði sig í land. En þar mun- aði mjóu. Við hugsuðum ekki út í hættuna, sem þessu var samfara. ★ Selir sáust stundum fyrir utan brimgarðinn, en náðust sjaldan. En gaman var að ganga um fjör- urnar ef eitthvað rak, þó ekki væri annað en smásíli; alt var þetta undrunarefni í augum okk- ar strákanna. Heimurinn var ekki búinn að leika okkur þannig, að okkur þætti ekki varið í neitt, heldur þvert á móti, því okkur þótti mikið varið í alt, hve ó- merkilegt sem það nú kann að hafa verið. Björgin og hamrarnir hafa mik- ið aðdráttarafl og snemma fóru strákarnir að klifra og var víst gott, að mæðurnar sáu ekki til. Ýmist var það hvannarót eða fýls- ungi, sem þurfti nauðsynlega að ná í, og svo þurftum við líka að koma „kindum“ okkar á beit. Eins og flest börn til sveita á íslandi ljekum við okkur með kjálka, leggi, völur og önnur bein úr kindafótum, sem voru okkur tákn húsdýranna, kýr, hestar og kind- ur og jeg er ekki viss um, að sum- um hafi þótt vænna um lifandi gripi síðarmeir, en okkur þótti um þessa ímynduðu sauði. Eins og stundum vill verða hjá krökkum, var dálítill rígur milli strákanna í þorpinu og strákanna á Víkurbæjunum tveimur, og ekki frítt við að við gerðumst djarf- tækir hver í annars hjörð, ef tæki færi bauðst. Því var um að gera að setja „kindurnar“ á beit á sem óaðgengilegasta staði í fjallinu, svo lítil hætta væri á að þangað væri leitað. Jeg vildi ekki eiga að fara þangað nú, á allar þær sill- ur, sem við lögðum út á til að fela lömbin okkar og koma þeim á gras. Jeg var víst aldrei hugaður í klettunum, en þið hefðuð átt að sjá til þeirra „innfæddu“, sem klifruðu sem steingeitur. Sjerstak- lega var jafnaldri minn, Einar Erlendsson, brattgengur og altaf slapp hann til baka af sillunum, þó oft væri fætinum tylt tæpt. Þetta var indæll tími, meðan lund in var þannig, að við hikuðum ekki við að hætta lífinu fyrir eina sauðarvölu, ef okkur þótti vænt um hana. Nú myndum við víst naumast gera það, þó meira væri t veði og full ástæða til. ★ Þó flest væri skemtilegt, sem á dagana dreif þarna í Víkinni, þá náði skemtunin fyrst hámarki sínu þegar fýlatekjan var byrjuð. Vet- urinn, vorið og fram á sumar fær fýllinn að vera óáreittur í hömr- um og björgum • fallegur er hann og skemtilegur á að horfa, þar sem hjónin sitja og rabba saman á sillunum, hlúandi að egginu sínu eða unga. En til allrar ó- lukku fyrir fýlinn er hann líka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.