Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1940, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1940, Blaðsíða 8
64 góður á bragðið og matarmikill og því mjög eftirsóttur af Mýrdæl- ingum í pottinn. Einkum er fýl- unginu feitur og bústinn og mæna því til hans mörg augu, þegar hann fer að verða tækur — og það er víst oftast um miðjan ágúst. Og þá var mikið um að vera hjá okkur strákunum. Við horfðum undrandi til „fjalla- mannanna", sem sigu í björguu- um, í stórsigin í Heljarkinn og Reynisfjalli, eða fylgdum hverri hreyfingu þeirra, þar sem þeir gengu lausir á sillunum þar sem það var hægt. Fýlinn slógu þeir með þar til gerðum „kepp“ og fleygðu honum niður í brekkurn- ar undir berginu, þar biðum við strákarnir og hjálpuðum til með að fleygja honum enn lengra nið- ur eftir. Þetta voru viðburðaríkir dagar. Þegar fýlunginn er vel feitur rennur upp úr honum fljótandi fita eða lýsi og er af þessu hiu megnasta fýla. Er þetta vörn fýls- ins gegn óvinum, því ilt er að verða fyrir spýjunni, og er nafn- ið fýll eða fúlmár auðvitað af þessu dregið. Og um verkunina á þeim, sem þessa atvinnu stunda og þá sem þar koma nærri, þarf ekki að spyrja. — Við strákarnir eyddum margri stund við að elta og handsama „flugfýl“. Það er ungur fýll floginn úr hreiðri, sem ekki hefir náð til sjávarins eins og hann ætlaði sjer, en orðið að setjast á sandinn, og þar með voru örlög hans ákveðin. Þá fórum við að honum tveir, annar framan að og reyndi að koma honum til að spúa, en hinn læddist aftan að og greip hann — og síðan ekki sög- una meir. En einkum var heillandi að horfa á sigamennina, þegar þeir sveifluðust til og frá í bjarginu, oft langar leiðir. Það var — og er — hin mesta íþrótt og alla stráka langaði til að verða stórir og fá að síga „í alvöru“, eins og börnin segja. ★ Fyrir neðan Reynisfjall, nálægt sjónum, stendur klettur, 2—3 faðmar á hæð og slútif fram yfir. Þar var festur gildur spotti og þar fengu strákarnir að farg í sitt LE8BÓK MORGUNBLAÐ8INS fyrsta sig. En þeir, sem ætla að „sækja björg í björg“, verða líka að æfa sig frá blautu barnsbeini. Uti við Reynisdranga hjelt svartfuglinn sig, en þangað var víst sjaldan farið, að því er mig minnir. I urðinni undir Reynis- f jallinu var lundabygðin og þang- að var oft farið til veiða. Einu sinni fjekk jeg að fara þangað með Erlendi Björnssyni trjesmið, föður Einars fjelaga míns. Urðin er stórgrýtt, svo að þar er eitt stórt bjarg ofan á öðru og svo skriður á milli, sem lundinn gat grafið í, eða orpið egginu sínu hvíta í holur á milli kletta. Þar var Bolabás, sem er neyðarlend- ing í Vík og þar hjelt Urðarboli til fyrrum, en hann var hálfur maður en að hálfu leyti naut. Og j'fir urðina slútir himiuhátt berg- ið. Ovíða hefi jeg fundið smæð mína gagnvart náttúrunni eins Vel og á þessum stórhrikalega stað. En öllu var óhætt með Erlendi. Þó fanst mjer stundum eins og bergið skylfi, þegar haföldurnar fjellu að urðinni. Uti á sjó stóðu reykjarstrókarnir upp úr togur- uiium, sem þá voru aldrei nefndir annað en „trollarar*,, og voru víst margir þeirra óþægilega nær- göngulir stundum, enda landhelg- in illa varin. Ekki flaug lundinn vel þenna dag, en þó fjekk Erlendur nokkra þeirra í háfinn sinn og varð mjer starsýnt á „prófastinn“ þá, eins og bæði fyr og síðar, því lund- inn er einkennilegur í útliti og háttum sínum, og eiginlega bæði fallegur og skemtilegur fugl. Fuglafræðingar nútímans halda því fram, að æfiskeið lundanna geti orðið 5—6 áratugir. Ekki er að furða, þó manni finnisí hann seigur undir tönnina, ef maður lendir á einum sextugum. Jeg var glaður yfir að fá að bera nokkra fugla heim með Er- lendi, en það hefndi sín, eða ferð- in í urðina, því á lundannm lifa smá bitvargar, sem skríða á aðrar lifandi verur og sjúga blóð; svo að ekki langaði mig þangað aftur fyrst um sinn. En undarlegt er það, að veiðimennirnir sjálfir, sem stunda þetta starf dögum satnan, verða oft ekki fyrir þesiu, en fari einhver með þeim, gerist lunda lúsin oft áleitin við hann, og það þó hann standi aðeins við stutta stund í lundabygðinni. Það man jeg, að jeg þóttist maður að meiri yfir að hafa farið út í Urð, og aðeins kom jeg þar örfáum sinnum meðan jeg átti heima í Vík. Svo komum við Erlendur þá aftur heim til konu hans, en það var hún Ragnhildur Gísladóttir frá Götum. Jeg átti eiginlega heimili á tveimur stöðum í Vík, var jafn velkominn hjá föður- systrum mínum báðum. En best undi jeg mjer hjá Ragnhildi, þó að þar væru húsakynni minst og lægst undir loftið, því hún var einstök kona að brjóstgæðum — ein af þeirn, sem altaf er gott að hugsa til, þegar á æfina líður. — Ef að þetta væri undan- tekning myndi jeg ekki segja neitt, en nú kemur þú heim á sama tíma nætur og í nákvæmlega sama ásigkomulaginu eins og 26. febrúar 1923. —- Konan mín er alveg ómögu- leg eiginkona, en það er lika hennar einaati galli,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.