Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1940, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1940, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS 61 óetri, ef jeg hefði getað skrifað um menn, sem æptu gleðióp, köstuðu höfuðfötum sínum upp í loftið, hlógu og grjetu af gleði eða föðmuðust og dönsuðu af fögnuði. En þetta gerði bara eng- inn. Það gerðist ekkert sjerstakt, aðeins þetta — stríðinu iauk. ¥ Hermennirnir stóðu í smáhóp- um og röbbuðu saman. Foringinn leyfði mjer að síma til fra'mvarð- anna. Þar hjá þeim gerðist held ur ekki annað og meira en hjer. Alt væri hljóðnað, sögðu þeir og þokan væri í svartara lagi. Alstað- ar gegndi sama máli, hversdags- leiki hins þungbúna þokudags grúfði yfir. Það var eins og til- verurjetti hersins hefði í skjótri svipan verið sópað á burt. Menn vissu ekki, hvað koma mundi, hvað framtíðin bæri í skauti sínu. Hjer stóð jeg og átti að skrifa um einn stærsta viðburð verald- aldarsögunnar — og svo gerðist ekkert. Ægilegustu styrjöld sög- unnar var lokið. Styrjöld, sem svift hafði 8V2 miljón manna líf- inu. Styrjöld, sem á einn eða ann an hátt hafði snert hvern einasta mann og konu — jafnvel hvert barn — á jörðinni. Og svo var hjer, við sjálfan blóðvöllinn. minni fögnuður eða gleðibragur vil lok þessara óskapa mannkyns- ins, heldur en verið gæti í fjör- ugu spilagildi. ,,Ef jeg aðeins ætti kost á að ná í áfengi, myndi jeg drekka mig fullan“, hrýtur óbreyttum hermanni einum af vörum. „Hvert verður nú haldið?“ „Jeg kysi helst að gista í París í nótt og eiga rólega nótt með einhverri hinna blíðlyndu dætra hennar“. „Jeg vildi jeg kæmist sem> fvrst heim í Cincinnati til starfs míns“. Þannig endaði stríðið á þeim fáu hundruðum metra af víglínu Bandamanna, sem jeg hafði af eigin sjón og raun tækifæri til þess að sjá. Yfir vígvöllunum hvíldi kvrð. Hermennirnir voru í fyrsta skifti í fjögur ár hættir að drepa hjer hverjir aðra. Tvær ógurlegar morðvjelar höfðu stöðvast við ein- falt valdboð. Mjer hvarflar í hug hin 1000 kílómetra langa herlína, og jeg sje í anda miljónir manna stauda hverja andspænis öðruin. Klukkan 10.59 var helgasta skylda þeirra að drepa, einni mínútu síðar var þeirri skyldu af þeim ljett. Tveir menn sinn hvoru megin vígvallanna höfðu gefið iit fyrirskipun, sem stöðvaði alt þetta. Fyrir hugskotssjónuin inínum svífa þúsundir skipa dreifð um öll höf í þjónustu hernaðarins, þúsundir verksmiðja um . víða veröld, )iar sem miljónir manna vinna að skotfæragerð og öðrum hernaðarundirbúningi. Mjer verður hugsað til Þýska- lands, þar sem örmögnuð þjóð stendur frammi fyrir hungurvofu og þjóðhöfðingi hennar svift-ur völdum. Til Rússlands, sem stend ur á rústum þjóðskipulags síns og yfir drevrugum moldum þjóð- höfðingja síns. Til Austurríkis og Ungverjalands, þar sem keisara- ríki er að liðast í sundur. Og mjer verður hugsað til margra þúsunda herbúða í hinum ýmsu löndum, þar sem miljónir ungra manna eru aldar upp og þjálfaðar til hópmorða. Til alls þessa þarf mað- ur að hugsa áður en maður í raun rjettri .getur skilið þýðingu orð- anna, sem jeg las yfir öxl for- ingjans. Hjer í skotgröfunum er naumast hægt að skilja þau til fulls, maður er of nálægt sjálfum raunveruleikanum. Hermennirnir, sem hjer hafa lifað og hrærst og eru orðnir samgrónir umhverfi sínu og aðstæðum, finna varla til þessa. Á hinum breska hluta af her- línu Bandamanna var alt með svipuðum hætti. Dagurinn var al- staðar eins. Jeg hafði sjeð heimsstyrjöld enda. Nú hraðaði jeg mjer til bifreið- ar minnar. Leið mín lá á ný gegn 11111 Verdun. Við ókum eins hratt og tök voru á. Vegirnir grúðu af hermönnum, hermönnum, sem voru á leið til vígvallanna. Miljónir maniia í Frakklandi og Bretlandi vissu nú þegar, að stríð- inu var lokið. En þessir menn. noklrra kílómetra frá sjálfri her- línu Bandamanna, vissu ekkert um það. Öðru hvoru hallaði jeg mjer út úr bifreiðinni og kallaði til hermannanna í fremstu röð hvers hóps, að stríðinu væri lok- ið. „Vopnahlje, vopnahlje!“ Á augabragði urðu þeir hnarreistari, keikari og það var eins og elding.u hefði slegið niður í raðir þeirra. Sumir flokkanna námu staðar. Fagnandi mættu þeir þessari frjett á göngu sinni fram til blóð- vallanna. Þessi augnablik eru mjer dýrmætust allra frá stríð inu. Jeg flutti þeim hina örlaga- ríkustu frjett, sem nokkru sinni hafði heyrst, mikilfenglegri tíð- indi en jeg nokkru sinni síðar fæ tækifæri til að flytja nokkrum manni. Jeg var fyrstur okkar frjetta- ritaranna til stöðva okkar. Með leifturhraða urðu frásagnirnar um þessa atburði til, og með leiftur- hraða bárust þær til fjarlægustu heimshluta. Heimurinn var þyrst- ur eftir þessum langþráðu tíðind- nm. ★ Jeg lagði aftur á stað út til víg- vallanna, er jeg hafði lokið við að senda skeyti mín. Og nú var einn starfsbræðra minna með í förinni. Við fórum nú lengra norður með herlínunni og fengum frjettir u'm, að á einum afskekt- um stað hefði skipunin um vopna hljeð ekki náð fram fyrir kl. 11. Þar var því haldið áfram að skjóta og drepa menn þangað til Þjóðverjarnir höfðu komið skila- boðum vfir „No Mans Land“ um að stríðinu væri lokið og „í guðs bænum hættið að skjóta“. Það var komið kvöld er við snerum heim t.il stöðva okkar í Bar-le-Duc. Þokunni var nú ljett af. Himinn logaði eins langt og augað eygði meðfram herlínunni af marglitum ljósum. Ljóssprengj- ur og litfögur leitarljós svifu yf- ir holrifnu landinu og vörpuðu einkennilegu skini yfir umhverfi sitt. Þannig fögnuðu hermenr. Bandamanna vopnahljeinu. Þeir gátu það naumast á annan hátt. Ekki var hægt að drekka sig full- an, drykkjarföng voru engin fyrir hendi. Þannig lauk styrjöldinni. Lausl. þýtt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.