Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1940, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1940, Blaðsíða 4
60 LESBÓK MOROT7NBLAÐ8INS Degar heimsstyrjöldinni lauk. f\ vígstöðvunam í Frakklandi 11. nóv. 1918 EFTIR WEBB MILLER Webb Miller, hinn frægi frjettaritari United Press, hef- ir í bók sinni „Fredlöse Verden" lýst vopnahljeinu 11. nóv. 1918 í kafla þeim, sem hjer birtist í læuslegri þýð- ingu. •ið mín fram í eldlfnuna lá gegnum Verdun. Verdun, Víti & jörðu, þar sem rúmlega ein miljón manna hafði verið brytj- uð niður. Nú var þar tiltölulega hljótt. Stöku sprengikúla springur við og við. En alt í einu er eins og nýr móður renni á Þjóðverjana. Síðasta kúlnahríð þeirra á þessar ömurlegu bæjarleifar dynur yfir. Ef til vill hafði frjettin um vopnahljeð borist til þessa hluta þýsku herlínunnar og þeir þar á- kveðið að veita Verdun hina hinstu hirtingu áður en klukkan slægi ellefu. Frönsku og amerísku fallbvss- urnar hófu nú upp raust sína til svars. Aðra hvora mínútu heyrðust ægilegar drunur og sprengingar frá þessum fjórtán þumlunga fer- líkjum, sem nú voru að neyta síð- ustu tækifæranna til þess að jafna um Þjóðverjana. Mjer var sagt, að þegar stórskotaliðið á þessum stað frjetti, að vopnahlje stæði fýrir dyrum, hafí það ákveðið að senda þýsku herdeildunum síðustu kveðju á viðeigandi hátt. Án þess að miða á nokkuð sjerstakt var svo fallbyssunum beint yfir til Þjóðverjanna og síðasta bálhríðin logaði og svall. Hver einasta hinna stóru sprengikúlna kostaði mörg hundruð dollara. — Einkennileg svölun hugans! Við vorum enn inni í bænum Hinar þýsku sprengikúlur springa alt í kringum bifreiðina. Leiftrin frá sprengingunum varpa ýmis- lega litum bjarma á umhverfi þ*irra. Áfram gegnum upprótuð eyðileg stræti þýtur bifreið okkar og hjer ræður tilviljun ein um líf eða dauða. Um leið og við ökum út úr Ver- dun springa tvær þýskar sprengjur í á að giska 30 metra fjarlægð frá okkur. Sprengjubrot- in þeytast í allar áttir, loftþrýst- ingurinn deyfir heyrnina og nokkr ir amerískir hermenn, sem voru í námunda, dreifast í allar áttir. Tveir þeirra falla og liggja hreyfingarlausir í leirbleytunni. Við hjeldum að þeir hefðu særst, en von bráðar rísa þeir útataðir á fætur og hverfa út í þokuna. En jeg þarf að komast fram í skotgrafirnar til þess að sjá stríð- inu ljúka, til þess að sjá hvernig fregnin um vopnahljeð verkar. Vegurinn versnar og við þorp eitt verð jeg að yfirgefa hifreið- ina og fara það sem er ófarið leiðarinnar fótgangandi. ★ Hráslagaleg þoka liggur yfir og við hvert fótmál sekk jeg upp í ökla í leirblautan botn skotgraf- arinnar, sem við verðum að þræða til þess að komast fram í fremstu línu. Þegar þangað er komið gef jeg mig fram við ungan foringja, sem þarna hefir vörð. Af hinu græna einkennisbandi mínu veit hann hvað mjer er á höndum. „En hjer hefir ekkert gerst og hjer gerist ekkert“, segir hann. Þeir hjerna fram í eldlínunni hafa auðsjáanlega enn ekki frjett neitt um, að vopnahlje stendur fyrir dyrum. Jeg segi foringjanum frá því, að jeg sje kominn hingað til þess að lýsa lokum stríðsins og vopna- hljeinu. Ósegjanleg undrun lýsir sjer í svip hans. „Drottinn minn dýri, hvenær verður það?“ hrópar hann. „Núna kl. 11. Hafið þið enga tilkynningu fengið um þettaf' EHukkuna vantaði nú aðeins kortjer í ellefu og enn hafði hann enga tilkynningu fengið. En áhrif- in af frásögn minni voru djúp- tæk. Aldrei á æfi minni hefi jeg flutt nokkrum manni svo örlaga- þrungin tíðindi. Hann virtist sem þrumu lostinn. En fljótlega áttar hann sig og hrópar til manna sinna: „Hjer er kominn frjetta- ritari, sem segir fullum fetum að stríðinu ljúki núna klukkan ell- efu. Hann hefir áreiðanlegar heimildir fyrir þessu og kemur beint frá höfuðstöðvum hersins". Hermennirnir hópuðust um mig og nú rigndi yfir mig spurning- um. Þeir virtust ekki áræða að trúa þessari fregn. „Stríðinu lok- ið — guerre fini!“ Eins og eldur í sinu flugu þessi orð frá manni til manns frá skotgröf til skot- grafar. Sumir hrópuðu, aðrir skröfuðu í hálfum hljóðum eð hvísluðust á í eftirvæntiskendi ákefð. En hjer var engin fagnað- arlæti að sjá. Engin húrrahróp nje yfirlætisfull gorkæti. Hjer gerð- ist ekkert leikrænt, aðeins blátt áfram hlutir. Alt í einu hringir varðsíminn. Foringinn svarar — klukkan er 10.50 11. nóv. Skipun um alls- herjar vopnahlje. Jeg horfi yfir öxl hans og fylgist með er hann krotar skipunina niður: „Hættið að berjast klukkan 11 . . . haldið stöðu yðar • . . skjótið því aðeins að áhlaup sje gert . . . enginn má fara fram úr víglínunni nje hafa nokkurt samneyti við óvinina". Foringinn fór því næst að síma framvörðum sínum skipunina. Vjelrænt og festulega flytur hann hana, án skýringa eða viðbótar. Nú horfa allir á armbandsúr sín. Ymur stórskotahríðarinnar smá- fjarar út í þokuhjúpaðar víddir nimsins. Kvakkkent gjamm vjel- byssanna fjarlægist og hljóðnai að lokum alveg. Klukkan var ellefu. Stríðinu var lokið. Þessi lýsing hefði e. t. v, verið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.