Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1940, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1940, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS n höndla hjer, sem þú sjer, að ei verður hæði vegna Conventionar- innar af 22. Aug. 1809 og líka þar menn enga efficiæ þekkja og hafa um friðinn milli Stórbretlands og Danmerkur. Annars get eg ei ann- að en (NB í hálfum hljóðum) óskað, að Jóni Bull megi leyfast að höndla hjer, því menn hafa í sumar best sjeð gagnið af því upp á prís á matvörum, og hjer heitir það aut nunc aut nunquam. Þar hjá er hjer í landi annað gagn af því, sem kannske er meira vert en það sýnist, og það er, að þjóð vor, íslenskir, vinna meira álit á móti dönskum kauum(önnum). þar eð þeir ei eru þeir einustu stjórnandi, Antipathie milli þeirra og engelskra nokkur og ekki lítil, og þá gildir divide et ekki im- pera, heldur ne impereris. Og þar fyrir utan vinna innbyggjendur svo það, að engelskir ei gera mun á kaupm(önnum) og þeim. En guð náðuglega forbjóði engelskra höndlun einsamla, því hún er verri en alt annað. Mjer sýnist hjer fyrir utan, að forboð á höndlun framandi sje einungis ........ fyrir kaupmenn, sem er komið undir því, að þeir uppfylli boð Fr. af 87, sem allir vita, að þeir í fleiru en einu hafa troðið undir fótum. Bancoseðlar geta menn ei enn- þá sagt, að gildi hjer. Þó hafa kaupmenn af embættismönnum tekið við þeim fyrir rúg, en þá hefir tunnan kostað 200 rdl. Að stiftamtmaður minn hefir gert hvað honum er mögulegt fyrir skólann og embættismennina, fær þú að sjá af brjefum hans til rentukammers. Leirárgarða prentverk er í bágu ástandi, húsið næstum því fallið, stíll slitinn, og ekkert verður prentað vegna skorts á öllu, er til þess þarf. Stiftunin á víst nokkuð inni hjá etazráði, en það lítur út fyrir, að hann engan reikningsskap geri á því nema fyrir guði, sem varla mun opin- bera oss sína Deeision á því. Hvað minn jegleika („Ichheit", vel útlagt, segi eg!) snertir, þá á eg nú að stýra stifts og suður- amts verkum í ijarveru Casten- sehiölds. Eg Irvfði ei mjög fyrir því, þar eg er sökunum ei öld- ungis ókunnugur, og líka vegna þess, að eg ei ætla að gera meira en eg þarf og þar hjá bera mig að lifa í friði við alla, sem sjald- an er örðugt, þegar menn vilja það sjálfir. Eg er annars ekki hvað menn kalla „af de lykke- lige“, þó eg voni að geta komist út af sökunum þetta árið. En mjer amar annað, sem eg ei get fengið af mjer að segja þjer skriflega, þó 300 mílna millibil banni að segja það munnlega, og eg sann- arlega geti skammlaust sagt það. Þú munt kannske fá það að heyra, og er eg þá viss um, að þú álítur mig ei að verðskulda þann óþægi- legleika, sem grundvallaður er á röngum undirrjettingum og kann- ske hleypidómum frá liluteigenda síðu. Boð mitt á Þerney hefi eg sótt um að fá approberað. Sýslumaður mælti með því fram yfir alt í Ind- ber(etningu) sinni yfir Auction irnar. Þó hafa aðrar jarðir verið approberaðar, sem verr voru be- talaðar, og eg er svo frí að biðja þig að stvrkja mig í þessu efni, ef þú, sem eg vona, getur það salva conscientia, því jörðin held eg sje betöluð, þegar 22 rdl. eru gefnir fyrir hvert hundrað. Nú hefi eg aftur sótt um fulla Gage og í fyrsta sinni fengið stiftamt- manni Ansögning mína til Er kl(æringar). Þetta vildi eg segja þjer, til þess þú gætir sjeð upp á Gröndals gagn, er þú hæglega getur án míns skaða, svo við báð ir getum lifað án þess að rúinera hvorir aðra. Sá, sem færir þjer þetta brjef, heitir Þórarinn. Hann er sonur Magnúsar heitins klausturhaldara Þórarinssonar og kallar sig Öe- fjord. Hann er einn frænda minna, sem eg mest allra held upp á, því eg hefi þótst finna hjá honum hreinlyndi, stöðugleika, góðan greindarkraft og manndáð, svo eg held, að hann með hjálp góðra manna geti orðið föðurlandi sínu til gagns á sínum tíma. Eg vil hafa ur honum sýslumann með Vold og Magt. (Þau embætti eru mest verð allra á Íslandi, og til að fá duglega menn til þeirra. eiga þeir vel að aflaggjast, clau- ditor Parenth(es)). Eg bið þig fram yfir alt að vera honum inn- an handar í öllu öðru en pening- um, og eg vona, að þú á sínum tíma jafnvel finnir hann verðau vináttu þinnar. Fyrir hann og mig bið eg þig framvegis og ar ætíð Þinn vinur B. Thorarensen. / " Þegar flotaforingjaflmn mis- skildi hlutverk sitt. — Jeg vil ekki heyra þessar stöðugu spurningar um hvaða mánaðardagur sje. -— Jeg. skal muna eftir að láta þig vita þegar árið 1947 er komið! — Nei, hafið þjer ekki dálítið stærri vasaklúta? — Eiga þeir l%a að vera skot- kaldir?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.