Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1940, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1940, Blaðsíða 6
w LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vík í Mýrdal 1905 Eftir Ragnar Asgeirsson NOKKUR hús á svörtum sandi fyrir neðan græn ar brekkur; það var kaup- túnið í Vík. Húsin voru auð- vitað misjafnlega stór og mis- jafnlega virðuleg. Verslunarhúsin báru auðvitað af og önnur þeirra var dönsk. því þau átti Bryde. sem víða átti ítök hjer nra þetta leyti. Hitt var verslun Halldórs Jónssonar í Suður-Vík. Flest voru húsin lág og klædd .neð bárujárni eins og gengur og gerist o« sumstaðar voru kofar með hlöðnum grjótveggjum, sem einnig var búið í. Lágreistir voru sumir þeirra þá og litlir, þó þeir þyrftu að gefa mörgu fólki sk.iól. Garðar voru þar milli húsa með kartöflum og gulrófum og ef til vill einhverja fleira af matjurt- um. Ekki mun Víkin hafa skartað þá frekar heldur en mí, og mar<r- ir, gem þar bjuggu, hafa víst gert minni kröfur til lífsins en þeir sem nú eru þar. Svarti sandurinn hefir alla tíð verið Ijótur opr óprýtt þorpið mjög og þeim, sem einblína á sandinn, þykir Víkin Ijót og pretur vel verið, að þeir hafi rjett fyrir sjer. En Víkin stendur þó í hinu fegursta umhverfi, sem hugs ast getur. í faðmi hárra fjalla. sem eru svo grösug, að leita mætti að öðmm grösugri án þess að finna. Yfir henni gnæfir Reynis- fjallið, alt að hundrað faðma hátt. lifandi fjall, vegna hins mikla fuglalífs, sem í því er. Fýll og lundi eiga þar heimkynni sín og aldrei þagnar kliðurinn. F.ialHð skýlir o<r ógnar í senn og oft hafa fallið skriður stórar úr björgum og hlíðum og mildi, að mannskaði hefir ekki orðið að. Hvannastóð er mikið í fjallinu o<r þessi merkilega hánorræna planta gefur fjallimi fr.iósemdar- svip. f austri eru Víkurhamrar o<r Víkurklettnr, en í norðrinu Hatta. en milli hennar ojr Reynisfjalls blikar Mýrdalsjökull kaldur og heldur hranalegur að sjá og þar undir er Katla, sem mörgum Skaftfellingum stendur stuggur af. Lengst í austri ber Hjörleifshöfði við himininn, minnandi á hinn djarfa fóstbróður Ingólfs og á þeim góða eiginleika Hjörleifs þurfa Skaftfellingar oft að halda í lífsbaráttu sinni við björgin. vötnin og ólgandi sjó. Og þó er enn ótalið það, sem einkennilegast er og sem setur mestan svip á Víkina, hinir hrika- legu Reynisdrangar, sem stand;i frammi í sjó, 33 faðma háir, sem óhrekjandi sönnun fyrir dutlung- um náttúrunnar á íslandi. Frá þessum slóðum hlaut Eldeyjar- Iljalti að koma og engum öðrum á landi hjer. Og í suðrinu hið ögrandi haf, fult af fiski, sem girnilegt var að reyna að veiða og oft þurfti að leggja sig í hættu við. Komið gat það fyrir í aftaka álandsveðrum, að sjór gengi yfir kampinn og flæddi heim undir kaupstaðinn og fj'lti alla kjallara og eyðilagði matarvistir og bryti og bramlaði það, sem lauslegt varð á hans leið. • En á sumrin var Víkin friðsæll blettur og fallegur. Jeg man það enn, að þegar jeg kom út fyrsta morguninn og fór að skoða um- hverfið. varð fyrst fyrir augum mínum hár maður, grannur og beinvaxinn, sem var að slá tún- blettinn sinn. Það vakti eftirtekt mína. að hann var ekki í öðru en gráum nærbuxum, og svo hve mjer virtist honum ganga slátt- urinn vel. Þessi maður, sem „sló þarna á brókinni", hjet Einar Hjaltason og var einn fvrsti land- nemi í Vík, ræktunar- og fram- kvæmdamaður. Maður, sem jeg átti eftir að kynnast síðar og að mörpru leyti hlaut að dást að og mvn minnast á síðar í þessari grein. Jeg var fljótur að kynnast krökkunum í Víkinni, varð fljótt einn af þeim. Og ekki þurfti jeg öðru erfiði að sinna hjá ólafi en að koma svona nokkurnveginn stundvíslega til máltíðanna, en það gat auðvitað orðið full erfitt stundum, þegar eitthvað var að sjá eða heyra einhversstaðar. 1 flest hús kaupstaðarins kom jeg, enda voru þau ekki mörg. En einu þeirra hjeldum við krakk- arnir okkur frá um sumarið, þar var holdsveik kona til heimilis þá og stóð okkur eðlilega stuggur af. Þessi vesalings kona fór svo um snmarið eða haustið „suður" a Laugarnesspítalann og bef;r víst verið síðasti sjúklingurinn, sem þangað fór úr þessu bygðar- lagi. Hjartagóð kona í Víkinni hafði skotið yfir hana skjólshúsi á meðan bún beið eftir ferð s.jó- veg suður. En þá var oft langt á milli ferða. Við krakkarnir þurftum a'5 Ieika okkur eins og við er að bu- ast. En leikföng voru af skornum skamti þá, engar leikfangaverk- smiðjur og ekkert flutt inn af því tagi til Víkur í þá daga. Leikir okkar voru smækkuð mynd af it- höfnum fullorðna fólksins eða þá að horfa á hvað það gerði. Það var spennandi að vera niður á kampinum þegar út- eða uppskip- un fór fram. Þá þurfti örugga formenn og trausta háseta, ef eitt hvað var að sjó — og það var það oftast nær. Þar var oft teflt djarft og sáust hröð handtök, þegar „tek- ið var lagið" og brunað að landi. Mörg mannslífin hefir hún kost- að sjósóknin þar. Ekki skeði þar slys meðan jeg var þar, en oft ljet Ægir sjá sína yglibrún. — Og þann leik iðkuðum við oft, þegar enginn sá til, að elta útsog- ið eins langt út og við gátum og hlaupa svo á undan næstu bylgju aftur upp eftir kampinum. Var mildi að aldrei hlaust slys af og flengja myndi jeg nú mína stráka, ef jeg smi slíkt til þeirra. Auðvitað var þetta stranglega

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.