Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1940, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1940, Blaðsíða 3
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS 235 Húsið nr. 23 við Hafnarstræti (Hið ísl. steinolíufjelag), samþykt á fyrsta fundi byggingarnefndarinnar 1. ág. 1840 og bygt sama ár. Til hægri á myndinni kalkofninn, sem í var brent kalk úr Esjunni. endurn eftir bvfógetans ráðstöf- un. ....1 sameiningu hjer með uppálegst það nefndinni ti] þess, að staðurinn eftirleiðis geti bygð- ur verið eftir vissu undirlagi (þ. e. skipulagi), með amtsins sam- þykki að ákveða, hvar þau auðu pláz og strætin eiga að grund- vallast". Það voru fá fyrirmæli um það, hversu byggja skyldi; bil ætti að vera milli húsa og einnig, að iðnaðarmönnum, sem reka iðn er eldshætta fylgir, skuli útvísað húsnæði á afviknum stað. Þ. 7. nóvember 1839 fór fram skipun nefndarinnar og áttu þessir fyrstir sæti í byggingar- nefnd Reykjavíkur: Land- og bæj- arfógeti Stefán Guimlögsson, for- maður nefndarinnar, og slökkvi- liðsstjóri R. P. Tærgesen, faktor; voru þeir báðir sjálfkjörnir; eftir tillögu bæjarfulltrúanna og úr þeirra flokki voru skipaðir land- læknir Jón Thorsteinsen og járn- smiður og dýralæknir Teitur Finnbogason, og af amtmanni beint, án tilnefningar, þeir Hans H. Baagöe faktor og Diðrik Knud- sen snikkari. ★ Á fyrsta fundi byggingarnefnd- arinnar, sem eins og áður er sagt, var haldinn 1. ágúst 1840, lá fyrir beiðni frá Carl pr. Siemsen kaup- manni um að fá úthlutað lóð und- ir íbúðarhús é Lækjartorgi, fyrir framan þar sem nú er Hótel Hekla. Þessari beiðni synjaði nefndin í einu hljóði og vísaði til þess, að áður hefði verið synjað samskon- ar beiðni, þareð gert væri ráð fyrir torgi á þessum stað, og væri það álit nefndarinnar, að svo ætti að vera. Samdægurs fekk Carl Fr. Siemsen útvísað lóð aust- ur við Lækjarósinn og reisti þar hús það, er enn stendur og telst til Hafnarastrætis 23. Á þessi lóð- arútmælin því aldarafmæli með bvggingarnefndinni og húsið sjálft er aldargamalt í ár, eina hiisið sem bygt var á fyrsta ári nefnd- arinnar. Starf byggingarnefndarinnar lá aðallega í útmælingu lóða og húsa- stæða og „skipulagning“ bæjar- ins fólst því mestmegnis í fram- kvæmd útmælinganna. Þó var heíll bæjarhluti beinlínis skipulagður á þessu tímabili. (Þessi grein fjall- ar aðeins um starf nefndarinnar til aldamóta. Höf. er ekki neitt að ráði kunnugur störfum. nefnd- arinnar eftir þann tíma) og ann- arsstaðar í bænum voru ýmsar götur ákveðnar löngu áður en verulega fór að byggjast við þær.. Má því telja að nefndin hafi hafí talsv.erða fyrirbyggju um það, hversu bærinn bygðist og sjerstak- lega kemur greinilega fram um- hyggja hennar fyrir því, að víð helstu göturnar væru reist mynd- arleg hús og falleg, að þeirra tíma smekk. Oft fór mikill tími nefndarinnar í úrskurði um, einstaka smámuni og lenti títt í miklu stímabraki út af skúrum og öðrum útihúsum; t. d. varð nefndinni mjög erfitt við- fangs að ákveða salernisstaði við hús eitt í Austurstræti. Einnig varð all-sögulegt um skúr, sem Björn Gunnlaugsson yfirkennari hafði sett við hús sitt. Stóð húsið við Austurstræti, þar sem nú er Th orvaldsensf j el agið (Austur str. 4), og sneri bakhlið að götunni. Hafði Björn látið setja skjólskúr fyrir eldhúsinnganginn og leitaði svo eftir á leyfis nefndarinnar. Af því að úrskurður nefndarinnar er all-sjerkennilegur og einnig af því að í honum er dálítil lýsing af Austurstræti, eins og það var þá,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.