Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1940, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1940, Side 1
37. tölublað. Sunnudaginn 22. september 1940. XV. árgangur. h.f. KRISTJÁN ELDJÁRN: Líf og dauði Islendinga a Qrænlandi Fje á beit í BrattahlíC. Islendingar hafa lengst af ver- ið einangruð smáþjóð á af- skektri éy, bundnir í báða skó af fangaleysi og skipafæð. Svo var þó eigi á fyrstu öldum íslenskrar bygðar, meðan íslendingar önnuð- ust sjálfir verslun sína og sigling- ar. Meðan þeir stóðu í nánu sam- bandi við útlönd og nutu útlendra, einkum norskra skipa, voru þeir færir í flestan sjó, en það verður að játa, að þeir hafa ekki gert anu að en að týna þeirri tækni í skipa- smíðum, sem þeir höfðu erft eftir sína norsku forfeður. En á 10. öld var hjer enginn hörgull á skipum og íslendingar all-mikil siglingaþjóð, og eitt mesta afrek þeirra var nám Græn- lands. Var það mest að þakka framtaki eins manns, Eiríks rauða, sem kannað hafði landið og hvatti menn mjög til landnáms þar, sennilega ekki án fremur öfgakendra lýsinga á landkostum þar. Árið 985 sigldi hann með 25 skipa flota út úr mynni Breiða- fjarðar, og stofnaði með fólki því, er vestur komst, einu nýlenduna, sem fslendingar hafa nokkru sinni eignast. Hann tók þar land, sem best var, inni í hinum djúpu fjarðadölum Suðvestur-Grænlands, ljet fylgifiska sína taka sjer ból- festu á öllum hinum búsældarleg- ustu stöðum og gerðist sjálfur höfðingi yfir bygðunum. (5ræn- land var lýðveldi eins og ísland, og öll þjóðfjelagsskipun virtist hafa verið stæling af hinni ís- lensku. Fyrst framan af þreifst nýlend- an allvel og stóð í stöðugu sam- bandi við ísland og Noreg. Bygð- in færðist út óðfluga. Kristni var lögleidd, kirkjur reistar og bisk- upsstóll stofnaður. Grænlendingar virðast hafa verið kraftmikil þjóð, og landið talið mikils virði, enda byrjaði Hákon gamli snemma að renna þangað hýru auga, og 1261 gengu Grænlendingar honum á hönd. Eftir þetta, án þess þó að standa í beinu sambandi við það, hefst hnignun Grænlendinga, sem lýkur með aldauða hins síðasta þeirra og niðurfalli nýlendunnar, um eða skömmu fyrir 1500. Eftir standa aðeins samanfallnar tóft- irnar af húsum þeirra og um- merkin eftir starf þeirra og strit. ★ Hjer verður nú nokkru nánar skýrt frá því, sem ramlsóknir þessara menja hafa leitt í ljós um kjör og menningu íslendinga á Grænlandi, og þær getgátur og rök, er fram hafa komið um dauða þeirra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.