Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1940, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1940, Page 2
298 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Furðu fáar ritaðar heimildir varpa ljósi yfir sögu Grænlend- inga, og þó miklu minst yfir síð- ustu ár þeirra og danða. Það er engiun til frásagnar um, hvernig það bar við, og má því hver og einn þreyta hugmyndaflug sitt á þessu viðfaugsefni. En það hrekk uv skamt, ef skapa á raunhæfa mynd af lífi og dauða íslendinga á Grænlandi. Því er það, að vís- indamenn nútímans hafa valið þá seinvirku, en einu mögulegu að- ferð til að leysa vandamálið: að spyrja hina dauðu. Með öðrum orðum að rannsaka með kostgæfr.i hinar sýnilegu menjar, er bygðin hefir eftir sig látið, að knýja dána menn og dauða hluti til sagna, að reyna að ráða hinar torskildu rúr.- ir jarðfundinna menja, gamalla grafa,. hruninna hiisa o. s. frv. Mætti líkja þessu við, ef reynt væri af nokkrum snjáðum blöð- um að komast fjTÍr efni lieillar bókar. Það gefur að skilja, að því fleiri sem hin fundnu blöð eru, því meiri líkur eru til, að kom- ist verði sanni næst, og því fleiri útgreftir, sem gerðir eru á Græn- landi, því nákvæmari verður þek>- ing okkar á lífi og högum fólks- ins þar. Þeii% sem mest og best hafa ranusakað íslendingabygð- irnar, eru fyrst Daniel Bruun og síðan Poul Norlund, sem orðið hefir hið stóra nafn rannsókn- anna. Nú þegar hafa verið rann- sakaðir allir hinir merkustu bæir, t. d. bær Eiríks rauða, Brattahlíð, biskupssetrið Garðar og kirkju- staðurinn Herjólfsnes, syðst á Grænlandi. Rannsóknir þessar hafa gefið allnákvæma lýsingu á atvinnuhátt- um og verklegri menningu Græn- lcndinga. Það er kostur allra fornfræðilegra rannsókna, að for- sendurnar, sem skýrt er út frá, nefnilega sjálfir hinir jarðfundnu hlutir, eru áþreifanlegar og óum- deilanlegar. Ef maður t. d. finn-. ur langeldastæði óskemt í forn- um skálarústum, þarf ekki lengur neinar lærðar skrifborðsbolla- leggingar um meira eða minna myrkar lýsingar á langeldum, sem fyrir koma í fornum sögum. Sjón er sögu ríkari. í»að liggur í augum uppi, «ð landnemarnir, sem vestur flutt- ust, ólu aldur sinn þar með sama móti og á íslandi, að svo miklu leyti sem skilyrðin leyfðu, eins og þeir fluttu með sjer íslenska lög- gjöf og stjórnarfar. Þeir voru fyrst og fremst bændur, kvikfjár- ræktendur. Ef athuguð er stærð fjósanna og fjárhúsanna má sjá með nokkurri vissu, hve ríkir þeir voru að gangandi fje. Eftir því liafa nautgripir verið furðu marg- ir, því að á hverjum meðalbæ eru fjós fyrir 10—20 nautgripi, og sumstaðar á venjulegum bónda- bæjum miklu meira, svo að ekki sje nefnt fjósið biskupsins á Görðum, sem var 65 inetra langt og tók um 100 gripi. Aftur á móti eru fjárhúsin mun minni, enda mun hafa verið líkt um það á Grænlandi, eins og var hjer á landi á miðöldum, að nautpening- ur var haldinn meira en nú vegna kjötsins, og kom þannig að miklu leyti í stað sauðfjár nú. Fjárhús eru þó fleiri og færri á hverjum bæ, sumstaðar með bjer um bil álnar þvkku taðlagi, svo að ekki þarf að ætla, að Grænlendingar hafi sett fje sitt alveg á guð og gaddinn, þótt útigangur fjár hafi vafalaust verið nokkuð almennur. Það var afar algengt á miðöld- um og jafnvel til skamms tíma hjer á landi að gefa skepnum á vetrum aðeins það, sem þurfti til að halda í þeim lífinu, enda var sumarið notað til framleiðslu mjólkurmatar og varla ætlast til, að kýr mjólkuðu mikið að vetrin- um. Sama fóðurherkjan hefir sennilega tíðkast á Grænlandi, enda má sjá á básastærðinni í f jósunum og þó enn betur af kýr- beinum, sem finnast í rústunum, að kýr þar hafa verið mun smá- vaxnari þá en nú, sennilega vegna vaneldis. Hefir það ekki bætt úr skák, að erfitt er um allan hey- afla á Grænlandi. Landslagi er svo háttað, að lítið er um undir- lendi og eru því flestir bæjanna í þröngum dölum. Birki- og víði- kjarr þekur hlíðarnar og er hið besta haglendi, en grasivaxnir flákar eru sjaldgæfir. Skortur á slægjulöndum hlýtur því að hafa sorfið mjog að Grænlendingum. í kringum bæi sína ræktuðu þeir tún og hlóðu garða kringum eins og á íslandi, og þar hafa þeir aflað nokkurra heyja, þótt engj- ar væru rýrar. Nú á dögum virð- ist slægjulandaskorturinu vera einna versti þrándurinn í götu þeirrar kvikfjárræktar, sem Dan ir hafa verið að kenna Eskimóun- u m, Grænlendingum okkar tíma. Verða þeir að safna saman einum hesti hjer og öðrum þar, og enn þann dag í dag eru það gömlu ís- lendingatúnin, sem mest gefa af sjer. Kjarrið og mosinn hafa ekki enn drepið í þeim alla rækt. Þetta var þá búskapurinn. Ef til vill hefir kornrækt verið reynd þar vestra, því að hún mun hafa verið almenn á íslandi, og það segir einnig höfundur Konungs- skuggsjár, sem hefir margar góð- ar upplýsingar um Grænland. Kvarnir hafa og fundist þar, en það er þó alveg víst, að engin kornyrkja, sem talist getur, hefir verið stunduð af Grænlendingum. Svín höfðu GTænlendingar fram- an af, eftir beinafundum að dæma, enda voru þau algeng á íslandi fram til 1200 að núnstu kosti. Til reiðar og áburðar voru notaðir hestar, en þó harla lítið, samanborið við ísland, og koma þar til staðhættir. Grænland er of sundurskorið af fjörðum, til þess að hesturinn geti verið hentugí samgöngutæki. Mest hefir verið ferðast á bátum. Er það táknandi, að íslendingar reikna vegalengd- ir í dagsreiðum og þingmanna- leiðum, en Grænlendingar fornu í dagsróðrum. Annar aðnlatvinnuvegur Græn- lendinga voru veiðar og fiski. í fjörðum og ám var gnott fiskjar, við ströndina lá selurinn og á ör- aefunum upp af bygðuuum gengu hópar lireinoýra. Seluiinn var mest veiddur, enda hægara að veiða hann en hreininn, með frumstæðum tækjum. Dýrmætast- ur var þó rostungurinn, því að tennur hans, fílabein Norður- landa, var ein aðalútflutnings- vara landsbúa og mjög eftirsótt- ar í allskonar listiðnað, eins og sjá má á kirkjumunum frá mið- Öldum víða um lönd. Til rostungs- veiða fóru Gtænlendingar langt norður á bóginn, norður í Norð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.