Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1940, Síða 3
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS
299
ursetur, í sumarlangar veiðifarir.
Þar hafa þeir haft fyrstu kynni
sín af Skrælingjunum og jafnvel
átt við þá verslun. Það kemur
fyrir ekki ósjaldan, að það finn
ast munir af norrænum uppruna
og smálíkön af norrænum mönn-
um í fornum Eskimóabústöðum
alla leið norður undir Thule. Tii
þessara veiðifara þurftu Græn-
lendingar rambygð skip, enda
hljóta þeir að hafa haft allgóðau
skipakost alla velgengnistíð ný-
lendunnar. Varla er ástæða til að
efast um, að þeir hafi sótt trjá-
við til Marklands, en svo nefndu
þeir land, er þeir uppgötvuðu ein-
hversstaðar á austurströnd Ame-
ríku. Auk þess er reki mikill á
Grænlandi.
Höfuðeinkenui hins grænlenska
þjóðfjelags var, eins og sjá má á
þessuni stuttu lýsingum, að það
var sjálfbirgt að flestu, ef ekki
öllu leyti, enda var það lífsnauð-
syn nýlendunni í einangrun sinni.
Kvikfjárræktin og veiðarnar gáfu
mjólk og kjöt til matar og skinn
og ull til fata, og rekaviður bætti
upp skógaskortinn. Potta og
pönnur og ílát allskonar gerðn
menn úr tálgusteininum græn-
lenska, sömu tegundar eins og
steinn sá, er skírnarfonturinn í
Hólakirkju er gerður úr, og tir
horni og beini smíðuðu þeir alls
konar búshluti og listiðnað. Járn
hafa þeir unnið úr mýrarrauða
eins og aðrir norrænir menn. Þó
hefir löngum verið hörgull á
járni, og mun járn hafa verið
mjög eftirsóth vara hjá kaupmönn
um, er til landsins komu. Það er
táknandi, hversu fátæklegir og
þrautslitnir allir járnmunir, sem
rústirnar geyma, eru. Margs fleira
þörfnuðust Grænlendingar frá Ev-
rópu, auk nauðsynjarinnar að
standa í andlegu sambandi við
umheiminn, að fá fregnir um
helstu viðburðina í hinum stóra
heimi. En lífsnauðsyn var það
ekki. Alt miðaðist við að vera
sjálfum sjer nógur, og samgöngu-
leysi við útlönd hefði aldrei getað
orðið Grænlendingum að fjör-
tjóni, ef skilyrðin heima fyrir
hefðu verið þau sömu og á blóma-
skeiði þeirra.
Eins og vænta mátti befir
Húnninn á biskupsstafnum, sem
fanst í rústunum í Görðum.
/
menning Grænlendinga verið
nauðalík hinni íslensku, aðeins
fátækari, lítilsigldari. Híbýlin
eru t. d. mun kotungslegri en ís-
lenskir bæir frá sama tíma, það
vantar höfðingsbraginn, sem hvíl-
ir yfir bæjum eins og Stangar-
bænum, sem grafinn var upp í
Þjórsárdal. í kirkjusmíðum virð-
ast Grænlendingar þó síst hafa
staðið okkur að baki. Þeir reistu
kirkjur sínar iir höggnum^steini,
en svo langt komust íslendingar
aldrei í guðshúsasmíð. Á miðöld-
um voru dómkirkjurnar á Hól-
um og í Skálholti einu dómkirkj-
urnar í Niðaróss erkibiskupsdæmi,
sem ekki voru steinkirkjur. Á
biskupssetrinu Görðum hefir stað-
ið voldug dómkirkja úr steini,
27x16 metra, en því miður hafa
Eskimóar, er nú byggja staðinn,
rifið höggnu steinana úr veggj-
unum og reist úr þeim kofa sína,
svo að nú stendur varla steinn
yfir steini. En svo frábærlega vel
voru steinkirkjurnar hlaðnar, að
enn standa þær að mestu, jafnvel
gaflarnir, eins og t. d. Hvalseyr-
arkirkja. í grænlenskri kirkna-
smíð þykir kenna engilsaxneskra
eða suðureyskra áhrifa, en alls
eigi íslenskra.
Aldrei hafa norrænir menn átt
í höggi við harðvítugri náttúru
en íslensku veiðibændurnir á
Grænlandi og aldrei bygt af-
skektari útkjálka en hina græn-
lensku dali. Geta má nærri, hve
óbemju einmanalegt lífið befir
verið, hve lítið samneyti fólks,
hve fátt hefir gert einn dag öðr-
um frábrugðinn. Þegar best ljet
munu hafa verið um 3000 sálir
til samans í báðum bygðunum,
sem annars höfðu fremur lítil við-
skifti. En þegar er fram kemur
um 1300, er fólkinu vafalaust
farið að fækka og þróttinn byrj-
að að draga úr nýlendunni. Þá
þegar hefst sá liarmleikur, sem
lýkur með dauða seinasta íslend-
ingsins á Grænlandi um eða litlu
fyrir 1500.
Áreiðanlegar heimildir herma,
að Vestribygð hafi eyðst milli
1360 og 1370, og kendu menn í
Eystribygð það Skrælingjum,
sem mjög voru þá teknir að sækja
suður með vesturströnd Græn-
lands. Það voru hinir mikhi
eskimóisku þjóðflutningar, þegar
Eskimóaflokkar tóku sig upp frá
heimalandi sínu í Norður-Ame-
ríku, hjeldu yfir Smith-sund og
ljettu eigi, fyrr en þeir höfðu
komið á flesta staði á ströndum
Grænlands og víða fest bygð sínu
þar. Eftir eyðing Vestribygðar
heyrist öðru hvoru talað um
skifti milli þessara dimmóskulegu
steinaldarmanna og íslending-
anna, bæði vinsamleg viðskifti og
blóðugar skærur. Þjóðsögur Eski-
móa, skráðar á seinustu tímum,
bera vott um hið sama, og greina
nofn á norrænum höfðingjum, er
þekkja má gegnum eskimóiska
dulbúninginn (Olave og Unger-
toq, Ólafur og Ingvar).
Það var því til skamms tíma
allra álit, að Eskimóarnir hefðu
strádrepið íslendingana á Græn-
landi með báli og brandi, eins og
norrænir menn höfðu orðið að
láta bygð sína fyrir þeim í Vín-
landi. Og víst er, að Eskimóar
hafa farið með ófrið á hendur ís-
lendingunum, jafnvel þó einhver
friðsamleg skifti hafi átt sjer
stað, eins ög fyrst í Vínlandi.
Þjóðir þessar voru of fjarskyld-
ar að útliti, tungu, eðli og menn-
ingu til að geta búið í bræðralagi
hlið við hlið. Slíkur munur skap-
ar altaf tortrygni. En spurningin
er, hvort sennilegt sje, að frum-
stæð þjóð eins og Eskimóarnir,
sem ekki þektu notkun málma,
bafi getað eigrað í stríði táp-