Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1940, Side 7
„heima“, lagst á dívaninn og lát-
ið hugann reika um gamlar slóð-
ir og gamlar minningar. Þannig
getum við haldið rjettirnar,
gömlu sveitakarlarnir ógangna-
fíeru, sem í kaupstöðunum búum.
Og ,innfæddu‘ kaupstaðarbúarn-
ir, sem ekki vita hvað göngur eru,
og sem aldrei hafa átt þess kost
að fara í rjettir, þeir fara á mis
við þennan þátt þjóðlífsins. Þeir
verða að hugsa sjer hvernig geng
ur til í göngunum og rjettunum,
líkt og jeg og aðrir „landkrabb
ar“ verð að hugsa mjer, hvernig
lífið um borð í togara eða síldar-
skipi gengur.
En trúa mega þeir því, að göng
ur í góðu veðri eru dásamlega
unaðslegt verk, og göngur í mis-
jöfnum veðrum eru karlmanns-
verk, sem krefst bæði manndóms
og þreks og sem gerir mann að
meiri manni, eins og raunar allir
erfiðleikar, sem okkur mæta og
við sigrumst á.
ólafur Jóh. Sigurðsson:
Ljósið
Hið daufa skin í dularlieim
um dimma nótt jeg sje,
hinn rauða bjarma, er blakti veikt
á blökku súðartrje,
— og vel jeg man hið litla ljós
á litlum kveik hjá gluggans rós.
Og máttur þess var meiri í kvöld
en myrkrin auð og köld.
Hið dapra brjóst fann blíðan yl,
hið blinda auga sýn,
því ósjeð hönd brá hvassri egg
á hiimsins dökka lín.
Og sjá. Á bak við brostið tjald
reis bylgjan þín með perlufald,
— og drifhvít ljeku löðurbönd
við landsins bláu strönd.
Það var sem hyrfi hugur þinn
úv heimsins læstu skurn,
og aftur sástu eins og fyrr
hvern æsku þinnar turn.
Og stundin leið, —- en ljósið brann
og loginn út i tómið rann,
uns hinsti geislinn húmið smó:
Það hneig, það brast, það dó.
LE8BÓK MOROUNBLAÐSINS
S k á k
Baden-Baden 1925.
Hvítt: R. Réti. Svart: A. Aljechin.
1. g3, e5; 2. Rf3, (Aljechins
vörn á hvítt) 2.....e4; 3. Rd4,
d5; (Betra var 3........ c5!; 4.
Rb3, c4; 5. Rd4, Bc5; 6. c3, Rc6,
og svart á betra tafl) 4. d3, pxp;
5. Dxp, Rf6; 6. Bg2, Bb4-(-; 7.
Bd2, BxB; 8. RxB, 0—0; 9. c4!,
(Til þess að hindra 9...... c5)
9...... Ra3; 10. pxp, Rb4; 11.
Dc4, Rb4xd5; 12. Rd2b3, c6; 13.
0—0, He8; 14. Hfd 1, Bg4; 15.
Hd2, Dc8; 16. Rc5, Bh3; 17, Bf3,
Bg4; 18. Bg2, Bh3; 19. Bf3,*Bg4;
(Hjer virðist Aljechin hafa gert
sig ánægðan með jafntefli) 20.
Bhl, h5; 21. b4, a6; 22. Hcl, h4:
23. a4, pxp; 24. hxg, Dc7; 25. b5,
(Ahættusamt og e. t. v. beinlínis
rangt. Best er talið e4) 25. ....
axb; 26. axb,
26.....He3!!; (Óvæntur leikur.
Hvítt má ekki drepa hrókinn
vegna 27.......Dxp-þ; og næst
Rxp) 27. Rf3, (Tapar fljótlega.
Hvítt þurfti að gera við hótun-
inni Hxg3. Best var, og e. t. v.
nógu gott Bf3) 27. pxp; 28. Dxp,
Rc3!; 29. Dxp, DxD; 30. RxD,
Rxp-þ; 31. Kh2, (Kfl var ekki
betra vegna Rxg3; 32. pxR, BxR,
33. BxB, HxB-f; 34. Kg2, Haa3;
og svart vinnur) 31......... Re4;
32. Hc4!, (Margir fleiri leikir
koma til greina, en enginn virð-
ist betri) 32.....Rxp; 33. Bg2,
Be6!; (Gerir út um skákina í
nokkrum leikjum) 34. Hce2,
Rg4+’; 35. Kh3, Re5+; 36. Kh2,
HxR!; 37. HxR, Rg4+; 38. Hh3,
Re3+; 39. Kh2, RxH; 40. BxH,
Rd4; og hvítt gaf.
m
FjAÐRFOK
Loroaster, sem var mikilsmet-
inn ráðgjafi hjá Persum og höf-
undur að trúarbrögðum þeirra,
borðaði ekki annað en ost í
fimtíu ár.
★
Dómar Paul Krúgers, sem var
forseti Búa, þóttu oft vera
Salómonsdómar. Eitt sinn höfðu
tveir Búar beðið hann að jafna
þrætu þeirra um skiftingu á
landi. Krúger sagði þá: „Nú skalt
þú, Hennel, skifta landinu eins
og þjer finst vera rjettlátt, og
svo hefir þú, Pjetur, rjett til þess
að velja annað þeirra“.
Með þessu var þrætan leyst.
★
Nýja vinnukonan hjá skip-
stjóranum spurði, hvort hann
vildi hafa teið sterkt.
— Nei, sagði skipstjórinn. En
þjer skuluð þynna það með
rommi, ekki með vatni!
★
Kenslukonan; Hver var Katríe
Rússadrotning ?
Telpan; Marlene Diatrich!
★
Amman var að skera brauð
handa krökkunum.
Páll litli: Stækka ekki gleraug-
un þín mikið, þegar þú lítur í
gegn um þau, amma mín?
Amman: Ójú, barnið mitt; því
spyrðu?
Páll litli: Jeg ætla að biðja þig
að taka ofan gleraugun, meðan
þú skerð sneiðina handa mjer.
★
Fyrir nokkru sló niður eldingu
í Laplean í Frakklandi. Það í
sjálfu sjer er ekkert undarlegt,
því þarna slær oft niður elding-
um. Það undarlega var, að í
hænsnabúi, sem varð fyrir eld-
ingunni, drápust öll svörtu
hænsnin, en hvítu hænsnin sluppu
öll ósködduð.
★
Gesturinn: Kallið þjer þetta
nautakjöt?
Þjónninn: Er nokkuð að steik-
inni?
Gesturinn; Ekki annað en að
mjer heyrðiit hún hneggja.