Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1941, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1941, Blaðsíða 1
14. tölublað. Sunnudaginn 6. apríl 1941. XVI árgangur - _________________________________________________________ iuiiUi|ir«>Uuiill)* b • Skipalestir á Atlantshafi Barátta við storma og styrjöld í eftirfarandi grein lýsir amerískur blaðamaður hinni þrautseigu baráttu sjómannsins, sem um höfin sigl- ir á ófriðartímum. Jafnframt er sagt frá hinu árvakra gæslustarfi breska flotans með skipalestunum, sem flytja vopn og vistir til og frá Bretlandi. \ 7 iku eftir viku leggja skips- " hafnir tundurspillanna, varð- skipanna og hinna vopnuðu togara úr breskum höfnum, til þess að fylgja verslunarflotum Bretlands á leið þeirra um heims- höfin. Hinir æðisgengnu stormar og hinn bitri kuldi Atlantshafsins er þessum mönnum flotans, sem stöð- ugt horfast í augu við hættur kafbátanna, aðeins þáttur í hrjúfri lífsbaráttu. Þetta starf þeirra er unnið í kyrþey og gefur fá tækifæri til rómantiskra hetjudáða, en er engu að síður síst þýðingarminna en afrek breska flughersins í loft- inu. Án þessara manna og skips- farmanna, sem þeir leiða í örugga höfn, myndu Bretar svelta, verk- smiðjur þeirra myndu hætta að framleiða. Frásögn sú, sem hjer fer á eft- ir, er helguð þessum mönnum. ★ Með breskum tundurspilli, 1500 tonn að stærð, fór jeg frá höfn einni á vesturströnd Bretlands. Hlutverk okkar var að fylgja skipalest yfir Atlantshaf. Þetta voru 21 skip; 7 til viðbótar áttu að bætast í hópinn frá annari höfn. Þessi skip voru ýmsra þjóða. Sex voru norsk, tvö hol- lensk, tvö grísk, eitt sænskt og hin bresk. Frá stjórnpalli tundurspillisins kallaði skipstjórinn, góðlegur ung- ur maður, sem komist hafði með skip sitt og sjóliða óskadda frá hildarleiknum í Dunkirk, skipun- arorð sín gegn um hátalara til skipanna: „Hraðið yður“. „Þetta er sein- asta tækifæri til að þjer komist með skipalestinni“. Númer 26, þjer eruð ekki í rjettri línu“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.