Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1941, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1941, Blaðsíða 6
118 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ragnar Ásgeirsson: Degarjeqsiqldi ífyrsta sinn Reykjavík, veturinn 1908—9. Jeg var þá í einum af efri bekkjum barnaskólans, og var víst kominn svo hátt fyrir aldurs sakir, en ekki vegna dygða eða kunnáttu. Mjer hefir verið sagt, að jeg hafi verið einn af óþægari strák- unum í bekknum og var jeg því oft neðarlega þegar raðað var, þó aldrei væri jeg neðar en næst neðstur, því einn góður fjelagi var þar, sem alveg ómögulegt var að komast niður fyrir. Við vorum oft óþægir í tímum hjá þeim systrum Guðlaugu og Kristínu Arasen og fleiri voru þeir kennararnir, sem áttu fult í fangi með að halda okkur í skefjum. En hjá einum kennaranum vorum við altaf góðir, samþyktum það strax er skólinn byrjaði um haustifr, að í hans kenslustundum skyldum við aldrei láta illa, því hann sagði okkur svo margt og svo skemti- lega. Það var Helgi Valtýsson. Og svo var það skólastjórinn, Morten Hansen, sem við bárum virðingu fyrir. Mjer finst stund- um, að þess manns hafi ekki ver- ið minst eins og verðugt er. Ná- vist hans ein var nóg til þess ao alt kæmist í lag, það sem aflaga fór. Var hann þó lítill vexti og líkamskraftar sjálfsagt ekki mikl- ir, en þar var stór og göfugur persónuleiki á bak við hverja at- höfn og hvert orð, er frá honum heyrðist, sem gerði hann að ,,sterkum“ skólamanni, þó jeg sæi það að vísu ekki eins vel þá og síðar. Og oft hristi Hansen höfuð sitt yfir frammistöðu minni í dönsku og kristnum fræðum, því lítinn hug hafði jeg á þessum námsgrein um, er hann kendi. Og oft og ein- att kom jeg, eins og aðrir, illa lesinn undir kenslustundirnar, því það var margt að sjá í henni Reykjavík, þó ekki væri hún eins umfangsmikil og nú, og meira gaman að stelast til að reykja sígarettur undir uppskipunarbát- iinum, sem lágu á hvolfi hjá „Batteríinu", með þeim Morten Ottesen og Sigurði Grímssyni, en að sitja yfir lexíum heima. „Gamla Batteríið!“ Því mátti það ekki standa, sem minning um Jörund hundadagakonung? Það hefði þó verið gaman að eiga það og vernda það eins og það var.' En ráðamenn Reykjavíkur hafa litið öðruvísi á það og því varð það að þoka fyrir mannvirkjum nýja tímans — og gamalt, sögu- legt mannvirki var jafnað við jörðu. Það vantaði ekki að móðir mín vandaði um við mig, fyrir slælega frammistöðu mína í skólanum, og hún hafði víst marga áhyggju- stund út af því. Og þar kom, að þegar hún sá að engu tauti varð við mig komið, að hún sagði að rjettast væri að senda mig eitt- hvað langt í burt, til vandalausra, til þess að koma einhverju lagi á mig. Hún hafði, á æskuárum, ver- ið í Danmörku, og var víst ein með þeim fyrstu íslensku konum, er gengið höfðu á hinn þekta kvennaskóla, er kendur var við Fröken Zahle, í Kaupmannahöfn. Frá þeim tíma átti hún vinkonu í Höfn, sem hún sneri sjer til og bað hana að koma mjer fyrir til náms hjá garðyrkjumanni ein- hversstaðar í Danmörku. Jeg hafði þá undanfarin sumur verið hjá Einari sáluga Helgasyni í Gróðrarstöðinni fyrir sunnan Laufás og unað vel við það starf hjá þeim ágæta manni og langaði til að starfa áfram við moldina. Svo barst einn góðan veðurdag brjef frá vinkonu móður minnar um, að henni hefði tekist að út- vega mjer stað hjá garðyrkju- manni í hinum fornfræga bæ Hróarskeldu. Yar jeg fús að fara og mjer fanst beinlínis freistandi að fá að fara langt út í veröld- ina — en Danmörk fanst manni þá æði langt í burtu. Var þetta ráð því tekið. Jeg var þá þrettán og hálfs árs gamall og hafði þá gengið til prestsins um veturinn og ekki þótti hlýða að jeg færi utan fyr en að fermingunni afstaðinni. Leið nú tíminn með skólagöngu og göngu til prestsins. Var þaó vinur allra barna, síra Friðrik Friðriksson, er við gengum til og minnir mig að það væri í fyrsta sinn að hann framkvæmdi ferm- ingarathöfn. En ekki vorum við drengirnir iðnari þar við hiu kristnu fræði en í skólanum. En síra Friðrik hafði þann sið, sem mjer þótti góður, að spyrja allan hópinn í einu, og þá svöruðu þeir sem vissu, en hinir gátu þagað. í ferm- ingarbarnahóp þessum voru tvær stúlkur, samviskusamar og prúð- ar, sem höfðu altaf rjett svar á vörum og ritningargreínar á lofti í hvert sinn sem á þurfti að halda. Onnur þeirra var Arndís Björns- dóttir, síðar leikkona, en nafn hinnar man jeg ekki. En oft hefi jeg hugsað til þessara fermingar- systra með þakklæti síðan, því kunnátta þeirra forðaði mjer og fleiri strákum frá margri klípu, sem við hefðum lent í, ef þeirra hefði ekki notið við. Svo fór fermingin fram nálægt 20. maí — og þá fór jeg og hinir strákarnir að kvíða fyrir altaris- göngunni, sem fram skyldi fara næsta sunnudag. En hvað mig snerti leystist þar betur úr en á horfðist. Gamla „Sterling“ skyldi þá fara frá Reykjavík 25. maí og þar sem alllangt var á milli ferða var nú ákveðið, að jeg færi með henni. Varð jeg því fegnari en frá megi segja og fór því á mis við brauðið og vínið. ★ Það er eitt sem gerir, að jeg hefi munað þessa daga allglögt. Einmitt þetta vor skyldi atburð- yr verða, sem sumir hugsuðu til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.