Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1941, Blaðsíða 4
116 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Marta Valgerður Jónsdóttir: Bruninn í innrjettingum Skúla fógeta 1764 Um Ásmund smið Jónsson Síðari hluta átjándu aldar og fram yfir aldamót 1800 var uppi maður sá, er um þann tíma og lengi þar eftir var nafnfrægur fyrir smíðar og hagleik allan. Maður þessi var Ámundi Jóns son, síðast bóndi á Syðra-Lang- holti í Hrunamannahreppi. Yar hann í daglegu tali nefndur Ámundi smiður. Hann var svo hagur og fjölhæf- ur, að nálega var sama, hvað hann lagði hönd á, sami snildarbragur á öllu. Var sem alt ljeki í hönd- um hans, að hverju sem hann vann. Hann var listaskrifari, skurð- og drátthagur, silfursmiður og vefari ágætur. Hann smíðaði hús og kirkjur, svo og aðra þá smíð- isgripi, er þá voru notaðir innan húsa, einnig kirkjugripi. Prýddi hann smíðisgripi sína marga hveria með útskurði eða málaði myndir á þá. (í Oddakirkju var skírnarfontur, er Ámundi hafði smíðað og málað. Þótti hagleiks- smíð á sinni tíð.). Mjög hefir samtíðarmönnum Ámunda þótt til hans koma. Sýn- ir það best, hve sagnir um hann hafa lengi lifað á vörum alþýðu. Munu þær sagnir hafa brugðið upp mvnd af ljúflegum og prúð- um, gletnum og gamansömnm hagleiks- og dugnaðarmanni, er sá ráð við öllu og leit yfir hverja þraut. Ámundi smiður var fæddur 1738. Voru foreldrar hans Jón Gunnlaugsson, ættaður af Aust- fjörðum og kona hans Þuríður Ólafsdóttir. Þau bjuggu í Vatns- dal í Fljótshlíð, svo Steinum und- ir Eyjafjöllum, en þar höfðu for- eldrar Þuríðar búið. Jón var smiður mikill, hafði hann á yngri árum sínum farið utan og lært járnsmíði; dvaldi hann ytra 7 ár. Sýnir það vel framtakssemi hans og dugnað, og hefir Ámundi ekki átt langt að sækja atorku og haga hönd. ' Þau hjón Jón og Þuríður dóu bæði á Steinum árið 1761. Eftir lát foreldra sinna fluttist Ámundi til Reykjavíkur, lærði vefnað og vann í ullarverksmiðjum Skúla fógeta. ★ Aðfaranótt 27. mars 1764 kom upp eldur í verksmiðjuhúsunum og brunnu þrjú þeirra til ösku. Reynt var að slökkva eldinn, en bæði voru áhöld því nær engin og svo hitt, að ofsaveður var á. Varð því ekki við neitt ráðið, en einungis reynt að verja þau hús, er næst stóðu, og tókst það. Varð af bruna þessum hinn mesti skaði og var tjónið metið á 3706 dali. Þesrar eldurinn braust út, var alt verksmiðinfólkið í fasta svefni. Vaknaði Ámundi fyrstur, og fvr- ir hans atbeina bjargaðist alt fólk ið út, en þó svo nauðuglega, að fatnaður þess og munir brunnu allir inni. En tildrög að því, að Ámundi varð fvrstur eldsins var, voru þau, er nú skal greina. Ámundi svaf uppi á lofti i húsi því, er eldurinn kom fyrst upp í. Sváfu þar á sama lofti 22 svein- ar, er allir unnu við verksmiðj- una. Uppi yfir þeim á svokölluuð hanabjálkalofti svaf margt manna Ámundi svaf í insta rúmi skái- ans, við rúmið var kista og stóð á henni drykkjarkútur, er Ámundi og laxmaður hans áttu. Um miðnæturskeið vaknar Ámundi við, að honum heyrist opnuð hurðin inn á loftið og læt- ur hátt í hurðarlokunni. Heyrir hann, að gengið er inneftir loft.- inu og glymur í, eins og maður sá, er þar færi, væri á stígvjel- um. Er nú staðnæmst við rúm hans. Heyrir hann þá, að tekið er um drykkjarkútinn og honura ruggað á lögg og verður af há- vaði nokkur. Heldur hann þá, að maður sá vilji drekka úr kútnum og vill aftra honum; bregður Ámundi þá hendinni fram fyrir og ætlar að þrífa til mannsins, en grípur þá í tómt. Heyrir hann þá aftur gengið fram skálann þung- um skrefum og gengið út sem ó- læst væri. Reis Ámundi þá upp og vildi sjá hver maður þar færi, en er hann opnar hurðina sjer hann, að undir loftinu er alt í einum loga. Vekur hann fólkið skjótt og björguðust allir út. Þótti þetta merkilegur atburður. Hinn mikli fræðimaður Stein- grímur biskup Jónsson hefir skrásett atburð þenna eftir Ámunda sjálfum. Hafa honum auðsjáanlega þótt tildrög þau, er urðu til þess að Ámunda auðnað- ist að bjarga fólkinu, svo merki- leg, að slíkt ætti ekki að falla í gleymsku. * m Er saga þessi einstök að efni til í hinum merku ættartölum bisk- upsins. Eftir brunann hvarf Ámundi frá verksmiðjunum og hóf smíðar. Var hann svo 2 ár hjá landþings- skrifara Sigurði á Hlíðarenda Sig- urðssyni. ★ Árið 1767 sigldi Ámundi til Kaupmannahafnar. Hafði Einar bróðir hans farið utan ári áður og byrjað að læra hattagerð, en horfið þar frá og tekið að læra smiðar, er hann varð síðar full- numa í. Fór Einar síðar til Grænlands,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.