Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1941, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1941, Blaðsíða 8
120 LESBOK MORGUNBLAÐSl.\*S Hvað sem öllu sannsögulegu við- víkur, lœtur Shakespeare leikrit sitt gerast á þessum slóðum. Straumur er harður í Evrar- sundi — oft um 4 sjómílur á klst., og víða eru grynningar, en leiðin er glögg, siglingamerki og vitar víða. Að sigla um Eyrarsund, blíð- an sumardag, er svo fagurt, að því verður varla með orðum lýst. Þar skiftast á lágar strendur og háir, brattir, skógi vaxnir bakkar. Og máske er skógurinn einmitt feg- urstur í augum þess, sem aldrci hafði sjeð skóg fyr. Og bey-kiskóg- urinn beggja megin sundsins stóð nú nýlaufgaður, síðast í maí — eða fyrstu daga júnímánaðar. Það segja þeir, sem eru nákunnugir skógartrjám, að meðan beykið sje nýsprungið út, *sjeu bevkiskógar fegurstu skógar veraldar, með ljósgrænum, silkihærðum blöðum. En ekki haldá þeir þeirri yndis- legu fegurð nema hálfsmánaðar- tíma. Innan um trjágróðurinn standa fögur hús, mörg úr rauðum tíg- ulsteini, sumarbústaðir efnamanna — og þorp sjómanna niður við strendur sundsins. Svo víkkar sundið þegar kemur inn fyrir Krónuborg og Svíþjóðarmegin er farið fram hjá eyjunni Hven (Hveðn), sem er fræg- fyrir dvöl stjörnufræðingsins Tycho Brahe og byggingar hans þar. Þar bygði hann athugunarstöð sína „Stjörnu- borg“ og slot sitt „Úraníuborg11 — á 16. öld. Víða varð hann fræg- ur, því í stjörnufræði var hann langt á undan sínum tíma, en af byggingum hans er ekki eftir neitt annað en grunnurinn. — Óskiljanlegt, hvernig mennirnir fara stundum með sum sín merki- legustu verk sín. En vegna þessara fáu steina, sem eftir eru af bygg- ingum Tycho Brahes, kemur nú mannfjöldi til þessarar „hálendu" eyjar á hverju sumri. — Eftir fáar stundir hillir und- ir „borg hinna fögru turna“, sem Hafnarbúar nefna borg sína stundum. Svo er staðnæmst til að taka hafnsögumanninn um borð og brátt legst gamla Sterling að bólverkinu á „íslands plássi“. Á bryggjunni þar beið maður, í meðallagi hár, grannvaxinn með barðastóran hatt. Það var hann, sem jeg átti að vera hjá næstu fjögur árin í Hróarskeldu. Ilann hjet Jensen, sem er álíka algengt nafn þarlendis eins og Jónsson hjerlendis. Með söknuði og þakklæti fyrir góða viðkynningu kvaddi jeg minn gamla skólastjóra Morten Hansen og fór svo með Jensen, hinum nýja húsbónda mínum, á járnbrautarstöðina. Skipalestir á Atlantshafi Framh. af bls. 115. landbáturinn kom nú aftur og kastaði þremur sprengjum. Við gerðum aðra djúpsprengjuárás. Sprengjurnar sprungu á feikna dýpi. Hundruð fiska flutu upp. Þegar yfirborðið hafði kyrst fórum við með hægri ferð um svæðið. Af kafbátnum sást nú ekk- ert og mælitækin greindu hann ekki. Meðan við biðum þarna í eftir- væntingu flaut þykk olíubrák upp á yfirborðið og breiddist út yfir stórt svæði. Sjóliðarnir og foringj- ar um borð í tundurspillinum ráku upp fagnaðaróp og þegar flugbáturinn flaug yfir staðinn, sendi flugstjórinn okkur sigur- merki. Um nóttina sendum við flota- stjórninni skeyti um, að Bretland ætti í höggi við einum kafbát færra en áður. Næsta morgun fylgdum við skipalestinni inn í írska sundið, milli írlands og Kintyre-höfðans á Skotlandsströnd í skýjunum fyrir ofan okkur heyrðust við í þýskum flugvjel- um og skyttur okkar stóðu reiðu- búnar við byssurnar. En áður en til okkar kasta kæmi komu þrjár breskar Hurricane-flugvjelar og eftir það heyrðum við ekki meira frá Þjóðverjunum. Á einni viku höfðum við fylgt 63 kaupskipum og mist eitt. í írska hafinu mættum við annari skipa- lest, með 51 skipi, sem var á út- leið, og þegar við komum til hafn- ar okkar var þar fjöldi skipa sam- an kominn, búinn til siglingar. Þannig heldur baráttunni stöðugt áfram. TV/T argir kvikmyndahúsgestir eru þeirrar skoðunar, að hin þýskættaða kvikmyndadís, Marlene Dietrich sje alveg úr sögunni og muni sjást lítið á kvik myndum í framtíðinni. Það er rjett, að svo leit út um tíma, sem Marlene „væri búin að vera“ í kvikmvndaheiminum, því kvik- mvndir, sem hún ljek í, voru illa sóttar. Marlene fór til Parísar- borgar og- er hún yfirgaf Ameríku, ljetu blaðamenn í veðri vaka, að vart ætti hún þangað afturkvæmt. En þetta hefir farið á annan veg. .Nýlega er farið að sýna vestra kvikmynd, sem Marlene leikur að- alhlutverkið í og sem nefnist á ensku „Seven Sinners“. Ber kvik- mynda gagnrýnendum erlendra blaða saman um, að með þessari mynd hafi Marlene náð sjer upp á ný og að leikur hennar í „Sev- en Sinners“ sje síst lakari en í frægustu mynd hennar „Blái eng- illinn“. í þessari mynd leikur Mar- lene gleðikvinnu og gerist mynd- in á Suðurhafseyjum. Amerískur liðsforingi verður ástfanginn af henni og margt kemur fyrir áður en sögunni lýkur. Skal ekki fjöl- yrt um þessa mynd hjer frekar, því vafalaust verða lesendurnir búnir að gleyma efninu, þegar myndin kemur hingað. ★ ýlega var mjer boðið að sjá reynslusýningu í Nýja Bíó. Sýnd var kvikmynd, sem fjallar um hina rómantísku og vinsælu negrasöngva Suðurríkja Banda- ríkjanna. Ekki mun myndinni' hafa verið gefið íslenskt heiti enn- þá. Aðalhlutverkin leika Don Ameche og A1 Jolson, söngvarinn, sem frægastur er úr „Sonny Boy“. Þetta er einkar hugðnæm kvik- mynd, öll tekin í eðlilegum litum. Inn í hana er fljettað ástaræfin- týri, sem JLátið er gerast í ame- ríska þrælastríðinu. Fjölda marg- ar skrautsýningar eru í myndinni og mikið er um fagran söng og vinsæla hljómlist. Þetta er mynd, sem vafalaust verður vinsæl hjer.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.