Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1941, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1941, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 115 Um borð í tundurspilli í kaupskipalest. Þó að við þeyttumst fram og aftur í tvo klukkutíma, gátum við ekki haft upp á þessum kaf- bát og urðum loks að halda aftur af stað til þess að taka okkur varð stöðu við halann á skipalestinni. Þegar í höfn kom nokkrum dög- um seinna safnaði jeg saman til- kynningum þýsku herstjórnarinn- ar þessa viku. Tilkynningin um árásina á skipalest okkar er ágætt dæmi um, hvernig naizstar telja sig ná „góðum árangri“ á hafinu í baráttunni gegn Bretlandi. Kaupfarið, sem við höfðum mist, — hið eina, sem minn tund- urspillir á 10 mánaða fylgdar- starfi á Atlantshafi hafði orðið að sjá á bak, — var 5000 tonn. Fimm af skipshöfninni höfðu ver- ið drepnir þegar tundurskeytið sprakk, en binir 26 höfðu verið dregnir upp í björgunarskipið. Tilkynningin taldi þrem skip- um samtals 29.000 tonn hafa ver- ið sökt. Eitt skipanna hefði verið 12 þús. tonna olíuskip!! ★ Morguninn eftir rann upp heið- ur og bjartur. Sjóana hafði lægt og skipalestin mjakaðist tignar- lega áfram. Aðeins fallbyssurnar yfir höfði mjer og djúpsprengjurnar, sem lágu í röðum fyrir neðan mig, sýndu að ferðalag mitt yfir At- lantshaf að þessu sinni var á styr jaldartímum. Skyndilega heyrðist hróp frá verðinum. „Tinfiskur“ (tundur- skeyti) þaut 50 fet fyrir framan okkur beint af augum inn í skipa- lest okkar. Með öndina í hálsin- um biðum við hjálparvana þess, að sprenging yrði í fyrstu skipa- röðinni. Það var enginn tími til þess að aðvara þau, og það hefði verið þýðingarlaust fyrir alla skipalestina að breyta um stefnu eða að staðnæmast. Okkur fanst við standa og bíða í margar klukkustundir. Við gát- um naumast trúað því, að tund- urskeyti færi svo í gegn um 45 skipa lest, að það hitti ekkert þeirra. En svo undursamlega fór engu að síður. .Við Ijetum varðskipunum eft- ir að fylgja skipalestinni áfram með breyttri stefnu. En skipstjóri tundurspillisins mældi út líklega stöðu kafbátsins. Við hjeldum á- fram á fullri ferð. Rjett í þann mund, sem mælitæki okkar stað- festu, að kafbátur væri í námunda við okkur, þaut annað tundur- skeyti framan við stefnið hjá okk- ur, þaut áfram út í buskann. í staðinn fyrir að kafa hafði kaf- báturinn haldið sig uppi á yfir- borðinu til þess að gera aðra árás á okkur. Þegar við hægðum á ferðinni til þess að finna nákvæmlega stöðu kafbátsins, kom Sunderland-flug- báturinn, sem fylgt hafði skipa- lestinni á fleygiferð og kastaði nið ur sprengju á langan, dimman skugga undir haffletinum. „Kafbátur að kafa“, gáfu ljós- merki frá flugbátnum til kynna. „Viðbúnir við djúpsprengjurn- ar“, kallaði skipstjórinn frá stjórnpalli tundurspillisins. „Viðbúnir við djúpsprengjurn- ar“, bergmálaði frá liðsforingjan- um aftur á skipinu. Á fullri ferð var stefnt að staðnum, þar sem sprengjunni hafði verið kastað. Matsveinninn, sem ekki gat setið á sjer, skaust upp á þilfar og nú runnu djúp- sprengjurnar í hafið. Á fáum sek- úndum heyrðust margar spreng- ingar. Geysihá vatnssúla þeyttist hátt í loft upp og skutur tundurspill- isins lyftist upp úr sjónum og hristist hroðalega. Við köstuðum fleiri djúp- sprengjum á sama stað. Sunder- Framh. á bls. 120.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.