Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1941, Blaðsíða 5
dvaldi þar 4 ár og græddist mik- ið fje. Hvarf svo aftur til Kaup- mannahafnar og dvaldi þar æ síð- an. 1770 kom Ámundi aftur til ís- lands og var þá fylgdarmaður danskra landmælingamanna, er ferðuðust hjer um land, en eftir að þeim ferðum lauk tók hann upp smíðar á ný. Árið 1799, er Steingrímur biskup skrásetur ætt- fólk og börn Ámunda, hafði hann smíðað 13 kirkjur, auk stofuhúsa og annara smíða, og biskup bæt- ir við: „Var hann snildarmaður, vel að sjer um flesta hluti, silfur- smiður sæmilegur og málari góð- ur“. Ámundi kvæntist í Gaulverja- bæ 1776 Sigríði, dóttur Halldórs Torfasonar í Belgsholti í Mela- sveit, hinni ágætustu konu. Torfi Þorsteinsson, afi hennar, bjó á Narfastöðum í Melasveit og var bróðir Björns á Höfn í Melasveit, föður síra Snorra á Húsafelli, þess nafnfræga merkismanns. Þau hjón, Ámundi og kona hans, bjuggu á Tjörnum undir Eyjafjöllum 12 ár, í Stóradal 4 ár, en 1792 keyptu þau hálfa jörð- ina Langholt í Hrunamannahreppi, fluttust þangað sama ár og bjuggu þar síðan til æfiloka. Madame Sigríður andaðist 17. mars 1805 í Langholti og Ámundi 3. ágúst 1805. Var hann þá stadd- ur í Gufunesi hjá Páli sýslumanni Jónssyni og málaði stofu hans. Kvartaði Ámundi um sting og kvaðst mundi leggja sig fyrir um stund. En er aðgætt var um líðan hans, var hann örendur. Þannig endaði æfi þessa starfs- sama merkismanns. Börn þeirra hjóna voru 8, dóu tvö í æsku, en hin komust til fullorðinsára og náðu flest háum aldri. Er fjöldi fólks frá þeim kominn og munu niðjar þeirra vera dreifðir um land alt. ★ Fjölmargir niðjar Ámunda munu hafa erft hneigð til smíða og margskonar verklegra fram- kvæmda, svo og listfengi í ýmsum myndum, ásamt prúðmensku í dagfari og vinfesti. Vel væri, ef hægt væri -að skrá- setja niðja þeirra Ámunda og LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 117 konu hans; mundi þá koma í ljós, hve giftudrjúgur sá arfur hefir verið, er þau ljetu eftir sig. Börn þeirra voru: a. Halldór Ámundason, fæddur 1 Núpi í Fljótshlíð 7. jan. 1773. Var prestur og prófastur á Melstað í Húnavatnssýslu. Hann var at- hafna- og listamaður, lagði stund á dráttlist, smíðar og útskurð, rit- aði prýðishönd og þótti rithönd hans ganga í erfðir til margra niðja hans. Hann var mikill vexti og hinn gerfilegasti, hárið mikið og fagurt, raddmaður góður og laginn læknir, gestrisinn og gam- ansamur. Hann andaðist 20. júlí 1843. Síra Halldór var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Helga Gríms- dóttir (d. 25. febr. 1818). Börn þeirra voru 12. Síðari kona Margrjet Egilsdótt- ir, prests á Staðarbakka Jónsson- ar. Börn þeirra voru 10, þeirra merkastur var Daníel prestur og prófastur síðast á Hólmum í Reyð arfirði, faðir Kristins præp. hon. í Reykjavík. Þrír synir síra Halldórs urðu þjóðhagasmiðir, þeir Ámundi á Kirkjubóli í Langadal, Egill á Reykjum á Reykjabraut og Egg- ert á Fossi í Vesturhópi. b. Þuríður Ámundadóttir, fædd á Tjörnum undir Eyjafjöllum 1776. Fvrri maður hennar var Gestur Gamalíelsson á Hæli í Eystri- Hrepp. Þeirra son Gamalíel bóndi á Gafli í Flóa, faðir Gamalíels b. í Arabæjarhjál., föður Guðjóns-' fiskimatsmanns í Reykjavík. Seinni maður Þuríðar, Vigfús Þórðarson bóndi á Miðfelli í Ytri- Hrepp; áttu dætur, ein þeirra Elísabet kona Kristjáns dbrm. Jónssonar á Hliði á Álftanesi. Þuríðnr varð gömul. d. Sesselja Ámundadóttir, fædd á Tjörnum 1777. Hún varð síðari kona Jóns hreppstjóra og bónda á Baugsstöðum. Þeira börn: Margrjet, átti Jón b. á Minna- Núpi Brynjólfsson. Þ. son, meðai fleiri barna, Brynjólfur, hinn ágæti mannvinur og fræðimaður. Sigríður, varð síðari kona Fil- ippusar bónda á Bjólu í Holtum Þorsteinssonar. Þau áttu fjölda barna, þar á meðal Filippus bónda í Gufunesi. / Ólafur, varð bóndi í Geldinga- holti, kona hans Guðrún Helga- dóttir frá Ölvesvatni, d. þ. auk fleiri, Sesselja, átti Ebeneser gull- smið á Eyrarbakka. Seinni maður Sesselju var Þor- kell Helgason. ★ Á efri árum fluttist Sesselja að Bjólu til dóttur sinnar og tengda- sonar. Hún var myndarkona í sjón, í meðallagi há, hafði mikið og fallegt gulleitt hár og smáar, fíngerðar hendur. Hún var prúð í framkomu, hóglega glöð, gestris- in og iðjusöm hagleikskona. Síð- ustu ,ár sat hún einatt við rokk- inn og spann mikið og vel. (Svo hefir móðir mín lýst henni, en hún var samtíða Sesselju á Bjólu sín barns- og unglingsár). Hún and- aðist 22. maí 1866 á Bjólu. e. Guðrún Ámundadóttir, fædd á Tjörnum 1779. Dáin á Hrafnkels- stöðum í Hrunamannahr. 27. apríl 1872. Hún átti Guðmund bónda í Langholti Björnsson. Meðal barna þeirra var Ámundi bóndi á Sand- læk, faðir Guðrúnar konu Árna bónda í Langholti Eiríkssonar, en þeirra börn, auk fleiri, voru Ámundi kaupmaður, Tryggvi smið- ur og frú Guðríður Bramm kaup- kona, er öll hafa starfað hjer í Reykjavík. f. Margrjet Ámundadóttir, fædd á Tjörnum 1783. Dáin 8. júlí 1843. Hún átti Jón bónda á Vatnsenda, svo Vælugerði í Flóq^Hjörleifsson. Sonur þeirra var Ámundi bóndi í Vælugerði. Átti börn. (Um niðja þeirra veit jeg ei). g. Ólafur Ámundason, fæddur á Tjörnum 1786. Fór norður til bróð ur síns, síra Halldórs, fluttist síð- ar til Keflavíkur. Varð úti í snjó- byl 1807. Reykjavík, í febr. 1941. Marta Valgerður Jónsdóttir. „Hefir þú heyrt síðustu söguna um hann herra Nýrík?“ „Nei“. „Hann keypti sjer svefnherberg- ishúsgögn í Lúðvíks XIV. stíl, en vegna þess að rúmið var of stutt fyrir hann, sendi hann þau aftur og bað um Lúðvíks XVI. stíl“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.