Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1941, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1941, Blaðsíða 2
114 LESBOK MORUUNBLAOrslNS Inni í miðri skipalestinni sáum við 3 stór farþegaskip, sem höfðu innanborðs börn, sem yerið var að flytja úr landi. Tvö skipanna voru á leið til Montreal, en eitt til Suður-Afríku. Þegar við fór- um framhjá sáum við börnin, öil með björgunarbelti, í hundraða- tali við borðstokkinn. Mörg hundruð barnsradda heyrðust syngja: „Það verður altaf til Eng . land“. Klökkir í huga báðum við þeirr- ar bænar, að ekkert henti að minsta kosti þau á leiðinni, sem fram undan var. Við vissum, að við máttum vænta þess, að á okkur yrði ráð- ist áður en hálfur dagur væri lið- inn frá því að lagt var úr höfn. Við höfðum fengið skeyti um, að tveimur flutningæskipum hefði verið sökt af kafbáti og að fjöldt þýskra kafbáta myndi liggja í leyni á fjölförnustu skipaleiðum yfir Atlantshafið. Veðrið leit út fyrir að verða vont. Þegar við fórum út úr ár- mynninu fórum við svo nálægt tundurspilli, sem kom á móti okk- ur, að við sáum að.tveir af björg- unarbátum hans voru brotnir af sjóum, þar sem þeir hjengu. Það hafði verið 10 daga stormur og það var víst eitthvað af vetrin- um eftir handa okkur. Tundurspillir, sem er 300 feta langur og 30 feta breiður, er ekki stöðugt sjóskip. Tvo daga af þeim sjö, sem jeg var þar um borð, var svo ókyrr sjór, að það var áhættu- samt að ganga um þilfarið. Við urðum í 7 daga að sofa í fötun- um með björgunarbeltin spent á okkur. .Jeg hefi aldrei verið nema í meðallagi góður sjómaður og tilhugsunin um ferð um Atlants- haf á tundurspilli vakti hjá mjer velgjukend áður en jeg stje upp í lestina í London. En maður neit- ar ekki boði flotamálastjórnarinn- ar um að fá að vera með í skipa- fvlgd um Atlantshaf. Jeg hafði því, ásamt frjettaritara frá United Press, heiðurinn af því að vera fyrsti ameríski frjettaritarinn, sem leyft var að fylgjast með skipa- lest í herskipafylgd um Atlants- haf. Ferð okkar þokaði kyrrlátlega áfram. Á öðrum degi heyrðum við af loftskeyti, að flutningaskipi hafði verið sökt um það bil 60 mflum á undan okkur. Nokkrum klukkustundum síðar komum við að því ennþá á floti, en með gapandi sár á bóg sínum eftir tundurskeyti. Skipshöfnin hafði farið í bátana og var nú hvergi sýnileg á hinum þungu sjóum. En fiskiskip eitt hafði komið á vettvang og var 5 manna skipshöfn þess að revna að koma dráttartaug í skipið. Það sýndist fljótt á litið óframkvæmanlegt verk fyrir smá fiskiskip að draga stórt flutningaskip til hafnar, svo skipstjóri tundurspillis okkar kall- aði í gegn um hátalara sinn til fiskimannanna, að hann myndi senda skeyti eftir dráttarbátum, sem drægju skipið til Belfast. En þeir á fiskiskipinu vildu ekki heyra það. Þeir höfðu fundið það fyrst og ef þeim tækist að bjarga því, myndu björgunarlaun þeirra verða um 5000 þús. sterlingspund á mann, eða meira en þeir gætu fiskað fyrir á mörgum árum. Við skildum við þá þar sem þeir ennþá voru að reyna að klifra upp á skipið til þess að festa þar dráttartaugum sínum. Næsta dag frjettum við, að þýsk sprengjuflugvjel hefði ráðist -í annað kaupskip 100 mílum á und- an okkur og skyttur okkar stóðu vongóðar á stöðum sínum allan daginn án þess að nokkuð skeði. Einu flugvjelarnar, sem við sá- um voru breskar, Ansons og Stranraers og stórir Sunderland- flugbátar, sem sveimuðu yfir skipalest okkar og gáfu glögt auga að skuggum undir haffletinum, sem til kynna gætu gefið nálægð kafbáta. ★ Þegar fjórði dagurinn var lið- inn skildum við við þessa skipa- lest, sem var á vesturleið, og hjeldum í norðurátt til þess að mæta annari, sem var að koma frá Montreal og New York. Henni átt- um við samkvæmt fyrirfram á- kveðnu stefnumóti, að mæta snemma næsta morguns. Dagur ljómaði, en þoka var á og skipalestina hvergi að sjá. Við sigldum í krákustígum fram og og aftur um svæðið, sem við töld- um að leið hennar lægi um, en þar sem við höfðum sjálfir ekki sjeð til sólar í tvo sólarhringa, vorum við ekki einu sinni vissir um okkar eigin stöðu. Það var ekki fyr en þokunni hafði ljett af, um kl. 4 um daginn, sem við sá- um skipalestina út við sjóndeild- arhringinn framundan. Þetta var mjög mikill floti. I sjónaukanum taldi jeg 45 skip, 5 þeirra, sem breski fáninn blakti nú yfir, voru hertekin þýsk skip, sem nú voru í þjónustu Breta. Á þilfari þeirra gat jeg greint amerískar flutningabifreið- ar, sjúkravagna og flugvjelahluta. Rjett fyrir dimminguna var skipshöfn tundurspillisins kvödd út, hver maður til sinnar stöðu. Þetta var æf'.ng. í samræmi við fjrrirskipanir skipstjórans kallaði sjóliðsforingi nr. 1 út skipanir síu ar til skyttanna. Rjett í þennan mund bárust skipstjóranum skeyti, þar ser. honum var ráðlagt að breyta ur.. stefnu, vegna þess að kafbátur væri um 20 mílur framundau Varla hafði hann sagt frá þessi er ógurleg sprenging varð, se hristi alla skipalestina. „Tuttugu mílur framunda;. hvert í heitasta . . . .!“ hreyt" skipstjórinn út úr sjer. Aftur hluti seinasta skipsins í þeirri röð, sem lengst var frá okkur, þeytt- ist í loft upp, en fjell síðan í sjó- inn. Önnur skip í skipalestinni breyttu um stefnu og hjeldu rak leiðis áfram frá þessu sjónarsviði, en hraðskreiðasta kaupfarið hinkr aði við til þess að bjarga þeim, sem eftir lifðu af hinu sokkna skipi. Við geystumst til staðarins, sem skipstjórinn taldi að tundurskeyt- inu hefði verið skotið frá. Það var ofsastormur. Sjóarnir þeyttust yfir hóg tundurspillisins og jafnvel yfir stjórnpallinn. Skipið kastaðist til eins og kork- tappi. í hvert skifti sem tundur- spillirinn sneri snögglega, hallað- ist hann, svo að þeir, sem voru á þilfari, urðu að halda sjer í keðj- urnar kring um skotturnana, til þess að falla ekki fyrir borð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.