Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Page 1
JföorðttnMaððinð
15. tölublað. Sunnudaginn 13. apríl 1941. XVI. árgangur.
_______________ .■■lulflarprftoUiDiðjA b.l
A jeg að gæta bróður míns?
Eftir síra Jón Auðuns
„Þá sagði Jahve við Kain:
Hvar er Abel bróðir þinn?
En hann mælti: Það veit
jeg ekki, á jeg að gæta
bróður míns? Og hann
sagði; Hvað hefir þú gjört?
Heyr, blóð bróður þíns hróp-
ar til mín af jörðunni!“
Kain hefir framið fyrsta morð-
ið á jörðunni, hann hefir
myrt bróður sinn og stendur yfir
blóðugu líki hans. En eftir myrk-
ur haturs, afbrýðisemi og heiftar
er að birta af nýjum degi í sálu
hans, því að innra með honum er
að vakna meðvitund um, að hanu
hafi framið ódæði, þar er að rofa
fyrir skilningi á því, að hann hafi
framið glæp.
Kain stendur á frumstigi hins
hálf-vilta manns og hann hefir
lagt hendur á bróður sinn án
þess að finna, að það var ódæðis-
verk. í þeim efnum hefir hanu
litlu meiri meðvitund um mismun
góðs og ills en dýr merkurinnar.
En þar sem hann stendur yfir líf-
vana líkama einkabróður síns, rof-
ar fyrir undursamlegri tilfinning
í sálu hans, þar er sektarmeðvit-
undin að vakna, fyrsti skilnings-
votturinn á synd bróðurbanans og
fyrsti hrollurinn yfir að sjá
mannsblóði úthelt er að altaka sál
hans.
Þá hljómar hræðileg ásökun fyr-
Síra Jón Auðuns.
ir eyrum hans: Hvar er Abel bróð-
ir þinn? — Og lostinn skelfing
svarar hann: Á jeg að gæta bróð-
ur míns?
Það skiptir engu máli hvort
þessir atburðir hafa raunverulega
gerst með þeim hætti, sem fyrsta
Mósebók greinir frá, en hitt skipt-
ir hjer öllu máli, að hjer er meist-
araleg lýsing á því heilaga augna-
bliki, þegar mannvera, sem stend-
ur á mörkurn dýrs og manns,
verður maður, gæddur samvisku
og sál, gæddur viðbjóði mannsins
á þeim verknaði, sem dýrinu er
eðlilegur og sjálfsagður.
Þannig er þessi fornhelga harín-
saga hinna fyrstu bræðra á jörð-
unni jafnframt sagan af einhverj-
um dýrðlegasta áfanganum, sem
mannkynið hefir náð á þroskaferli
sínum.
Tímarnir liðu, öld af öld og ár-
þúsund af árþúsundi, því að geisi-
langur vegur liggur á milli Kains,
sem spyr undrandi yfir líki Ab-
els: Á jeg að gæta bróður míns?
— og Mannssonarins, sem dó á
smánartrjenu austur á Golgatha,
fyrirgaf kvölurum sínum og ljet
sjálfur lífið fyrir bræður sína.
„Á jeg að gæta bróður míns?“
Það er næsta athyglisvert að
gefa því gaum, hvernig íslenska
þjóðin hefir svarað þessari spurn-
ingu og skilið hana.
Fram að árinu 1000 bjúggu all-
flestir íslendingar við Ásatrúna
fornu, lifðu að einhverju tals-
verðu leyti eftir þeim lögum, sem
hún setti þeim, og aðhyltust að
einhverju verulegu leyti þá lífs-
skoðun, sem hún boðaði þeim.
Þótt drengskapardygðin, sem Ása-
trúin lagði sjerstaka áherslu á,
væri á ýmsan hátt mjög ófullkom-
in og næsta varhugaverð dygð,
eins og hún reyndist í fram-
kvæmdinni, var sitt hvað gott um
hana að segja. En sá átrúnaður,
sem hvatti til víga og manna-
blóta og dýrkaði hefndina sem
heilaga lífshugsjón, var naumast
líklegur til að lyfta mönnunum
hátt yfir bróðurbanann Kain.
Árið 1000 leið heiðinn siður und