Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Qupperneq 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 127 hennar sje mest áberandi í boð- um og samkomum. Heldra fólkið lítur niður á hana og segir að hún sje ekkert annað en ósvífin daðurdrós. En víst er, að hún þykir fríð, er að- sópsmikil og það sem mest er um vert í þessari sögu: Michael kon- ungur ber ást til hennar. ÁSTIN VAKNAÐI í SKEMTIFERÐ au hafa þekst frá barnæsku, en það var á heitum júní- degi í skemtiferðalagi á Svarta- hafi, sem Michael varð ástfang- inn í alvöru. Hið undurfagra landslag og hin hálf-austurlenska veðrátta á Svartahafi er tilvalið umhverfi fyrir ástarævintýri. — Michael og Irene voru stöðugt saman — þau ljeku tennis, golf, iðkuðu sund og dönsuðu á síð- kvöldum undir stjörnubjörtum himni og liðu saman í fyrirhyggju lausri sælu hinna ungu elskenda eftir amerískum jazz-tónum eða eggjandi sígauna-músík. Frá því þessari skemtiferð lauk hefir hún oft heimsótt hann í konungshöllina og hann hefir ver ið tíður gestur í ríkmannlegum kastala föður hennar og á sveita setvi Irenu í Sinaia. Því er hald ið fram, að samband þeirra sje annað meir en vinátta ein, því Irena hefir mikil áhrif á hann, sem rúmenska aðlinum er lítið um gefið. Einu sinni varð Mich- ael svo óttasleginn yfir „bíla- dellunni" í henni, að hann gaf bílstjóra hennar fyrirskipun um, að gera „aðgerð" á bílnum henn ar, svo að hann gæti ekki farið nema með litlum hraða. ÓSAMLYNDI VIÐ HIRÐINA óðir konungsins, Helena drottning, hefir gert alt, sem í hennar valdi stendur, til að stía þeim hjónaleysunum í sund- ur, alveg á sama hátt og móðir Carols reyndi að hafa áhrif á son sinn, er hann kvæntist Lambrino á laun og síðar er hann tók Mögdu Lupescu að sjer. Drottningin, sem er grísk prinsessa, hefir mestu skömm á því, hve Irena er ættlítil og henni er sárlega illa við að sonur henn ar feti í fótspor föður síns. Michael hefir sótt stuðning og samúð til föður síns í þessu máli, en sem kunnugt er, var það faðir hans, sem bjargaði honum frá of miklu eftirlæti-, og í stað þess að hann yrði mömmudrengur, sendi hann í herinn og ljet hann lifa karlmannlegu lífi. Michael fet- ar nú vafalaust dyggilegar í fót- spor föður síns, en gamli maður- inn hefir ætlast til. Hinn ástfangni ungi konungur hefir sent sjerstaka sendiboða með brjef til föður síns í útlegð- inni, en Helena drottning hefir sjeð til þess, að sendiboðarnir hafa aldrei út fyrir landamæri Rúmeníu komist. Ósamlyndi hef- ir brotist út meðal hirðarinnar og Michael hefir reynt að hóta, biðja og mótmæla. Hirðin er nokk uð skift í málinu, eins og á ríkis stjórnardögum Carols, en svona atburðir eru að komast í vana hjá hirðinni. En rúmenska þjóðin hefir ekki gleymt, hver vandræði hafa staf að af ástarævintýrum konungs hennar og samband þeirra Irene og konungs er því óvinsælt meðal almennings í Rúmeníu. Einkum þykir hugsandi mönnum ástand- ið alvarlegt nú, er þjóðin verður að taka á öllu, sem hún á til vegna þess að járnhæll nasismans þreng ir æ fastar að þjóðinni. Almenn ingi er illa við þessa upskafnings legu tískudrós, sem klæðist eins og gleðikvinna og er óhefluð í aíllri sinni framkomu. Almenn- ingi lýst ekki á, hvernig hún mak ar á sig fegurðarmeðulum eins og leikkona og hefir sjerstaka skömm á hraðaksturs-brjálæði hennar. Þjóðín sjer í þessari konu vand ræðamanneskju, sem geti síðar- meir orðið til þess, að hinn, nú svo einkar vinsæli konungur, verði að afsala sjer völdum í hinu óhamingjusama landi. Slíkt gæti haft öriagaríkar afleiðingar, einkum vegna hins pólitíska öng þveitis, sem nú ríkir í landinu. Það er engin furða, þó menn snúi sjer við á götunni og alvöru svipur komi á andlit manna, er Irene Malaxa þýtur framhjá í rauða bílnum sínum. Smælki. Margar ástæður hafa verið born ar fram til að reyna að sanna, að kenning Darwins, um að maður- inn sje kominn af öpum, sje ekki rjett. Þýska ritið „Natur und Kultur“ þykist nú hafa tekið af öll tvímæli í þessu efni. „Hugmyndin er hlægileg", seg ir blaðið, „því hvernig gæti full- kominn aríi eins og Adolf Hitler verið kominn af öpum?“ ★ Skemtileg saga gengur um þess ar mundir í London um Montagu Norman, yfirbankastjóra Eng- landsbanka. Hann á að hafa ver- ið að skoða sprengjugýg einn mik inn, sem komið hafði rjett hjá bankanum, er lögregluþjónn á- varpaði hann og spurði, hvað hann væri að forvitnast á þess- um slóðum og hvort hann ætti þarna nokkurt erindi. „Já“, sagði Norman, „jeg starfa í bankanum“. „Nú, einmitt, sagði lögreglu- þjónninn, „þá væri ráðlegt að reyna að koma sjer inn og láta hendur standa fram úr ermum“. ★ Þrátt fyrir ófriðinn er Biblían stöðugt sú bókin, sem mest er selt af í heiminum. Síðastliðið ár seldust í Indlandi 1,338,000 eint. af Biblíunni og er það 125,- 000 eint. fleira en árið þar á und- an. Biblían er nú prentuð á 745 tungumálum, þrettán ný tungu- r.iál hafa bæst við á fyrsta styrj fldarárinu. Kristnifræðikensla fer elcki fram í ríkisskólum í Þýskalandi og Rússlandi og heldur ekki i lönd um sem þessi ríki ráða yfir. — Linsvegar hefir kristnifræði- kensla verið aukin allmjög í spænskum skólum nýlega. ★ Á sýningu, sem nýlega var hald in í Páfaríkinu í Róm, var sýnt líkan af kirkju, sem í senn var bæði loftvarnabyrgi og guðshús. Blað páfa, „Osservatore Roman- um“ segir svo í ummælum sínum um líkanið: „óvænt þróun í kristilegri listsögu“. <

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.