Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Side 10
130
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Á ársafinæli styrjaldarinnar:
»Vjer erum ermþá að klifra
upp hiíðina...«
Ræða eftir Winston Churchill
Hjer fer á eftir kafli úr ræðu,
sem Mr. Churchill, forsætisráð-
herra Breta, flutti i neðri mál-
stofu breska þingsins, er tæpt
ár var liðið frá þvi styrjöldin
hófst. Ræðan er úr nýútkom-
inni bók með ræðum hans, sem
nefnist „Into Batle".
n það bil eitt ár er liðið síð-
an styrjöldin hófst. Það
er því ekki óeðlilegt, að vjer
stöldrum við á þessum vegamót-
um og litumst um á hinu víðáttu
mikla og skuggalega sviði. Það
er einnig girnilegt til fróðleiks,
að bera þetta fyrsta stríðsár
annarar þeirrar styrjaldar, sem
við heyjum gegn þýskri árás, við
fyrstu stríðsár hins fyrra stríðs
fyrir aldarfjórðungi. Enda þótt
þessi styrjöld sje í raun rjettri
aðeins framhald af hinni fyrri,
þá er þó mikill munur á eðli
þeirra. í síðustu styrjöld börðust
miljónir manna í hríð stáls og
blýs. Herópið var „menn og
byssukúlur", og afleiðing þess
voru ægilegar blóðfórnir. 1 þess-
ari styrjöld hefir ekkert þessu
líkt gerst enn. Nú er baráttan
milli herkænskuskipulags, vís-
inda og vjelatækni.
Manntjón Breta fyrstu 12
mánuði fyrri styrjaldarinnar var
365 þús. Með þakklátum huga get
jeg sagt, að fallnir, særðir og
teknir til fanga af voru liði nú
eru ekki yfir 92 þúsund. Veru-
legur hluti þessarar tölu eru
herfangar á lífi. Ef litið er á
þetta á víðari grundvelli, má
segja, að á móti hverjum einum
manni, sem særðist eða fjell á
þessu eina ári þessarar styrjald
ar, komi fimm menn á fyrsta ári
styrjaldarinnar 1914—1915.
Mannfórnin er aðeins brot af
hinni fyrri, en afleiðingamar fyr
ir þjóðimar jafnvel ennþá ban-
vænni.
Vjer höfum sjeð voldug þjóð-
lönd með öflugum herafla sópað
til hliðar á fáum vikum. Vjer
höfum sjeð franska lýðveldið
bugað og beygt til algerrar auð-
mýktar með minna hiannfalli en
það beið í örfáum orustum á ár-
unum 1914—1918.
Vjer sjáum annan augljósari
mismun þéssara ára. Nú heyja
Mr. Winston Churchill.
þjóðirnar allar stríðið, ekki að-
eins hermennirnir, heldur einnig
konur og börn, öll þjóðin. Víg-
völlurinn er alstaðar. Skurðir eru
grafnir í götur borganna. Hvert
smáþorp er víggirt. Hver einasti
vegarspotti er lokaður. Víglínan
liggur gegnum verksmiðjurnar.
Verkamennirnir eru hermenn, að
eins með önnur vopn, en með
sama hugrekki.
Þetta eru stórvægilegar breyt-
ingar frá því, sem vjer sáum fyr
ir aldarfjórðungi, í baráttu vorri
þá.
★
Það sýnist vera öll ástæða til
þess að halda, að þessi nýja teg-
und styrjaldar henti betur anda
og afli bresku þjóðarinnar og
breska heimsveldisins, eftir að
hún er orðin sæmilega undirbúin
og og komin á rekspöl, heldur
en hin hróplegu hópmorð við
Somme og Paschendaele í síð-
ustu styrjöld. Ef það er þannig,
að öll þjóðin berst og þjáist sam-
an, þá er oss þetta heppilegra
vegna þess, að vjer erum allra
þjóða best sameinaðir nú og vjer
lögðum út í stríðið með einhuga
þjóðarvilja og opnum augum. —
Ennfremur vegna þess, að vjer
erum aldir upp við frelsi og á-
byrgðartilfinningu einstaklings-
ins.
Það er ætlan vor, að halda uppi
ströngu hafnbanni, ekki aðeins
gegn Þýzkalandi, heldur Italíu
Frakklandi og öðrum löndum, er
fallið hafa í hendur þýsku valdi.
Jeg les það í blöðunum, að herra
Hitler hafi einnig lýst yfir hafn
banni á Bretlandseyjar. Yfir því
er ekkert að kvarta. Jeg man, að
keisarinn gerði það líka í síðustu
styrjöld.
Það sem væri umkvörtunarefni
er það, ef vjer þyrftum að fram-
lengja þjáningar allrar Evrópu,
með því að leyfa flutning mat-
væla þangað, til næringar nasist-
unum og aðstoðar þeim, eða ef
vjer þyrftum að leyfa hernumdu
þjóðunum innflutning matvæla,
sem hinir nasistisku kúgarar
þeirra myndu óðar hrifsa til
sín.
Það hafa komið fram ýmsar upp-
ástungur, bygðar á hinum háleit
ustu hvötum, um það, að matvæl-
unum yrði sleppt gegnum hafn-
bannið til þessara þjóða. Mjer
þykir leitt að verða að hafna þess
um uppástungum.
Nasistar hafa lýst því yfir,
að þeir hafi komið á viðskifta-
legri „nýskipan" í Evrópu. Þeir
hafa hvað eftir annað lýst yfir
því, að þeir hefðu full hús matar
birgða og gætu fætt hinar her-
numdu þjóðir.
Vjer vitum, að í Noregi voru
við hernám landsins matvæla-
birgðir, a. m. k. til eins árs. Vjer
vitum, að þótt Pólland sje ekki
ríkt land, þá framleiðir það að
jafnaði nægileg matvæli fyrir
þjóðina. Ennfremur voru í hin-
um löndunum, sem Hitler hefir