Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1941, Qupperneq 13
LESRÖK MORGUNBLAÐSINS
133
Ragnar Ásgeirsson:
Sumar í
Hróarskeldu
'7 ENSEN, hinn nýji húsbóndi
j minn, leigði sjer nú opinn
vagn með tveimur hestum fyrir
og svo ókum við áleiðis til járn-
brautarinnar gömlu í Kaup-
mannahöfn. Aftan á vagninum
stóð koffortið mitt með aleigu
minni í — og kemur það síðar
meira við þessa sögu. Fleira en
frá megi segja af nýju og furðu-
legu fjekk augað að sjá í þessari
fyrstu ökuferð minni um höfuð-
borg Danmerkur. En ekki var
staðnæmst fyr en á stöðinni.
Með mikilli eftirvæntingu steig
jeg upp í járnbrautarvagninn,
sem var hið hraðasta samgöngu-
tæki, sem þá þektist. Jeg hafði
auðvitað sjeð járnbrautarlestir
þjóta eftir teinunum fyr — á
Gamla Bíó í Reykjavík, en þarna
var það ekki á hinu hvíta ljer-
eftstjaldi, heldur var það veru-
leikinn sjálfur. Svo var blásið í
pil una og lestin rann á stað með
hjólaskrölti og hávaða, svo að
varla heyrist mannsins mál. Hús-
in „þutu framhjá" með meiri og
meiri hraða, uns komið var út
fyrir borgina og hinar dönsku
sljettur tóku við, þar sem bónda-
bæir með lágum, kölkuðum veggj-
um og háu risi, stóðu á víð og
dreif milli grænna akurteiga.
Skógarlundir voru víða við bæ-
ina og á milli þeirra — en ósköp
var þettað nú sljett alt saman í
augum Islendingsins, ekki nokk-
ur hæð eða brekka nokkursstað-
ar! Það liðu víst mörg ár áður
en augu mín lukust upp fyrir
þeim sannindum að sljettan á
sína miklu fegurð að geyma, í
svip sínum, fyrir utan þá hag-
sæld, sem oftast fylgir frjósemi
hennar. Og oft er jeg hefi farið
um Danmörku síðan, hefi jeg
hugað um, hve steinblindur
Bjarni Thorarensen hefir verið
fyrir svip og fegurð þessa lands,
er hann líkir því við svipljótt,
neflaust og augnalaust andlit. —
En það má segja nútíma Islend-
ingi til hróss, að þá vísu heyrist
hann sjaldan syngja nú orðið.
Lestin stansar nokkrum sinn-
um, við minniháttar járnbraut-
arstöðvar á leiðinni til Hróars-
keldu og heitir hin síðasta, áður
en þangað er komið, Heiðahús.
Þegar Danir segja einhverjum
að fara til Helv.....þá segja
þeir: „Farðu til Heiðahúsanna"!
Þegar komið er dálítið vestur
fyrir Heiðahúsin, sjest frá járn-
brautinni að sljettunni, fer að
halla svo, að sjá má vítt yfir og
vestur að Isafirði, en inn úr hon-
um gengur Hróarskeldufjörður-
inn. Þar sjást hinir tveir mjóu
turnar dómkirkjunnar gnæfa
hátt yfir húsaþökum. Og von
bráðar er komið til hinnar forn-
frægu borgar Hróarskeldu —
Roskilde, á dönsku nútímans.
Hróarskelda liggur allhátt yfir
sjávarflöt og frá borginni hall-
ar allmikið niður að firðinum,
því þangað er stutt. Upp úr
brekkunum vella víða vatnsmikl-
ar uppsprettur (keldur). Heitir
ein sú allra stærsta Maglekilde
og er talið að hún hafi heitið
Hróarskelda til forna. Danmörk
hefir, eins og menn vita, verið
byggð af mönnum í margar þús-
undir ára og á fyrri tímum var
helgi mikil á sumum þessara upp-
spretta. 1 einni þeirra við Hróars
keldu hafa fundist æfaforn vopn,
sem hafa vafalaust verið látin
þar sem fórn til guðanna.
Á einum stað hér á Islandi hef
jeg sjeð uppsprettur koma úr
jörð á svipaðan hátt og í brekk-
unum við Hróarskeldu. Það er á
Rangárvöllum, og heitir þar:
Keldur.
★
Fyrrum var Hróarskelda ein
mesta borg Danmerkur — með
fjölda kirkna og klaustra. Eru
þar enn margar byggingar og
nöfn á götum og ýmsu öðru sem
minnir á forna frægð og sögu.
Þar má heyra nöfn eins og Dúfu-
bræðra-, Gráubræðra og Svörtu-
bræðraklaustur, þegar kirkju-
valdið var mest, voru þar 6 stór
klaustur og 12 sóknarkirkjur.
Þar sat Abasalon á biskupsstóli
og sameinaði Dani til varnar
gegn árásum Vinda.
Þá var Hróarskelda einnig
þýðingarmikill verslunarstaður,
hin grunnskreiðu skip þeirra
tíma komust greiðlega inn í
fjarðarbotn. Þá höfðu konungar
Dana aðsetur sitt þar um langa
hríð. En svo minkaði veldi þess-
arar borgar, að sama skapi og
Höfn óx, við Eyrarsund, klaust-
ur voru lögð niður og kirkjur
rifnar, öllu fór þar aftur, og stóð
lengi í stað, þar til Hróarskelda
varð þýðingarmikill punktur í
járnbrautarkerfi landsins, um
miðja síðustu öld. Þegar ég var
þar, minnir mig að íbúatala væri
milli 6 og 7 þúsund, en síðan hef-
ir talan hækkað mikið.
Það er ekki tilkomumikið að
koma til Hróarskeldu með járn-
brautarlest. Frá stöðinni sér
maður ekki svip og fegurð borg-
arinnar. Hún sjest betur annar-
staðar frá.
★
Svo var ekið yfir götur borgar
innar, Algade og Skomagergade,
uns við komum út á þjóðveginn
til Hringstaða (Ringsted). Hægra
megin við veginn var feikna
stór vindmylna (Store Mölle),
rjett fyrir utan bæinn. Hinumeg
in vegarins var svo garðyrkju-
stöð húsbónda míns. Hann var
frumbýlingur á þeim stað. Þarna
hafði hann tekið sjer nokkrar
„tunnur lands“, gamla akra til
ræktunar. Var þá alt land þar
mælt í „tunnum" og „skeppum“
og er hver sk. 690 fermetrar.
Ærið frumbýlislegt var þar að
sjá, trjágróður enginn á landinu,