Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1941, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1941, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS i 195 Frá Grímsey: Borgaskerin. Aðalmaturinn af kettagi er fup:l í Grímsey og fuglurnar (því svo segir Grímseyingurinn) eru svart- fugl, lundi, fýlúngar og skegla. nándar nærri eins vel á æfi minni. Svo er mikill munur á hvort mað- ur etur fuglinn fullorðinn eða úngan og enn skiptir miklu hvort fuglinn er nýr, hánginn eða salt- aður. Þorskur og heilagfiski er miklu betra í Grímsey en hér, miklu stærra og feitara. Grímsey- ingurinn sagði reyndar að þar væri alveg fisklaust, en eg sá hvað eptir annað að menn reru þar út, „einn á báti“ eins og íngjaldur heitinn í skinnfeldi og komu eptir tæpan klukkutíma með þrjátíu rígfullorðna fiska. Þetta þætti okkur afli við Eyjafjörð. Þrátt fyrir þennan mikla afla eru Gríms eyingar líka allir bláfátækir og það er nokkuð til í því sem Þórð- ur Guðjónsen sagði mér að Gríms- eyingum dytti ekki í hug að fara á sjó nema svó mikið væri' af fiski að þeir gætu geingið fram í fjöru og rétt hendina fram í sjóinn, upp á þenn gemytlega máta að fiskur væri á hverjum fíngri þegar þeir drægju hendina að sér aptur. Ef ekki væri fiskur nema á fjórum fíngrum þá bölf- uðu þeir og segðu að nú væri dauður sjór kríngum Grímsey, en ef fiskur væri á hverjum fíngri þá bölfuðu þeir og segðu að sér væri hvert andskotans fiskileysið, en þó teldu þeir að þeir hefðu orðið varir. Þetta mun vera orð- um aukið, en hverju gamni fylgir nokkur alvara. Fallegt er í Grímsey og ljóm- andi fallegt þegar gott er veður og landsýn góð. Þaðan sést frá Tjörnesi til Skagafjarðarfjallanna austari, þ. e. fjallanna sem eru milli Eyjafjarðarsýslu og Skaga- fjarðarsýslu. Item sést fram um allar sveitir bæði í Þíngeyjarsýslu og Eyjafjarðarsýslu, en ekki voru Grímseyingar svo fróðir að geta sagt mér hvar þetta og þetta fjall ,sem við sáum væri í Eyja- firði. Eyjan er öll hærri að aust- an og þar eru björgin. Sígið var í þau meðan eg var úti í Grímsey, en eg gaf mér ekki tíma til að horfa á sígið og geturðu markað af því að eg sló ekki slöku við bótaníkina meðan eg var í Gríms- ey. Eg hafði líka, satt að segja, séð sígið áður í ungdæmi mínu. Eg klifraði niður í vík nyrst á eyjunni, sem heitir Básavík og er eingin hættuferð, þó flest kvenn- fólk mundi kynoka sér við að fara þángað niður. Það er einhver sá interessantasti staður, sem eg hefi komið á vegna fuglalífsins: það úir alveg og grúir af fuglum í kríngum mann, einkanlega skegl- um, lundum og lángvíum og þess- ir foglar levera þann merkilegasta og margbreyttasta konsert, sem eg hefi heyrt á æfi minni. Þetta er nú í bjarginu fyrir ofan mann, Básabjarg. en á stígnum fyrir framan úir og grúir af úngum, dauðum, hálf- dauðum og lifandi, sem hafa hrun- ið fram úr hreiðrunum. Sá er munur á skegluúnganum og fýl- úngsúnganum að skegluúnginn er ákaflega meðgörlegur. Eg tók tvo upp og leit svo út sem þeir yrðu alls ekki hræddir, en andskotans fýlúngsúnginn gerði eitt verra attentat til að spúa á mig lýsi. Áður en eg hverf alveg frá Grímsey verð eg að geta þess að þegar eg kom þangað út voru þar til tveir snapsar af brennivíni, en ekki deigur dropi þegar eg fór þaðan, eins og lög gera ráð fyrir. Svo hélt eg til Húsavíkur frá Grímsey og beið þar -í viku eptir Agli. Þar bótaníseraði eg talsvert, fór upp að Uxahver og þótti skítur og skömm til koma að öllu leyti, út á Tjörnes og upp að Laxxamýri. Þar hitti eg einn úng- an og efnilegan grasafræðíng, Jó- hann son Sigurjóns gamla, og hafði hann safnað allmiklu í sum- ar og mörgu sjaldgæfu. Hann hafðiá-ákveðið flest rétt, einkum starirnar og þótti mér merkilegt Þegar eg var ekki að bótanísera á Húsavík eða í grendinni var eg náttúrlega að drekka mig hálf- fullan, því leingra komst eg aldrei. Einkanlega lenti eg þar í merki- legu selskapi eina nótt, með sjö sjódónum og héldum við alla nótt- ina til í húsi, sem Steingrímur sýslumaður er að láta byggja. Við súngum og trölluðum og létum öllum illum látum, svo eingum kom dúr á auga á Húsavík, en einginn ónáðaði okkur, enda frétti eg seinna að þetta hefðu verið verstu berserkir á Húsavík, sem einginn þyrði að komast í klærnar á. Við mig voru þeir hinir kurt- eisustu, enda traktéraði eg þá á tveimur heilflöskum af brenni- víni. Eg hafði mikil afskipti af Steingrími sýslumanni, séra Jóni og Gísla lækni þessa viku, sem eg var á Húsavík og líkaði við þá mætavel, en mest þótti mér þó koma til Guðjónsens gamla. Það er fjandans ári geðugur karl, sem maður getur talað við um alla skapaða hluti og er mikils virði. Nú svo fór eg með Agli til Ak- ureyrar í einhverju því versta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.