Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1941, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 197 Þorsteinn Kristjánsson: Rauðamelsölkelda og konungskoman 1907 i. Snæfellsnesi eru margar öl- keldur. Þeirra nafnkunnust er Rauðamelsölkelda. Hún er inn til fjalls, fáeina kílómetra norð- austur frá Rauðamel hinum ytra. Bærinn Rauðimelur stendur und- ir háum fallegum hraunkambi, en dálítið lengra inni í hrauninu er eldgígurinn, sem hraunið er runn- ið úr, Rauðamelskúla; rís hún þar upp á sljettlendinu, sjerkennileg og falleg. Út frá hrauninu geng- ur fagurt og einkennilegt stuðla- berg til suðvesturs, gert af reglu- legum lóðrjettum basaltsúlum, og standa tvær bergsúlunrar alveg viðlausar við bergið, nokkurra mannhæða háar. Bergið mun vera með fegurstu stuðlabergsmyndun- um hjer á landi. Undir því er skjólasamt og berjaland gott. Með- fram berginu eru sljettar melgöt- ur heim að Rauðamel, er heimsýn þangað fögur og hlýleg. Vegurinn fram í ölkelduna ligg- ur um lítið skarð þar sem bergið og hraunið mætast. Liggur gatan síðan meðfram hraunröndinni, en' til annarar handar víðáttumikil og grösug hlíð og gnæfir yfir henni hár og mikill stuðlabergshamar, sem heitir Geldingaborg og svo annar minni, Gluggaborg; en nið- ur hlíðina hvítfossa ársprænur og heita Fannár. Á hina hönd er Rauðamelskúla. í jaðri Rauðamelshrauns er lítil mjög úfin hraunspilda, sem heitir Kerlingahraun, og liggur gatan milli hraunanna. Dregur hraunið nafn af kerlingum þeim, sem seg- ir frá í þjóðsögunni „Ysa var það heillin“, og á sú saga að hafa gerst þar. Þar í götujaðrinum er lítil hellissmuga, sem heitir Katt- arhellir, og segir þjóðsaga, að þar hafi köttur smogið inn og komið út hjá Kattarfossi í Ilítará, hjer um bil 20 km. burtu, fjarri bæj- um, en ekki hermir sagan hver hafi verið viðstaddur, til að sjá köttinn smjúga inn og koma út og þekkja hann! Ölkeldan er undir lágri brekku við dálítinn læk og er lækjar- gljúfrið fyrir ofan sjerkennilegt og fallegt. Ölkeldan sjálf er sein grunnur brunnur eða hola, með vatni í; ólgar vatnið sí og æ, eins og í sjóðandi potti og er þó kalt; veldur því kolsýra, sem stöðugt leggur upp úr jörðinni. Ölkeldu- vatnið er á bragðið mjög líkt sódavatni. í rigningatíð er það fremur bragðdauft, veldur því að- renslisvatn, en í frostum er það kraftmest. Ekki er það ráðlegt, að halla sjer niður að vatninú og anda að sjer kolsýrunni. Lítið bárujárnshús er yfir öl- keldunni, ljet Jón Vídalín konsúll byggja það, var hann þá eigandi Rauðamels; mun hann hafa ætlað að gera sjer fje úr ölkeldunni. Lítill glerlaus þakgluggi er á hús- inu, verpti löngum máríuerla á syllu inni í húsinu og flaug um gluggann. Efnið í hús þetta var flutt á klökkum sunnan úr Borg- arnesi um mestu vegleysur, því þá var Borgarnesvegurinn ekki kominn alla leið vestur. Þetta mun hafa verið um árið 1905. Eiríkur sál. Kúld á Ökrum smíðaði húsið Áður en þetta hús var bygt, var örlítið skýli yfir ölkeldunni, með grjótveggjum og þilgafli. Lengi var það trú manna, að ölkelduvatnið væri margra meina bót og komu sjúkir menn úr fjar- lægum hjeruðum til þess að drekka það, eða ljetu sækja það á flöskum langar leiðir, jafnvel norðan úr landi, að sögn, og hlutu af því góða bót, og því meiri, sem meira var fyrir haft að afla þess. Nálægt ölkeldunni eru húsatættur gamlar. Símon Dalaskáld getur þess til í kviðlingum, sem hann orti, að þar muni til forna hafa verið „hospital“ fyrir sjúkt fóllr, er leitaði sjer lækninga við öl- kelduna, en reyndar munu þetta vera garnlar selrústir. Trúin á lækningamátt ölkelduvatnsins mun nú löngu tekin mjög að dofna, og rpun þá lækningakraftur þess hafa dvínað um leið. í landsuður frá ölkeldunni, eigi langt þaðan, eru einkennilegir klettar, háir sem hús. Heita þeir Þórisbjörg. Þar er Sel-Þórir heygð- ur, sá er nam Rauðamel hinn ytra. Svo herma sagnir fornar. Rauðamelsölkelda komst um skeið undir umráð Jóns Jacob- sonar landsbókavarðar. Síðar komst hún í eign norskra manna. II. Kóngadrykkur. Sumarið 1907 er mörgum minni- stætt, sem þá voru komnir til vits og ára. Þá kom Friðrik kon- ungur VII. til landsins, með fríðu föruneyti. „Þá riðu hetjur um hjeruð". Ýmsum mun þó þetta sumar ennþá minnistæðara fyrir hina miklu þurka og grasleysi, bæði á túnum og engjum, og var þá erfitt að berja glerhart og graslaust túnþýfi. Um þessar mundir var Jón Jacobson landsbókavörður orðinn umráðamaður Rauðamelsölkeldu og hugði að koma nú ölkeldunni til vegs og virðingar í sapibandi yið konungskomuna. Fór Jón um vorið þessara erinda vestur að öl- keldu og hafði með sjer klyfja- hest með tómum flöskum, til þess að taka ölkelduvatn á þær, og svo eitthvað af flöskum, sem ekki • voru tómar. Tómar flöskur voru síðar sóttar á mörgum hestum í Borgarnes. í för með Jóni var Jó- hannes Nordal íshússtjóri, allra manna. glaðastur og reifastur, var þá kátastur, er verst gekk og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.