Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1941, Blaðsíða 4
190 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS helvítis hundaveðri, sem eg hefi komið útí og það sem yfir tók, var að eg átti ekki blánkan eyri til að hressa mig á. Þú getur því nærri að eg hafi orðið feginn að ná mér í viskí og vatn á bauk, en um kvöldið vildi mér slys til. Eg labbaði út á Oddeyri að hitta vin Valdimar og gerði það líka, en andskotinn vildi að eg skildi nokkuð seint við hann svo kl. var orðin 11 þegar eg kom inn eptir og var biiið að loka. Eg barði utan húsið í hálftíma, en eing- inn vaknaði. Eg út til Ólafs sál- uga. Lokað. Bánkaði. Barði. Böl- sótaðist. Lokað. Nii var eg hold- votur vegna ágjafar þegar eg fór í land um daginn, svo eg trevsti mér varla til að liggja úti vegna óveðurs, svo eg tók það snjall- ræði að labba heim um nóttina og gerði það. 2V2 tíma var eg á leiðinni. Eg ætlaði að synda vfir Hörgá, en til allrar guðslukku sá eg ljósa meri í túninu á Lóni, sem eg stal vfir ána. Eg hafði ekkert að hnýta upp í merina nema skít- ugan vasaklút og eg hefi aldrei séð hvikulara höfuðburð á nokk- urri skepnu en merinni eptir að klúturinn var kominn uppí hana. Það er eins og henni hafi ekki þótt gott bragðið að tóbakinu. Svo hefi eg farið inn á Akureyri síðan og er búinn að sækja dót mitt. Það er því sem næst óskemt og er það mest þér að þakka þó ótrúlegt sé. Þú kendir mér nefnil það snjallræði að þurka jurtir í kirkjum og færði eg mér það í nyt og fékk Húsavíkurkirkju hjá séra Jóni til fullra afnota. Eg hefi ekki tekið nema fremur sjald- gæfar jurtir á þessu ferðalagi mínu, en fundið talsvert af þeim Campanula1 lat., Milium eff.2, Heleocharis uniglumis3, Atriplex sp.4 o. s. frv. Ekkert hefi eg fundið nýtt að eg held nema eina jurt forvildaða: Phalarií Canariensis. I Grímsey tók jeg ýmislegt, sem er reyndar ekkert sjaldgæft, því eg tók alt það, sem einhver vafi 1 Bláklukka. 2 Skrautpuntur. 3 Vatnsnál. 4 Hrímblaðka. Jóhann Sigurjónsson ,,— Þar hitti jeg einn ungan og efnilegan grasafræSing". gat verið með ákvörðun á, en apt- ur nenti eg ekki að taka það, sem eg var alveg viss um t. d. Capsella, Rumex Acetose1 etc. Velkomið er að þú fáir expl. af öllu þessu sem eg hefi við tíð og tækifæri. Item allur greiði, sem eg get gert þér ef þú verður ytra í vetur. Helgi Jónson drap á að ekki væri víst að eg yrði kennari á Möðruvöllum í vetur þó þú yrðir ytra; sagði að Helgi Pétursson hefði haft á orði að reyna að ná í vikariatið. Eg ímynda mér nú satt að segja að ekki komi til þessa. Að minnsta kosti er það 1 Túnsúra. Þór55ur GutSjónssen. ,— Mest þótti mér þó koma til Guðjónssens gamla“. helvíti hart fvrir þig að fá ekki að ráða hvern þú setur í þinn stað. Reyndar hefi eg ekki próf, en er þó fullboðlegur, því stundað hefi eg náttúrufræði. Item held eg að Jón gamli Hjaltalín mæli með mér ef til þess kemur. Að minnsta kosti sagði hann mér i vor að hann væri fullánægður með mig og teldi sjálfagt að eg yrði í þinn stað í vetur ef þú kæmir ekki í haust, einhverra orsaka vegna. Eg ætla að leggja af stað vestur í Skagafjörð á morgun. Húsfreyj- an lætur mig hafa hest, Skrögg, segir hún og peninga. Eg hafði dregist á það við þig í vor að fara ekki vestur, en eg er svo illa peningaður að eg get ekki farið annað. Annað hvort er fyrir mig að sitja heima á rassinum eða fara vestur, því eg veit ekki þann stað á landinu, sem eg get ferð- ast eins billega um eins og Skaga- fjarðarsýslu. Þú telur nú þetta ferðalag kannske svik af mér og það er það í raun og veru, eu ætli að þú hefðir unnið það til í mínum sporum að fara hvergi, eu halda loforðið? Nú, eg hefi ekkeft annað til að afsaka mig, en vestur fer eg. Pétur Soffi skrifar mér að hann hafi fundið Erica tetralix og fleiri raritet. Eg skil ekki að hann vaði villu í þessu, því eg margítrekaði fyrir þeim í vetur í báðum bekkj- unum muninn á Erica1 og öðru ísl. lýngi og sýndi þeim mynd af Erica. Auk þess er Pétur góður í bótaník eptir því sem við er að búast. Nú fær maður að sjá. Jæja! Eg hefi ekki tíma til þess að skrifa þér neitt hér úr sveit- inni, enda er ekkert markvert héð- an að segja, það eg veit. Bréfið er nauðaómerkilegt, en því er hripað upp í flughasti. Ef þér þykir gaman að einhverju í pistl- inum þá er það konunni þinni að þakka, því hún var að nudda við mig að skrifa þér, en ef þér leið- ist það, þá er eg úr allri sök, því þá eru leiðindin konunni þinni að kenna. Vale. Þinn Ól. Davíðsson. 1 Klukkulyng.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.