Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1941, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1941, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 199 „Deir sigruðu eigci enn sín vopn“ Eftir Sigrid Undset Aefri árum sínum ritaði Linné bók, sem hann tileinkaði einkasyni sínum, hinum glæsilega ljettúðuga manni. í bók þessari ætlaði Linné að færa í letur það sem hann hafði lært og reynt á langri lífsleið sinni. En það fór svo að hann skrif- aði ekki um sinn eigin merkilega æfiferil, um drenginn frá fátæk- asta prestsetri landsins, sem varð heimsfrægur vísindamaður, elsk- aður og dáður um alla Evrópu, og sem nú var riddarinn Carl von Linné. Hann hafði myndað sjer lífs- skoðun er var einkennilega ósnort- in af því, að hann sjálfur var sannkallað óskabarn hamingjunn- ar. Það sem hafði haft dýpst á- hrif á hann og gert hann sann- færðan um rjettláta heimsstjórn, var, að hann hafði aldrei orðið annars var en syndum og glæp- um yrði hefnt, stundum í skjótu bragði, stundum seint og síðar meir. Kvörn Guðs malar hægt, en hún malar örugt. Og hver sá, seo fremur ranglæti getur verið viss um að hann fær einhverntíma makleg málagjöld. Bók sína kall- aði Linné „Nemesis Divina“ (Guð- lega hefnd), og trú sinni lýsti hann m. a. með þessum orðum: „Hinir sigruðu eiga sín vopn, þeii' áfrýja til Guðs“. ★ Ykkur löndum mínum heima í Noregi kann að finnast, að auð- velt sje fyrir okkur að tala, sem erum langt í fjarska innanum frjálsa menn í frjálsu landi. — Þó við hjer yfir frá reynum að vinna Noregi gagn, þá er það ekki í- frásögur færandi. — Hjer leggur enginn stein í götu okkar. Síður en svo. Við erum beðin um að tala og við erum spurð frjetta um erfiðleika Noregs meira en við getum leyst úr. Fólk hjer vestra vill fá okkur til þess að segja frá reynslu okkar í hinum litlu lýðræðisríkjum, þar sem yfirlit yf- ir öll fyrirbrigði þjóðlífsins er svo ljóst, að þessi ríki okkar eru ágæt- is reynsluskóli í öllu því er lýtur að annmörkum og ágæti lýðræðis- ins. Fólk vill fá skýringu á því hvers vegna land okkar varð of- beldismönnunum svo auðunnin bráð, og hvað við höfðum áunn ið með frelsi okkar, hvernig við höfðum bygt upp þjóðfjelag okk- ar á þá lund, að hver maður hafði rjett sinn trygðan til þess að lifa sínu lífi, og vinna fyrir lífsham- ingju sinni. Fólk spyr um það þjóðfjelag, þar sem það var borg- araleg skylda að sjá um, að hvert barn fengi tækifæri til þess að læra það, sem gáfur þess leyfðu, og vernduð yrði andleg og líkam- leg heilbrigði hinnar uppvaxandi kynslóðar, en sjúkum og gömlum sjeð fyrir hjúkrun. Vissulega átt- um við langt í land til þess að ná því takmarki er við höfðum sett oss í þessum efnum, við átt- um margt vangert þegar yfir okk- ur skall það sem steypti í rúst þeirri þjóðfjelagslegu byggingu, er við vorum hreykin af. Hve langt við vorum komin, hve mik- ið, þrátt fyrir alt, okkur hafði áunnist, það sjáum við p. t. v. best nú, þegar framandi ofbeldismenn reyna að kasta eign sinni á Noreg, sem við Norðmenn og engir aðrir höfum ræktað og bætt í árþús- undir, og það undir óblíðum skil- yrðum. Og ef til vill vitum við það best nú, hvernig þjóðarsái okkar er, þegar aðrir leitast við að undiroka okkur. ★ Aðkomumennirnir halda því fram, eða þeir gerðu svo að minsta kosti hjer áður, að við værum frændur. Má vera að þeir hafi nú komist að raun um, að við sjeum ekki náskyldir þeim. Að vísn eig- um við sameignlega forfeður, er uppi voru fyrir einum 1500 árum, og þó blóðblöndun hafi verið mikil og gagngerð í Mið-Evrópu og Norður-Þýskalandi á undanförn- um öldum, þá mun eima eftir af einhverjum skyldleika frá fornöld milli okkar og þeirra. Það kann að vera að við getum kallast þrítugmenningar eða 45-menning- ar. Sagnfræðingar telja þrjá ætt- liði á hverri öld, eins og menn vita.j En ekki er að búast við að frændur í 30. eða 45. lið sjeu sjer- lega líkir. Og eftir því sem stundir liðu fram hefir ættþróun okkar farið sitt hvora leið. ★ Það er rjett, að fyrir rúmlega 1000 árum voru það forfeður okk- ar sem fóru í hernað til fram- andi landa. Þá voru þeir óþrosk- aða fólkið, sem rændu verðmæt- um frá öðrum, er þeir sjálfir gátu ekki framleitt, glöddust yfir því að eiga ránsfeng og voru hreykn- ir af að hafa náð eignum annara. Þá voru það þeir, sem töldu sjer heiður að því, að aðrir óttuðust þá, því þeir fóru með meiri grimd en aðrir, og orðum þeirra varð ekki treyst. Ættmeiður okkar tók brátt að vaxa upp úr þessu, en þjóðir þær, er sunnar bjuggu, hjeldu bjarg- fastri trú á nytsemi líkamlegra refsinga og töldu að blóðsúthell- ingar væru allra meina bót. En löggjafar forfeðra okkar, á mið- öldum hurfu frá líkamlegum refsingum, og aftökur voru lítið í tísku. Forfeður okkar brendu ekki einu sinni galdramenn — dauðarefsing á báli var þeim ein- um ætluð er sviku konung sinn og fósturjörð. Það var fyrst eftir að fursta- ætt frá Norður-Þýskalandi kom til valda á Norðurlöndum, að er- lendar hugmyndir og aðferðir komust inn í löggjöf okkar og lífsvenjur, og kvalahegningar og galdrabrennur komust hjer á. Hvernig var í Noregi alt þang- að til í fyrra er öllum í fersku minni. Við vorum horfin frá dauðahegningu, sem einskonar villimensku fyrir 60 árum síðan. Það var vilji okkar, að jafnvel hinir verstu glæpamenn fengju þá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.