Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1941, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1941, Blaðsíða 6
198 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gísli Sveinsson sextugur og sjálfstæðismálið (Þannig mintist Bjarni Ásgeirsson alþm. þess í maí 1941, eftir að Alþingi hafði gert ályktanirnar um sjálfstæðismálið): Þú hefir siglt um sextugt djúp, sorti huldi ála; eygðir þú samt ysta núp okkar frelsismála. Siglirðu nú á sjötugt djúp. Senn mun lægja vinda. Altaf þynnir þokuhjúp um þessa fögru tinda. Sigldu enn um sama djúp, senn mun dagur lýsa, og foldin þráða gróðurgljúp græn úr hafi rísa. lagði gott eitt til hvers máls. Þeir fjelagar fengu með sjer unglingspilt á 16. ári, í nágrenn- inu, til aðstoðar. Skyldi nú tekið til óspiltra málanna að fylla á flöskur handa kóngi og föruneyti hans. Flöskumiðar voÝu og prent- aðir með útflúri og „prakt“ og stóð á þeim að innihaldið væri Appollinaris. Flöskurnar voru með vönduðum smeltum lásum og gúmmítölu og hin bestu ílát og sennilega komnar beint frá verk- smiðjunni. En þegar til átti að taka, voru þær allar svo óhreinar, að ekki var viðlit að láta á þær þannig. Var nú tekið til við flösku- þvott út við lækinn og sóttist það verk seinlega, því óhreinindin voru svo föst. Jóhannes var þrautseig- ur og gerði gaman vir öllu og hafði stöðugt spaugsyrði á reið um höndum, en erfitt varð honum til lengdar að liggja eða sitja við þvottinn. Fór svo, að þeir fjelag- ar gáfust upp við verk þetta, eftir fyrsta daginn, og hjeldu heimleið- is, en gerðu ráðstafanir um fram- hald verksins. * Það varð nú aðallega hlutverk piltsins, sem með þeim hafði ver- ið, að þvo flöskurnar og fylla á þær, þó fleiri ynnu þar að. Þetta reyndist ótrúlega seinlegt verk, enda munu flöskurnar hafa verið eitt til tvö þúsund, er þær voru allar komnar. Óhreinindin sátu mjög föst í flöskunum. og losnuðu illa í köldu lækjarvatninu, þurfti mikinn sandþvott á hverri flösku. Þegar farið var að fylla á flösk- urnar, komu nýir erfiðleikar í ljós. Flöskunum var sökt í öl- kelduna og lokað niðri í vatninu, því kolsýran er mjög rokgjörn. Birta var ekki góð í ölkelduhol- unni, þó að dyrnar væru látnar standa opnar, en glugginn lítill og ónógur. Var erfitt að láta vera jafnmikið á flöskunum, en stút- fullar áttu þær ekki að vera. Öl- keldan er í moldarkendum jarð- vegi, og vildu sveima í vatninu ýmsar smáagnir og grugg, þvi vatnið ólgar stöðugt í ölkeldunni og sest því aldrei til. Þessar agnir vildu svo mynda botnfall í flösk- unum. Það kom líka brátt í ljós, að vatnsmagn ölkeldunnar var mjög lítið, ekki síst í þurrviðrum. Hækkaði fljótt í ölkeldunni og jókst þá gruggið að sama skapi. Varð því ekki fylt á nema nokkur hundruð flöskur á dag og varð að hella aftur úr sumum, vegna gruggs. Þetta tókst því alt miður og varð seinlegra, heldur en æti- að hafði verið, og um leið van- þakklátt verk, eins og síðar kor.i fram. Var verið við þetta verk í marga daga og kom þar að lok- um, að fylt hafði verið á allar flöskurnar, sem heilar voru; en dálítið af flöskum hafði verið brotið í kössunum. Var síðan alt saman flutt á klökkum, á mörg- um hestum, suður í Borgarfjörð, hjer um bil 55 km. leið og nokk uð af leiðinni hin versta veg- leysa, hraun, mýrar og forað. Annaðist Kristján Jörundsson hreppstjóri á Þverá um þá flutn- inga. Ölkelduvatnið komst í konungs- veislur og á konungsborð, en mun hafa hlotið lítið lof og þótti frem- ur bragðdauft. Læknirinn; Hver er atvinna yð- ar ? Sjúklingurinn: Okkar á milli sagt, herra læknir, jeg er inn- brotsþjófur og fæst helst við pen- ingaskápa. Læknirinn: Heilsa yðar leyfir það ekki lengur. Þjer verðið að hlífa yður við áreynslu. Þjer verð- ið að skifta um og gerast vasa- þjófur. ★ — Hum! Þorfinnur! Vaknaðu til þess að taka inn svefnmeðalið þitt! ★ Þegar Henry Ward Beccher stóð í prjedikunarstólnum, hafði hann þann vana, er hann var í miðri ræðu, að taka af sjer gleraugun í fáti og sveifla þeim upp á höfuð. Litlu síðar, er hann þurfti gler- augu til þess að lesa sjer til minrn- is, þreif hann önnur upp úr vasa sínum, en brátt fóru þau sömu leið og hin fyrstu og þannig gekk koll af kolli, svo að höfuð hans var að ræðunni lokinni þakið af gleraugum, eins og væri hann með hjálm á höfði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.