Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1941, Page 8
200
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
I
meðferð sem samviska bauð, með
rjettlæti og manúð.
Látum okkur aldrei gleyma að
við vorum komin um þúsund ár
frá villimenskunni, frá kvalafýsn
og blóðþorsta. Við vitum að þetta
stafaði ekki af því, að slíkar
kendir væru aldauða í hugum vor-
um, en við börðumst gegn þess-
um tilhneigingum af heilum hug.
Það átti að útrýma þeim eins og
hverjum öðrum óþverra. Hetju-
lund sýndu þeir menn, í okkar
augum, er lögðu líf sitt í hættu
til þess að bjarga öðrum frá
dauða, t. d. er heilar skipshafnir
vilja fórna lífi sínu til að bjarga
mönnum úr sjávarháska, eða bænd
ur gera alt sem í þeirra valdi
stendur þó ekki sje annað en
bjarga búpeningi úr ógöngum í
klettum eða jöklum.
Við vitum að það er erfitt fyr-
ir þá sem heima eru að halda
fast við alt sem er norskt hug-
arfar og menning, hinn háleita
vilja til rjettlætis, fórnfýsi og
virðing fyrir mannrjettindum, líka
meðal þeirra veiku, lasburða og
þeirra sem hafa glæpahneigð.
Til eru vissar tegundir glæpa-
hneigðar, sem vekur meðal okkar
svo innilegan og óendanlegan við-
bjóð, að ekki er hægt að hata
þá sem þvinga okkur til þess að
horfa upp á og þola andstyggilega
hluti. Fyrir ykkur, sem nú verðið
að horfa á að „ríkisráð“, samsett
af vikapiltum útlendinga, vill
stjórna Noregi, leggja niður fán-
ann okkar sem norsk skip hafa
siglt undir með heiðri og sóma um
öll heimshöf og blakt hefir yfir
sorgum okkar og gleði alt frá því
við vorum smábörn í 17. maí
skrúðgöngunni og vill taka upp
merki Ólafs helga, eftir að það
hefir verið atað í forarpollum
svika og lyga, fyrir ykkur er það
erfitt að muna hvað það þýddi
fyrir einu ári, að vera norskur.
En munið orð Runebergs, er
hann minti á, að enn kæmi dagur,
enn væri ekki öll von úti. Enn
berjast Bretar og högg þeirra
verða þyngri með degi hverjum.
Stærsta lýðræðisríki heims er nú
vaknað og veit um hvað er bar-
ist um gervallan hnöttinn, barist
fvrir lífsrjettindum manna og lífs-
hamingju.
Og fyrir vfirunnar þjóðir Ev-
rópu er vert að muna orð hins
háleitasta andans manns er Sví-
þjóð hefir alið, eins þess mesta
manns af norrænni ætt sem sjeð
hefir dagsins ljós:
„Þeir vfirunnu eiga eftir sín
vopn — þeir áfrýja til Guðs“.
Kona Rudolfs
Hess
Rudolf Hess er kvæntur
æskuvinkonu sinni, Ilse Pro-
el, en henni kyntist hann
barn að aldri í Alexandríu.
Þau eiga einn son 4 ára gaml-
an. Frú Hess og sonur henn-
ar — og ennfremur foreldr-
ar Rudolfs Hess, sem sótt voru
til Alexandríu í sjerstakri
flugvjel skömmu áður en
stríðið hófst — eru enn um
kyrt í Þýskalandi.
Dómarinn við vitnið:
— Þjer verðið að skilja það,
að alt það sem þjer segið hjer
fyrir rjettinum verðið þjer að
staðfesta með eiði. Þess vegna
verðið þjer að gera yður fulla
grein fyrir því, hvað það er, sem
þjer vitið af eigin reynd, og hvað
það er sem þjer hafið eftir öðr-
um. Hvenær eruð þjer fæddur?
— Þann 17. apríl 1897, svaraði
vitnið. Það er að segja, jeg get
ekkert sagt um það með vissu,
mjer hefir verið sagt þetta.
Fjaðrafok
Það var á mánudagsmorgni,
drengirnir í bekknum svfjaðir og
lítið eftirtektarsamir. Kennarinn
var að útlista hvað orðið krafta-
verk þýddi, og spurði síðan einn
nemandann, sem verið hafði úti á
þekju:
—- Iivað væri það, ef maður
fjelli niður af 100 metra háu
bjargi án þess að meiða sig?
— Það kalla jeg hepni, sagði
pilturinn.
— En ef hann fjelli í annað
sinn niður af bjarginu, án þess
að meiða sig?
— Það kallaði jeg hundahepni,
sagði pilturinn.
— En ef hann fjelli enn í þriðja
sinn fram af og meiddi sig ekki
að heldur ?
— Þá kalla jeg það æfingu,
sagði pilturinn.
★
I Kaupmannahöfn:
— Ilvenær er karlmaður orðinn
gamall?
— Þegar ung stúlka stendur
upp í strætisvagni og býður hon-
um sæti sitt.
— En hvenær eru konur orðnar
gamlar ?
— Þegar ungir menn hætta að
standa upp fyrir þeim í strætis-
vagni og bjóða þeim sæti sitt.
★
Það er enginn vandi að ganga
á skíðum, þegar maður brúkar
eins stór númer af skóm og Jón,
sem þarf engin skíði, að renna sjer
á, hefir ekki annað en skóna á
löppunum.
★
— Heyrðu, Gústafsson, hvað er
að þjer, því ert þú svona dapur
í bragði?
— Æi, konan mín hefir ráðið
til mín nýjan einkaritara.
— Er sú hin nýja dökkhærð eða
ljóshærð?
— Nei, sköllótt.
★
— Hvaða þrjú orð eru það, sem
stúdentar nota oftast, er þeir
ganga undir próf?
— Veit það ekki?
— Einmitt rjett, sagði prófess-
orinn, það eru þessi þrjú.