Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1941, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1941, Blaðsíða 1
38. tölublað. Sunnudagur 28. «eptember 1941. XVI. árgangur. Imé*t i iii n Hreindýr á íslandi Eftir H©lga Valtýsson I Lesbók Morgunblaðsins 34. tbl. * þ. á. (sunnud. 31. ág.) ritar Bertel Sigurgeirsson málskrúðugt æfintýr um breindýrin hjer á landi og segir þar „fimm mín- útna frásögn af því sem hjer hefir verið að gerast í 170 ár. Þó er sagan öll og sönn“, — »egir höfundur. Þessi orð höfundar ber þó ríst eigi að taka bókstaflega. Enda eru þ|u víðfjarri öllum raun- veruleika — eins og æfintýr eru ærið oft. En þau eru heldur eigi talin sögulegur sannleikur! Þrátt fyrir þessa alröngu frá- sögn höfundar hefði þó eigi tekið því að leiðrjetta hana nje and- mæla, hefði eigi að lokum skinið í gegn, að æfintýr þetta er ritað í ákveðnum tilgangi. Og hann er á þann veg, að eigi má ómótmælt standa. Saga sú, er höfundur segir, er hvorki öll nje sönn. Er þar ekkert atriði rjett með farið nema það eitt, að skilyrði hjer á landi hafi reynst svo góð, að hreindýrum fjölgaði mjög ört og náðu mikl- um þroska. Höf. virðist ætla, að það hafi verið hreindýr þau, sem flutt voru hingað til lands 1771, er verið hafi forfeður hins litla stofns, sem enn er eftir á Yestur- öræfum á Fljðtsdalshjeraði. Hefir þó verið skýrt rjett frá þessu margsinnís í íslenskum blöðum á síðustu áratugum og síðast í all- langri grein í Le»bók Morgunblaðs ins um hreindýraleiðangur okkar Edvards Sigurgeirssonar og Frið- riks bónda á Hóli, haustið 1939. 1. 1771 lifðu aðeins 3 dýr af 11, er hingað kom, og var þeim slept í Rangárvallasýslu. Þau „hurfu“ bráðlega, og var þar með þeirri tilraun lokið. 2. 1776 var slept á Hvaleyri í Hafnarfirði þeim 23 dýrum, er eftir lifðu af 35, sem »jera Ólafur J. Hjort gaf hingað heim, en hann var íslendingur og um þær mund- ir prestur á Finnmörk. Þessi dýr juku brátt kyn «itt og hjeldust síðan á Reykjanessfjallgarði fram yfir 1920. 3. 1783 var litlum hóp dýra slept á Vaðlaheiði í Eyjafirði. Þeim fjölgaði einnig ört og dreifðust út nm báðar Þingeyjarsýslur og Mývatnsöræfi. Síðustu leifar þess flokks, sem eitt sinn skifti senni- lega þúsundum, „hurfu“ skyndi- lega af Aiarfjarðar-öræfum fyrir fáum árum síðan. 4. 1787 var síðasta flokknum slept á land í Múlasýslum. Þaðan eru ættuð þau dýr, sem enn eru við lýði á Vestur-öræfum og höld- ust um 100 alls haustið 1939. Þetta er þá öll landnámssaga hreindýra hjer á landi. Hún er hvorki löng nje fjölbreytt og ætti því að vera auðlærð öllum þeim, sem um hreindýr vilja hugsa. Höfundur virðist ætla, að hrein- dýrin hafi lifað hjer í alsælu og friði og „hvers konar ágætum“ í full 60 ár. Því fer þó mjög fjarri. Hver þeirra þriggja flokka, er lífi hjeldu, jók svo ört kyn sitt, að hundruðum skifti (alt að 400— 500) á næstu 7 árum eftir land- nám hvers flokks. Voru dýrin þá alfriðuð, enda er þetta hámarks- aukning og affallalaus. — En nú tóku „klögumálin að ganga á víxl“ um tjón það og átroðning, sem dýrin voru talin valda í bú- fjárhögum bænda. Og þau hljóð hækkuðu óðum. Fyrsta veiðileyfið var því gefið þegar 1798, en þó aðeins fyrir tarfa. Annað veiðilejrfið var veitt 1817. Var það alment leyfi, en þó und- anskildir kálfar yngri en árs- gamlir. Og loks er þriðja veiðileyfið frá 20. júní 1849, alment og undan- tekningarlaust. Og síðan hefir eigi lint ofsóknum á dýrin fram á síðustu ár. En með hinum nýju friðunarlögum, er sett voru haust- ið 1939, og eftirliti því, er sett var á stofn sumarið 1940, ætti dýrunum nú loks að vera borgið, enda mun reynslan óefað sýna það og sanna, að þeim muni fjölga ört og eðlilega, fái þau að njóta algerðar friðunar nokkur ár. Hinn litli, glæsilegi stofn, sem við at- huguðum allrækilega haustið 1939, reyndist að vera um 100 dýr alls

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.